Erfitt að vera þakklátur.

Komið öll sæl og blessuð.Ætli þessi færsla verði ekki lokafærsla ársins sem er að líða.Og ekki er hægt að segja að það hafi ekki verið viðburðaríkt árið 2008.

Ég fór á fund í gær í samtökum sem best er að nefna ekkert hér,og þar var mikið rætt um þakklæti.Og svona ykkur að segja get ég bara enganveginn tekið undir að ég eigi eitthvað að vera þakklátur,ég bý á suðurnesjunum og nú eru yfir 1300 manns orðnir atvinnulausir og þeim mun fjölga nokkuð bæði í janúar og febrúar.

Ég er ekki frá því að fyrir vorið verði atvinnuleysi hér á þessu svæði á milli 15-20% og ekki eru það nú tölur til að gleðjast yfir.Allt er enn við sama með verðtryggingu verðlag og framfærslan orðin slík að ekki nokkur almúamaður á sjens á að kljúfa sítt.

Ég hef ekki mikinn áhuga á að ganga um götur og hafa ekkert fyrir stafni,og eins og margir landar mínir gerði ég mínar ráðstafanir miðað við tekjur og gjöld.Og þar afleiðandi munu tekjur mínar minnka og gjöld aukast og reyndar hafa gjöld þegar aukist mikið og tekjur minnkað.

Og hvað er þá ráða,mér hefur verið hugsað til að reyna fá mér starf erlendis og það þýðir auðvitað fjarvistir við börnin mín tvö.Ég er víst skilinn og eins og staða er nú ekkert alsæll yfir stundunum sem við eigum saman'hvað þá að þeim fækki.

Svo hefur ástkær forsætisráðherra vor sagt mér að vera ekkert að finna sökudólga heldur spara af einhverju sem ekki er til.Þannig að eins og gefur að skilja er þakklæti mér ekkert ofarlega í huga þessa dagana.

Mér finnst ég hafa verið svikinn af landi mínu og þeim sem því stjórna,og eins og ég sé málin í augnablikinu ekki vera mikil von framundan um betri tíð.

En best að muna að hver er sinnar gæfu smiður,og ég er vanur að segja guð sér um sína ef maður gefur honum stjórnina og lætur málin í hans hendur.

Gleðilegt ár og góðar stundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Guð er góður

Birna Dúadóttir, 30.12.2008 kl. 11:09

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Mundu: "Dauði og líf eru á tungunnar valdi, og sá sem hefir taum á henni, mun eta ávöxt hennar." Orðsk. 18:21.

Þegar við erum að tala neikvætt aftur og aftur þá meiðir það okkur mest. Útrásarvíkingar og forráðamenn finna ekkert fyrir því þó við séum að tuða heima hjá okkur. 

Við að sjálfsögðu samþykkjum ekki gjörðir þeirra. Við vitum að þeir uppskera eins og þeir hafa sáð til. Megi almáttugur Guð miskunna og fyrirgefa þeim.

Mundu eftir pistlinum þínum þar sem þú telur upp blessanir þína. Börnin þín, fjölskylda, vinir og trúsystkini. Mundu að þú þarft ekki að fara að vitja grafa eins og sumir vinir þínir. Mundu að vinkona þín þurfti að horfa á eftir jarðneskum leyfum móður sínar þegar hún var bara níu ára. Þá stóð hún og horfði niður í gröfina þar sem kistan var og faðir hennar hafði smíðað kassa utan um kistuna til að reyna að hjálpa stelpunni sinni sem átti svo bágt.

Megi nýja árið færa þér hamingju, gleði og frið.

Guð sér um sína. Trúðu því strákurinn minn eins og ég kalla þig.

Megi Guð vera með þér og sólargeislunum um áramót og um ókomna framtíð.

Shalom/Rósa Guðskerling og dóttir Konungsins.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Mummi Guð

Gangi þér vel Úlli minn. Það er ekki erfitt að finnast að maður hafi verið svikinn.

Gleðilegt ár og hafðu það sem best.

Mummi Guð, 31.12.2008 kl. 21:26

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég þakka ykkar innlegg,og harma hundinn sem hefur dvalið í mér undanfarið.Kannski er best að ég á nýju ári vandi jákvætt hugarfar og ætla ég mér ekkert að setja fyrir að hætta reikingum eða þessháttar.

Rósa hefur mikið verið að lesa fyrir mér að guðs sonur eins og ég skuli vanda orðafar mitt betur,og taka ekki mikið í munn mér ljóta vininn.Ætli það verði ekki bara mitt heit á nýju ári að blóta minna,og temja mér jákvæðar bænir okkur öllum til handa.Kærar kveðjur til ykkar allra Úlfurinn.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 1.1.2009 kl. 00:59

5 identicon

Sæll Úlli minn.

 Og gleðilegt ár, með þökk fyrir hið liðna.

Það er alls ekki óeðlilegt að maður sé ekki kátur hvernig ákveðnir aðilar eru búnir að rústa tilverunni, ÉG væri það ekki .

En nú verður maður  hvort maður vill eða vill ekki  að bretta upp ermarnar og vera með í endurreisninni. Og hún er nú ekki að gerast  á einum degi.

Það er margt sem á eftir að taka til í rekstri Ríkisins,og þegar þær línur fara að skýrast þá verður lag.

Við gefumst ekki upp þó á móti blási                                                              sagði.................................... sá hási.

Og fékk sér Tópas!

Jæja.Kallinn ,þetta á allt eftir að fara vel

og það er bara að þrauka þangað til það verður.

Hafðu það sem best ÚLLI minn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 03:43

6 Smámynd: Linda

þú ert til fyrirmyndar, gleður mig að sjá nýtt og jákvætt viðhorf.  Talaðu bara við mig símleiðis ef þú ferðu á neikvæðni bummer  

Þin vinkona 

Linda.

Linda, 1.1.2009 kl. 16:28

7 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Gleðilegt ár og takk fyrir skemmtilegu stundirnar sem ég átti með þér. Vonandi verða þær einhverjar á þessu nýja og hlakka ég til. Njóttu þess að vera til  Guð sér um sína. Hann er alltaf að sýna mér það þessa dagana. Stundum bara ekki alveg eins og ég vil  (Skrítið) Lét það nefnilega í hans hendur því mér gekk ekkert svo vel sjálfri. Guð er góður.

Kristín Jóhannesdóttir, 2.1.2009 kl. 08:19

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlfurinn minn.

Ég setti þessa bæn inná bloggið hjá Helgu vinkonu minni sem á heima í Reykjanesbæ. Ákvað aðsetja bænina inná fleiri stöðum og m.a. þú varst fyrir valinum. Surprice.

Shalom/Rósa

Guð - gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.

Að lifa einn dag í einu,
njóta hvers andartaks fyrir sig,
viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi eins og hann er,
eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann

og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg
ef ég gef mig undir vilja þinn
svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þérþegar að eilífðinni kemur.

Amen

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.1.2009 kl. 00:52

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég tek undir með þér Úlli með að upplifa svik frá íslenskum ráðamönnum, og það sem verst er að þeir hunskast ekki í burt eftir að vera búin að leggja hér allt í rúst. Við þrufum þetta fólk frá svo að endurreisnin geti hafist!!

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.1.2009 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband