Ég ætla að leifa mér að spá

fyrir um úrslit í leik dagsins,það mun vera viðureign Portugals og þýskara.

Hér fara saman tvö lið sem ég hef löngum haft miklar mætur á,held samt með Portugal í þessari keppni ásamt að vera sáttur við að sjá undradrengina frá Hollandi komast langt.

Ég hef tilfinningu fyrir að þessi leikur verði svakalegur,fer rólega af stað og svo verður þetta botnlaus barátta og sóknarbolti af bestu gerð.

Jæja best að koma sér að efninu Portugal vinnur þennann leik og spá mín er 2-1.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hmm ég held að þetta verði ansi jafnt,en Þýskaland hafi það í lokin.

Birna Dúadóttir, 19.6.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já Birna mín þú segir nokkuð? það er aldrei að vita þegar hingað í keppni er komið hvernig fer.

Svo vil ég koma á framfæri að ég er ekki til viðræðna frá 18:30 til leiksloka og ef þið hafið tök á að sleppa að hringja væri ég rosa sáttur.

Bestu kveðjur Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.6.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Maður væri nú vís til að stríða þér smá með að hringja í þig einmitt þá hehe. Hafðu það gott Úlli minn

Kristín Jóhannesdóttir, 19.6.2008 kl. 15:00

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn. Nú ætla ég að njóta þess að horfa á fótboltann á heimavelli en ég segi eins og Kristín að það væri fyndið að hringja og svo væri hægt að skella á, bara til að stríða. Þú skrifar til okkar bloggvina þinna að sleppa að hringja. Þegar prakkarar lesa þetta eins og við Kristín er þetta sama og að bjóða uppá að gera at en ég lofa að prakkarast ekki.

Ég hélt að það væri komið sumar.   Hér er búið að vera sannkallað vetrarveður í dag. Fjörðurinn tekur vel á móti manni eða hitt þá heldur.  Nú er aftur búið að stytta upp en það rigndi hressilega hér í dag. Snjórinn sem náði niður í túnfótinn hér hinu meginn við fjörðinn hefur hopað.

Yfirleitt ef rignir hér þá er norðaustan fýla, kalt og oft snjóar þó það eigi að heita sumar. Stundum höfum við upplifað að fá rigningu þegar það er heitt og þá finnst mér eins og ég sé í útlöndum, því það er svo sjaldgæft.

Vona að leikurinn verði skemmtilegur hvernig sem fer.

Guð veri með þér.

Kær kveðja úr kuldanum og trekknum. 

Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.6.2008 kl. 18:25

5 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Usssssssss,þetta var rosalegur leikur.

Jæja mínir menn er úr leik,svo það verður syrgt í stutta stund í kveld og svo bara upp með haus og hvetja bara Hollendinga.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.6.2008 kl. 20:41

6 Smámynd: Mummi Guð

Ég spáði að Þjóðverjarnir myndu vinna 2-1, var nálægt því og er sáttur við þýska stálið. Ég hef enn fulla trú á mínum mönnum, Forza Italia.

Mummi Guð, 19.6.2008 kl. 23:20

7 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já Mummi Ítalir sýndu hvað þeir kunna á móti Frökkum,en munum að þeir eiga að spila við Spánverjana sem í þessari keppni hafa sýnt mikinn styrk og eðal knattspyrnu.

Samt á góðum degi geta Ítalir unnið hvaða lið sem er,enda eru þeir heimsmeistarar ekki að ástæðulausu.

Þetta verður allavegana viðureign sem vert er að sjá.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.6.2008 kl. 06:51

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Skemmtilegur leikur

Birna Dúadóttir, 20.6.2008 kl. 10:36

9 Smámynd: Linda

Fótbolti snjóbolti,handbolti eða annar bolti, allt er þetta fyrir skemmtilega sjúkt fólk, leitt að ég skuli ekki vera í þessu hópi, dæææææs, engin er fullkomin

Knús

Linda, 21.6.2008 kl. 22:31

10 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Jahérna ég skal segja ykkur það,og núna eru Hollendingar og króatar dottnir út líka allt lið sem unnu sína riðla sannfærandi.

En svona er boltinn og við sjáum að það var engin tilviljun að þessi lið komust áfram,Tyrkir og Rússar voru hreinlega frábærir í sínum leikjum og úrslitin bara sanngjörn.

Svo hver veit ég verð allavegana ekki hissa að Ítalir vinni síðan Spánverja í dag,og þá unnu öll lið sem urðu í öðrusæti síns riðils topp lið hins riðilsins.Þetta er líka dæmi um afhverju Knattspyrna er svona skemmtileg það getur allt gerst.

Lifið heil og góðar stundir.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 22.6.2008 kl. 09:08

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Rússarnir voru barasta alger snilld

Birna Dúadóttir, 22.6.2008 kl. 10:13

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn.

Rússarnir voru flottir og líka svaka sætir Aríar.  (Þessar kerlingar)

Það væri stíll yfir þessu ef öll liðin sem voru í öðru sæti í síðasta riðli myndu rúlla yfir andstæðingana í þessum riðli. Sjáum hvað setur?

Svo sannarlega getur allt gerst í fótboltanum. Ég var svo hneyksluð þegar Króatar æddu inná völlinn að fagna sigri áður en leiknum var lokið. Leikur er ekki unninn fyrr en búið er að flauta. Ég hafði það svo á tilfinningunni að andstæðingurinn myndi koma með mark og þess vegna tuðaði ég og sagði Króötum að koma sér út af vellinum. Ein bjartsýn að þeir myndu heyra tuðið í mér hér á hjara veraldar.  

Baráttukveðjur

Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.6.2008 kl. 11:35

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Úlli, nú verð ég að fá að nöldra aðeins á síðunni þinni. Þú hendir bara út athugasemdinni, ef hún er leiðinleg, ég erfi það ekkert......

Leikur Spánverja og Ítala er ömurlegur. Hann er svo fyrirsjáanlegur, varnarstefnan er alger og Ítalir eru ekki í þessu móti til að spila knattspyrnu, heldur græða peninga.

Þegar sparkfíkill eins og ég slekkur á leiknum og fylgist með öðru auganu með textalýsingu mbl.is er eitthvað mikið að.

Þeir sem keyptu miða á þennan leik (og marga aðra í keppninni) dýrum dómum voru að henda peningunum sínum út um gluggann.

Mér er slétt sama hvort liðið fer áfram, en verði það Ítalir verður ekki spiluð meiri knattspyrna í þessu móti, nema svo ólíklega vilji til að Rússarnir vinni þá. 

Theódór Norðkvist, 22.6.2008 kl. 20:10

14 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Teddi ég hendi þessari færslu ekki neitt,ég var að koma heim eftir að horfa á þennann leik í vinahúsum og þvílík leiðindi.

Hvað er Tony enn að gera í þessu liði og afhverju er maðurinn ekki tekinn af velli,ég bara skil þetta ekki,þetta var leiðilegasti leikur þessarar keppi og það voru varla 5 min samtals,sem eitthvað var varið í að sjá í heilar 120 min.

Ég verð samt að viðurkenna að ég var samt smá feginn að spánverjar fóru áfram eftir þeirra fyrrum viðureignir í keppninni,þó þeir væru ekki mikið fyrir augað í þessum leik.

Ég hefði haft meira gaman af að sjá Njarðvík tapa 2-3 fyrir leikni í dag þótt sárt væri.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 22.6.2008 kl. 21:42

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Hæ og hó. Mikið var þetta leiðinlegur leikur. Fimm síðustu mínúturnar voru ágætar og vítaspyrnukeppnin skemmtileg. Hefði bara verið mikill tímasparnaður að fara beint í vítaspyrnukeppnina. Djóka svo bara eins og Teddi. Þú hendir bara út athugasemdinni ef þér líkar ekki þessi flotti töffari. Hann heitir Tony.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.6.2008 kl. 22:15

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Njarðvík-Leiknir hefði orðið opnari leikur en leikurinn í kvöld í EM. Spánverjar voru þó ákveðnari og 10 manna vörn Ítala og engir hæfileikar þeirra fram á við töpuðu.

Rósa, þinn Tony er flottur.

Theódór Norðkvist, 22.6.2008 kl. 23:25

17 Smámynd: Birna Dúadóttir

Tí hí Tony flottur

Birna Dúadóttir, 23.6.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband