11.5.2008 | 11:38
Alltaf gaman þegar
síðasti leikur í deild sker úr um hverjir verða meistarar og hverjir falla.
Mínir menn í Villa gætu ef allt gegni upp ynnu sinn leik og Everton tapaði sínum endað í 5 sæti og þar með fengið sæti í evrópukeppni félagsliða,síðan gætu þeir auðveldlega endað hreinlega í sæti 8.og þar með bara þurft að gera betur á næsta ári.
Ég ætla allavegana að horfa á þessa umferð og hafa gaman af skemmtilegri knattspyrnu,sama hvernig fer.
Síðan smá útúrdúr mörg ú í því orði,eins og við vitum þá er hvítasunna í dag og því margir á farandsfæti í goody feeling og ég veit ekki hvað og hvað.Ég fór ekkert að sinni bara vann í gær á laugardegi því eins og greiningadeild Úlla hefur oft sagt nú ber að minnka neyslu og spara,þá þarf stundum að vinna meira og leika sér minna,ég fæ meir borga hærri skatt og svo koll af kolli.Geir og félagar geta þá bruðlað aðeins meir og þurfa að gera aðeins minna ef ég borga meira.
Mér hefur undanfarið verið hugsað til þessa blessaða velferðiskerfis á Íslandi sem við erum alltaf að dást af,og hef eiginlega bara komist að þeirri niðurstöðu að það er að mestu orðið ónýtt þetta kerfi og ég get ekki lengur logið að sjálfum mér og fundist þetta bara ljómandi fínt.
Samt sem áður ætla ég brosandi út í daginn á eftir,enda búinn að vera að ryksuga og skúra í morgun og sinna heimili mínu af alúð,og þá líður mér oftast vel á eftir.Megi góður guð fylgja ykkur öllum kær kveðja Úlli.
Úrslitin ráðast í Englandi í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eigðu góðan dag
Birna Dúadóttir, 11.5.2008 kl. 11:43
Sæll Úlli minn. Ég er kát yfir úrslitum í ensku deildinni. Mitt gamla lið sem ég hélt með í denn þegar ég var ung urðu enskir meistarar annað árið í röð. Ennþá lifir í gömlum glæðum. Ég er mjög stolt af mínum mönnum.
Leist vel á síðustu línurnar í færslunni en æææææ. Segi ekki meir.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2008 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.