Þýska stálið mun taka á móti

Tyrknesku baráttuhundunum í kvöld.Ég ætti kannski bara að sleppa að spá í hvernig fer,því ég hef klikkað svo feitt með þessa Evrópukeppni í spám mínum.

Sem sagt ég segi að Þýskarar muni stöðva í kvöld þetta undragengi Tyrkjanna og vinna þá,þar með vinnur sennilega Tyrkland og og keppir til úrslita um helgina.

Mér er nokk sama hvort liðið vinnur svo framalega sem þetta verður skemmtilegur leikur,og veislan haldi áfram,því ég hef ekki séð nema einn leik sem ekki var fyrir augað og það var leikur Ítala og Spánverja.

Svo vona ég að spánverjar tapi síðan fyrir Rússum í hinni viðureigninni.

Allavegana áfram knattspyrna á heimsmælikvarða.Lifið heil,bestu kveðjur Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Úlli. Vængbrotið lið Tyrkja ætti ekki að vera fyrirstaða fyrir sterkasta lið Þjóðverja sem þeir eiga völ á, en maður veit ekki hvað gerist.

Ég vona að Spánverjarnir vinni nú loks þessa keppni, en tek fram að Rússarnir hafa hrifið mig, enda með frábæran þjálfara sem ég hef skrifað heila ritgerð um á blogginu hjá mér.

Bestu kveðjur, T.N. 

Theódór Norðkvist, 25.6.2008 kl. 18:20

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Vá þetta var svaka leikur,ég bara verð að taka ofan fyrir Tyrkjum þeir eru búnir að sýna okkur frábæra knattspyrnu.

Og svo auðvitað til hamingju þýskaland sem eru hér með komnir í úrslit.

Get ekki beðið eftir leiknum á morgun.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 25.6.2008 kl. 20:42

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn.

Þýskarar unnu þó að Tyrkir væru miklu betri og áttu miklu fleiri skot að marki t.d. í fyrri hálfleik, þar af tvö í þverslá. Þriðja markið hjá Þjóðverjum var svaka flott. Þá sváfu Tyrkir, Þyrnirósarsvefninum langa.

Djókspáin þín rættist ekki, þessi sem átti að vera öfugt við það sem þú hélst. Ekki munstur þarna frekar en að öll liðin sem voru í öðru sæti myndu vinna fyrir þennan riðil.

Vona að spennan fari nú ekki svo illa með þig að þú getir ekki sofið í nótt.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.6.2008 kl. 21:32

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta var flottur leikur,mér fannst nú samt að Tyrkirnir væru mun betri.Bömmer að þeir skyldu ekki vinna

Birna Dúadóttir, 26.6.2008 kl. 00:23

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég var hissa hvað Tyrkirnir stóðu í Þjóðverjum. Jöfnunarmark þeirra var mark leiksins, en sigurmarkið mjög laglegt líka. Leikmaðurinn, sem lagði upp markið var reyndar heppinn, því varnarmaður Tyrkjanna missteig sig og lá óvígur eftir á vellinum.

Ég get ekki tekið undir að Tyrkirnir hafi verið betri. Þjóðverjar áttu sín færi og áttu klárlega að fá vítaspyrnu þegar brotið var á sóknarmanni þeirra í teignum. Þýskir hafa reyndar spilað óvenju mikinn sóknarleik í þessu móti. 

Theódór Norðkvist, 26.6.2008 kl. 00:45

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó. Því miður sáum við ekki allan seinnihálfleikinn hér og hlýtur að vera þannig hjá ykkur líka þannig að ég get ekki dæmt um mörkin nr. 3 og 4. en 5. markið var flott. Horfði ekki á úttektina eftir fréttir.

En við dömurnar höfum nú alltaf rétt fyrir okkur Teddi minn og okkur fannst Tyrkirnir betri.  

Friðarkveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.6.2008 kl. 01:09

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Auðvitað Rósa, hvernig datt mér annað í hug.

Bestu kveðjur.

Theódór Norðkvist, 26.6.2008 kl. 13:41

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó.

Stelpurnar okkar voru flottar áðan þegar þær tóku þær grísku í bakaríið.

Nú er fjörið að fara að byrja.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.6.2008 kl. 18:40

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Íslensku landsliðskonurnar voru hreint frábærar í kvöld og gera félögum sínum í karlalandsliðinu skömm til.  Ég legg til að KSÍ hætti fjárstuðningi við karlalandsliðið (nema nauðsynlegasta rekstrarkostnaði) og einbeiti sér að kvennalandsliðinu.

Spánverjar völtuðu yfir sennilega næst besta liðið á þessu móti. Þunglamalegir Þjóðverjar, sem mörðu varalið Tyrkja, ættu ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir þá, nema þýskir tjaldi í eigin vítateig, sem mér þykir ekki ólíklegt.

Theódór Norðkvist, 26.6.2008 kl. 22:29

10 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já Stelpurnar okkar eru æðislegar,og eiga strákarnir okkar ekki sjens.

Ég segi nú oft með strákana okkar hérna eru nokkrir smokkar,þið kunnið kannski að nota þá betur en þið höndlið boltann.En þetta er svona úturdúr ekki fara með þetta lengra.

Spánverjar flengdu Rússana í gær,og sennilega hefur þú rétt fyrir þér Teddi Þýskarar ættu ekki að vera nein fyrirstaða.En Þýskarar hafa bara svo oft þegar mikið liggur við klárað sína vinnu.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 27.6.2008 kl. 07:32

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Einmitt Úlli, það er hin sterka hlið Þjóðverja. Ég vona samt að þeir drepi ekki niður leikinn með brotum og hörku, en Ítalir eru sennilega verri en þeir hvað þetta varðar.

Theódór Norðkvist, 27.6.2008 kl. 10:29

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar mínir.

Málsgrein hjá Úlla nr. 2.  Við förum ekkert lengra með þessar fróðlegu upplýsingar.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.6.2008 kl. 10:42

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæll Úlfar! Ég hef ekkert vit á fótbolta enn er samt búin að ná að horfa á heilan boltaleik án þess að sofna! heyrumst..

Óskar Arnórsson, 27.6.2008 kl. 10:45

14 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Ég sem hélt með Rússunum en svona er þetta   Þá held ég bara með Spánverjum núna.

Kristín Jóhannesdóttir, 27.6.2008 kl. 11:40

15 Smámynd: Birna Dúadóttir

Held ég haldi með Spánverjunum líka,held það baraGóða helgi

Birna Dúadóttir, 27.6.2008 kl. 16:59

16 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég væri líka bara sáttur við að spánverjar tækju þetta.Þeir eru búnir að skemmta mér miklu betur en þeir Þýsku í þessari keppni.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 27.6.2008 kl. 19:26

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn.

Spánverjar kláruðu slaginn. Flottir strákar, flottur markmaður og þjálfarinn glæsilegur.  Fer bráðumj á elliheimili.

Þá er þessari vertíð lokið.  

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.6.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband