20.7.2008 | 20:28
Eitthvað er þetta orðið dauft
hjá mér þetta blessaða blogg,ég satt að segja bara nenni þessu ekki orðið.Sennilega hef ég enga þörf á að deila neinu hjá mér við umheiminn.
Ég auðvitað byrjaði að blogga,svona til að koma frá mér hinu og þessu sem nagaði sál mína á þeim tíma.Svo auðvitað eignaðist ég nokkra bloggvini sem eru mér kærir og munu verða áfram.En ég held að það henti mér betur bara að hringja í þessar mannverur við og við.
Ég er búinn að vera síðan ég kom að norðan að lesa blogg þeirra sem ég fylgist alltaf með,en síðan þegar kemur að því að setja inn athugasemd,þá bara er eitthvað sem segir mér að sleppa því.
Og ég er þessi týpa sem er oft að sleppa takinu á hinu og þessu,sjálfsagt er best að sleppa takinu á þessu líka.Ég er að öðlast hugarró og kannski þarf ég ekkert að láta neitt uppi við einn né neinn.
Það er gott að vera ekki að leita að einu eða neinu,vera bara sáttur við sitt og leyfa lífinu að hafa sinn gang,ég þarf svo sem ekkert að kryfja þetta eitt eða neitt mér bara líður svona þessa dagana.
Þetta hefur verið góður og skemmtilegur tími,en ég ætla að parkera honum um sinn.
Megi góður guð ykkur fylgja í lífi og starfi.
Athugasemdir
Birna Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 21:31
Takk fyrir góðan og þarfan pistil! Ég er að trappa niður blogg og komment áráttu mína..þetta er nú soldið vanabindandi..
Óskar Arnórsson, 21.7.2008 kl. 06:05
Sæll Úlli minn.
Við eigum eftir að sakna þín. Gott að þú skrifaðir bara "að parkera honum um sinn."
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.7.2008 kl. 08:36
Sammála, ég hef ekki andann til þess að skrifa heldur, veit ekki hvenær ég byrja aftur..hver veit. Góðar stundir vinur.
knús
Linda, 22.7.2008 kl. 14:39
Animal Glitter Pictures
Sæll Úlli minn. Var að kíkja á bloggvinina. Lítið um að vera hjá mörgum ykkar.
Hafðu að gott í sumarfríinu.
Guð veri með ykkur öllum, líka Rósu og Blíðu.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.7.2008 kl. 18:39
Það er voða auðvelt að fá bloggleti um hásumar, taktu þinn tíma og ég veit að það kemur pistill frá þér næst þegar stýrisvextrnir verða hækkaðir.
Mummi Guð, 25.7.2008 kl. 22:00
ég veit að sá dagur kemur sem þú bara verður að deila einhverju með okkur =)
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 14:43
hehehe ... þú kemur aftur ... ef ég þekki þig rétt! En þín verður samt saknað á meðan!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.7.2008 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.