Einmitt það

sem ég hef áhyggjur af,en það er þá vissulega hægt að taka sjens og skuldbreyta yfir í erlend lán.Og ég hef hug á að gera slíkt þegar fram sækir,en Ingólfur fyrr má nú rota en dauðrota.

Úr 4,15 í 7,8 er nú frekar gróft og kalla ég slíkt hreinustu græðgi,ég á ekki að borga fyrir sukk annarra við erum að tala um að fólk eigi þak yfir höfuð sitt.

Þá komum við að öðru og það eru samningar sem nú er verið að fá okkur til að samþykkja,þegar ég horfi til nánustu tíðar neiðist ég bara til að segja nei,ég mun tapa hvernig sem á dæmið verður litið.

Lifið heil.


mbl.is Veruleg vaxtahækkun við endurskoðun 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi hugsar fólk sig um næst áður en það samþykkir svona rugl skilmála... lágir vextir en endurskoðaðir á 5 ára fresti.... örugglega til að hægt sé að lækka vextina, ekki satt?  eins og lækkanir skila sér alltaf fljótt, meðan hækkanir eru tregari.. eða sko ekki.

Gæti verið að bankanir veiti engin erlend lán á sama tíma og þeir breyta vöxtunum, hvar er fólkið þá sem tók þessi "tilboðslán" - verðtryggð + 4.15% vextir hljómar nú bara fínn díll fyrir bankana.

Nei, við verðum bara að krefjast niðurfellingar verðtryggingar á lánum, eða verðtryggja laun á móti. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 07:59

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Stöndum vörð um Íbúðalánasjóð

Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.3.2008 kl. 08:28

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Framsýnir sjálfstæðismenn á borð við Bjarna Benediktsson og Illuga Gunnarsson vilja auðvitað losna við Íbúðarlánasjóð.

"Af því að ríkið á ekki að vasast í viðskiptum sem einstaklingar geta gert betur!"

Vinir Flokksins eiga helst að eignast öll verðmæti og auðlindir þjóðarinnar. Þar að auki eiga þeir að fá óskorað veiðileyfi á þjóðina sjálfa.

Og umfram allt unga fólkið því þar liggja aðal verðmætin.

Árni Gunnarsson, 3.3.2008 kl. 10:17

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn. Setning dagsins: "Ingólfur fyrr má nú rota en dauðrota."

Gangi þér vel í dag. Akkurat b....r akkurat.

Guð blessi þig og varðveiti gegn þessum úlfum og vörgum sem stjórna landinu okkar, hvort sú stjórnun er frá Seðlabankanum eða einhver sperringur í Ríkisstjórn Íslands sem fær skipanir frá Seðlabankanum.

Shalom.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.3.2008 kl. 10:18

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn. Ertu búinn að sjá fréttina um vinningshafann í Lottóinu á laugardagskvöldið. Ari og Einar bloggvinir mínir eru búnir að blogga um þessa frétt. Í fréttinni kom fram: "...Þess ber að geta að þessum heppna vinningshafa, líkt og öllum öðrum lottóvinningshöfum sem vinna meira en eina milljón í lottó, er boðið upp á fjármálaráðgjöf hjá KPMG..."  Eina orðið sem kom upp í minn óbetranlega haus var HRÆSNI. Ari fékk innlegg þar sem er sagt að þeir bjóði fólki ráðagjöf sem er skuldumvafið og kostar ráðgjöfin 10 -15 þúsund. Ábyggilega fær vinningshafinn ókeypis ráðgjöf. ég aftur á móti samgleðst konunni sem er einstæð móðir með tvö börn.

Baráttubankakveðjur gegn spillingu. Sveitapenninn eða sveitarósin eða hvað ég á nú að kalla mig eftir svona innlegg?

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.3.2008 kl. 12:44

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég þakka ykkur öllum fyrir gott innlegg og ég sé að fleiri en ég séu að spekulera þessi mál,og er það vel.

Mér finnst nefninlega oft vera svo að það er sama hvað á gengur og okkur boðið,við virðumst bara oft byðja um meir.Og helst a fá það bara ósmurt,þið afsakið orðbragð mitt en ég bara verð að orða þetta eins og ég sé það hverju sinni.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 3.3.2008 kl. 15:09

7 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Rósa meðan ég man,ég stal þessari setningu frá þér að rota en dauðrota.Hehehehe jamm þetta er eðal setning og verður notuð aftur við rétt tækifæri.

Sveitapenni eða sveitarósin er ágætt allavegana ekki nota sveitavargur það er af og frá.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 3.3.2008 kl. 21:04

8 Smámynd: Mummi Guð

Þetta fólk sem tók þessi lán á sínum tíma eru ekki í góðum málum.  Það tók 100% lán og þau lán hafa hækkað töluvert síðan í allri verðbólgunni. Reyndar hefur húsnæðisverðið hækkað líka.

Þeir sem tóku þessi 4,15% kjaralán, vilja örugglega núna endurfjármagna lánin. Til þess þurfa þeir að borga uppgreiðslugjald og síðan lánið. Taka síðan ný lán og þurfa að borga lántökugjald og stimpilgjöld og hvað sem þetta allt heitir og bankarnir hlæja að þeim.

Lengi lifi íbúðarlánasjóður.

Mummi Guð, 3.3.2008 kl. 22:11

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

maður spyr sig hvort að nokkuð hefði átt að selja bankana? þeir æddu áfram í stanslausri græðgi og ollu gríðarlegum hækkunum á húsnæðisverði, sem að aftur varð til þess að fólk þurfti að taka mikið hærri lán frá þeim
Tek undir með

Lengi lifi íbúðarlánasjóður 

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.3.2008 kl. 10:31

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Úlli minn
Er gúrkutíð?
Kær kveðja
Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 23:06

11 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Nei Rósa mín kæra vinkona,engin gúrkutíð heldur meira of mikið að drukkna í vinnu og svoleiðis veseni og enginn tími fyrir blogg af viti.

Annars nokkuð góður og auðvitað leysi ég þessi mál eitt af öðru,og vonandi sé ég einhverntíma ljósglætu.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.3.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband