10.2.2008 | 07:47
Ekkert um sport
í dag,heldur ætla ég að bulla smá frá sjálfinu.Mér finnst oft gott svona snemma dags meðan allir sofa að skrifa smá.Það er alveg furðulegt með mig þegar ég á frí og ætla mér að hvílast og sofa vel,ég er með svona innbyggða líkamsklukku sem bara eftir 6-7 tíma svefn bang ég sprett upp eins og fjöður.
Ég er reyndar farinn að líta bara á þetta sem kost,vegna þess hve mörgum ég hef unnið með sem eiga erfitt með að vakna.Sjálfur er ég langbestur fyrripart dags og verð síðan fremur pirraður er líða tekur á kveld.
Ég hef verið lengi í sjálfsræktar programmi og er farinn að læra nokkuð vel á sjálfan mig,og þá skiptir ekki svo miklu máli hvað öðrum finnst.Málið er að ég fer mest bara eftir minni sannfæringu og hvað mér hentar best.Auðvitað hafi allir skoðun á öllu,þú þarft að gera þetta og borða hitt og bla bla bla.
Í heimi hér eru milljónir af allskonar fræðingum og vel lærðum í hinu og þessu,svo er líka til fullt af venjulegu fólki sem er ekkert að ana sér neitt fram,en hefur helling speki fram að færa.Ég er svo sem ekkert að segja ég sé einn þeirra,heldur meira að byðja ykkur sem lesa að hlusta meira á ykkur sjálf og láta ekki troða í ykkur þessu og hinu sem öðrum finnst.
Það verður auðvitað að vera val hvers og eins að fylgja sér og því hann hún trúir,og það er einmitt eitthvað sem okkur öllum hefur verið gefið.Ég hef engann áhuga á að láta troða einhverju né einhverjum uppá mig ef ég hef ekki áhuga,og skiptir þá engu hvað kerfinu eða einhverjum finnst eða heldur.
Ég veit ekki hvort þessi færsla sé nokkuð að segja ykkur um eitt eða neitt,en meðan ég skil bull mitt og hugrenningar og kem því frá,þá auðvitað verður það ekki fyrir mér lengur og ég losna við úr sjálfi mínu,og kannski mun það gera mér gott.Og fyrir vikið verður dagur minn betri í lund minni og ég kannski ekki með allt á hornum mínum.
En hvað um það ég er bara alveg í ljómandi formi þessa dagana,og þó að undanfarið hafi verið krefjandi verkefni í vinnu minni,þá er undir mér komið hvernig ég leysi úr þeim verkefnum.
Ég ætla að enda þessa færslu á orðunum sérhver er eins ánægður og hann ásælir sér að verða,og vertu trú(r) allt til dauða og þér mun hlotnast lífsins kórona.Lifið heil og guð blessi ykkur öll.
Athugasemdir
Sæll Úlli minn, Morgunhani.
Frábær færsla, ég meira að segja skildi þetta Guð gefi þér og þínum góðan og ánægjulegan dag. Tvö tölvubréf eru að flækjast í tölvunni þinni þennan morgunn = sökudólgur ÉG.
Kveðja frá Næturhrafni sem vaknaði óvenju snemma og finnst það ekkert kúl.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.2.2008 kl. 09:05
Sæll aftur. Gleymdi að biðja þig að skila góðri kveðju til nöfnu minnar hvernig líður hjá henni og kettlingunum hennar. Fer ekki bráðum að verða fjör hjá kettlingunum. Amosverkir hvelja
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.2.2008 kl. 11:49
Góð hugleiðing hjá þér, ég er þér innilega sammála með það að lifa lífinu án þess að vera endalaust að fara eftir annarra manna skoðun, ég reyndi lengi vel að þóknast öðru fólki og falla inní eitthvað norm, og það gekk engan veginn upp. Mér líður afskaplega vel í mínu skinni með mína hugsun en geri mitt besta til að umgangast samferðarmenn/konur af vinsemd og virðingu
Guðrún Sæmundsdóttir, 10.2.2008 kl. 16:38
Ég þakka lesturinn stúlkur,og það gleður mig að þið skulið skilja eitthvað í þessari færslu.Ég er svona örhugamaður og oft bara skilur enginn hvert ég er að fara hehehe.Rósa hefur það fínt og ég á fyrir hana tíma hjá dýralækni 19 feb,ætlaði að láta taka hana úr sambandi.
Nema hvað ég kom að henni úti fyrr í dag með högnann sinn á fullu,mikið fauk nú í mig ég greip í gamla takta og bjó til einn snöggann snjóbolta og bang hitti hann beint í rassinn.Sá var snöggur í burtu og síðan breimaði hann og vældi fyrir utan hjá Rósu sinni sem eftir var dags.Ég er búinn að loka öllum gluggum og vona þetta hafi sloppið,ég er með 3 kettlinga enn og má ekki við meira fjöri hérna heima í bili.Lifið heil og verið góð hvert við annað Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 10.2.2008 kl. 20:10
Sæll Úlli minn. Þetta var virkilega fyndin athugasemd hjá þér. Þú mátt ekki við meiru fjöri á heimilinu í bili. Mér fannst Rósa flott að fara á séns og þú truflar greyin í miðjum ástarleik. Meiri maðurinn
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.2.2008 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.