Loks er vonarglæta

allavegana næsta sólarhringinn,og hver veit nema eitthvað gott komi undan afsögn stjórnarinnar.

Að vísu kom berlega í ljós,hvaða hagsmuni ihaldið ber fyrir brjósti jú jú sína eigin hvað annað.Ég verð nú samt að segja eins og er,ég er ekkert alltof bjartsýnn á stöðuna sem komin er upp.Flokkabullið og valdabrölt er framundan,það eru jú stórar stöður í boði vegna fráfarandi formanna vegna veikinda.

Við vitum að Geir mun ekki í mars bjóða sig fram í formann,og fyrir þann tíma fer hann erlendis í aðgerð og í framhaldi af aðgerðinni í endurhæfingu sem sinn tíma mun taka.

Til að nýtt Ísland geti orðið er flestum ljóst að miklar hrókeringar í stjórnmálum verða að vera til að trúveruleiki geti orðið,og mín skoðun er þá sú að mikil hreinsun þurfi að verða svo sátt verði.

Auðvitað verður ekkert alger hreinsun á öllum á þingi,en jú margir munu frá hverfa og þeirra tími er liðinn.Hjá því verður ekki komist,ég skal bara koma hreint fram með mitt og það er að ég mun ekki kjósa nokkurn flokk af því sem í boði er nú.Og ef ekkert nýtt framboð og betra afl en gömlu flokkarnir bjóði fram bara annað hvort skila ég auðu eða hreinlega mæti ekki á kjörstað.

                                                       Ég vil aðeins bjóða fólki eitt til umhugsunar                           

                                                       að við látum ekki hræða okkur til hlýðni um

                                                       hvað sé okkur fyrir bestu,látum hjartað segja

                                                       hvað sé rétt og hvað rangt.Munum bara að

                                                       allt hið veraldlega kemur og fer.Sjálfur hef ég

                                                       byrjað á núlli nokkrum sinnum,og það er ekki

                                                       það versta í heimi hér.

 

 

                                                     Góðar stundir og lifi Ísland. 

                                                      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Og svo má auðvitað benda á að ég er laus um mánaðarmótin,ef það vantar í seðló góðan dreng .

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 26.1.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Þú verður bara að sækja um. Þeir neita ekki svona góðum manni  Alltaf gaman að fylgjast með þér.

Kristín Jóhannesdóttir, 26.1.2009 kl. 22:20

3 identicon

Sæll Úlli.

Já, ég tel að nú sé  okkar eina tækifæri um langan tíma og það er að endurbyggja allt okkar stjórnmálalega umhverfi uppá nýtt frá því sem nú er og það má alls ekki kasta til þess höndunum fyrir þetta eða hitt.

Það verður heilmikil vinna að stoppa uppí allar lagaglufur Lýðveldisins og það sem fjármálsnillingarnir hafa verið að gera okkur, að elta uppi lagalegar glufur til að famkvæma hina svokölluðu siðferðisglæpi ekki hina lagalegu ? Svo furðulega sem allt þetta er.

Fylgjumst með í nafni fólksins ekki auðstéttanna,því þær munu líða undir lok í þeim mæli sem þær eru nú.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 05:47

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Mögnuð grein. Nú er tími hreingerninga runninn upp.  Burtu með þetta gegnsósaða spillta lið. 

Flott athugasemd hjá þér og nú er bara að drífa sig í að sækja um. Gott að hafa Biblíuna með sem leiðbeiningarbók. Við getum lesið margt þar um fólk sem varð Mammon að bráð. Þar er varað við fégræðgi. Nú höfum við aldeilis fengið að kynnast hvernig hefur farið fyrir Útrásarvíkingum því þeir hafa dregið heila þjóð með sér niður í skuldafen. Það á að draga þá til ábyrgðar en það vildi Íhaldi greinilega ekki. Ekki heldur að henda út uppgjafa þingmanni í stóli Seðlabankastjóra og leppumhans. Hvað er þar á bak við. Þú kemst að því þegar þú verður orðinn Háttvirtur Seðlabankastjóri. Þá ferðu í það að moka út úr fjósinu og þá kemur örugglega ýmislegt í ljós sem þjóðin á heimtingu að vita um.

Njóttu lífsins með bloggfélaga okkar um helgina. Það væri gaman að vera fluga á vegg og heyra þegar tveir kjaftakarlar byrja að ræða málin. Linda okkar segir að karlar séu meiri kjaftakerlingar en konur.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.1.2009 kl. 12:25

5 Smámynd: Linda

Dreymdi óveðurský í nótt, en sólbjart yfir landinu, þessi óveðurský virtust ekki ná að nálgast landið okkar, svo ég er mjög bjartsýn fyrir þjóð vorar.  Nú varðandi meintrar kjaftakerlinga tilhneigingu karlpeningsins, þá er þetta mín reynsla og ég fer ekki ofan af henni hehehe(present company excluded)

vinarkveðja

Linda.

Linda, 29.1.2009 kl. 14:53

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 29.1.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband