Greiningadeild Úlla.

Sæl og blessuð.

Mér datt í hug að setja inn smá færslu um hvernig staðan er fyrir greiningadeildina að spá,málin eru þannig nú um stundir að deildin getur ekki einusinni spáð um hag forstjórans sjálfs.

Satt best að segja hef ég ekki hugmynd hvað ég á og hvað ég skulda,hef ekki hugmynd um raunverulegt gengi á tildæmis bílaláni og húsnæðisláni,verðbólga miða við gengi er sennilega nálægt 250% á dagsvirði,eða svo ég tel.

Auðvitað eru þetta smá dæmi um,hvað við vitum lítið og hvernig staðan er í alvöru.Það sem Davíð og Geir sögðu í gær er löngu úrelt og stöðuleiki er enginn,og því síður stutt í ró og að krónan styrkist.

Já þetta eru vondir tímar,en mér líður bærilega þó allar eignir fuðri upp.Ég held enn starfi og er nokkuð frískur og þarf engin lyf við einu né neinu.Allt mun blessast enda eru veraldlegir hlutir bara hlutir og koma og fara.

Vil loka þessum pistli á orðunum Drottinn gaf og drottinn tók.Lifið heil og örvæntið ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er málið Drottinn gaf og Drottinn tók

Birna Dúadóttir, 8.10.2008 kl. 17:45

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn.

Mikið erum við lánsöm að vera Guðsbörn og geta treyst himnaföðurnum fyrir lífi okkar. Ekki getum við sett traust okkar á stjórnendur þessa lands.

Fer heim á morgunn.

Guð veri með þér á þessum ólgutímum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.10.2008 kl. 09:17

3 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Já það er erfitt að greina hlutina. Ég var frekar sambandslaus við fjölmiðla um helgina og leið frekar vel með það því þegar ég kveikti á útvarpinu í morgun þá fann ég hvað það er búið að vera niðurdrepandi að hlusta á svona mikla neikvæðni. Við þurfum og megum ekki við svona mikilli neikvæðni. Upp með jákvæðnina OG góða skapið því það styttir upp um síðir. kv. Kristín

Kristín Jóhannesdóttir, 13.10.2008 kl. 08:02

4 identicon

Já Úlli - það er bara ekki hægt að halda utan um hvað maður skuldar þessa dagana - þetta rokkar svo rosalega til allt saman!

Ég held ég sé orðin eins og strúturinn - sting hausnum í sandinn og gef þetta bara allt saman til Guðs - ræð engan veginn við þetta á eigin forsendum!!!

Guð blessi þig og þína fjölskyldu ríkulega!!!

Ása (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 17:55

5 Smámynd: Björn Finnbogason

Frábær leiðarvísirinn okkar um leiðir lengra farinna til lífsins.  Nú erum við þar stödd sem Bill býður Lois á rúntinn á mótorhjólinu(stingur af frá Wall Street)  Við erum sennilega báðir hinsvegar svo fjandi forvitnir að við höngum eitthvað áfram til að sjá hvað skeður næst!!! 

Raunveruleikaþættir hvað;-)

Björn Finnbogason, 21.10.2008 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband