30.3.2009 | 17:17
Hver er stefnan og hvaða ráð hafa stjórnvöld
fyrir fólkið í landinu?
Eins og flestir vita voru tveir af þrem stóru flokkunum með Landsfund sinn um helgina,og hvað var ákveðið og tekist á um fyrir fólkið sem land byggir.
Nú fyrir utan að ný forusta er tekin við af fyrri formennum flokkana og jú nýr varaformaður hjá Samfylkingu,get ég ekki séð að neitt nýtt komi fram af viti.Við vitum alveg afstöðu Samfylkingar varðandi ESB og er það gott og gilt,það var og vitað löngu fyrir landsfund.Annað sem ég tók eftir sem stakk mig var að ekki er vilji til að afnema verðtryggingu og nánast engar lausnir komnar fram fyrir fyrirtæki og heimili landsins.
Úr landsfundi Sjálfstæðismanna fékks úr skorið að ekki skuli sækja um aðild að ESB og fram kom jú að endurreisnarskýrslan mikla sé ekki pappírsins virði og handónýt,ekki veit ég til að verðtrygging hafi verið rædd enda sennilega tabú þar á bæ,og má helst ekki minnast á.
Ok skoðum þá hvað gert hefur verið síðan í byrjun Október þegar bankarnir og jú flest annað hrundi.Okkur hafa verið boðið frystingar sem hafa að mestu snúist um að betur áraði með gengi þegar frystingu lyki og fólki bæri að borga á ný,þar hefur það gerst að öll styrking krónu er gengin til baka á einungis 2 vikum.Samt ber að hafa í huga að króna er ekki komin aftur á flot enn eru gjaldeyrishöft og lán frá AGS ásamt eftirlitsaðilum þeirra munu koma reglulega meðan ástand er enn viðkvæmt.Nú síðan hefur verið skipt um stjórn í seðlabankanum og tímabundið ráðinn erlendur seðlabankastjóri,og sýnist mér hann velja þá leið að verja krónuna ekki og hefur hún því fallið um rúm 15% á 2 vikum.Annað jú sem boðið hefur verið er að tímabundið verði fólki leyft að taka út allt að 1.000.000 í séreignalífeyrissparnaði jú jú gott og vel en hafa ber í huga að fólk á þennann pening hvort eð er og auðvitað renna tæp 40% af því beint í ríkissjóð í formi skatta.Og ég held að samþykkt hafi verið að auka vaxtabætur um 25%,endilega bendið mér á ef ég er að gleyma einhverju sem skiptir máli.Ég veit reyndar af greiðslujöfnunni sem mér finnst ekki mikil lausn fyrir heimilin.
Það kom hér heilmikil umræða að fella niður skuldir um 20% og var og er talin óraunhæf aðgerð og kosti x marga milljarða og því ekki framkvæmaleg lausn,að mati margra.Mig langar að benda á eitt varðandi þessa niðurfellingu og er það þegar mest af þessum lánum sem um er rætt voru tekið var verðbólga milli 5-7% og því allt aðrar forsendur fyrir lánunum en er í dag.Undanfarið hefur í næstum 20% verðbólgu lán sem hljóðar uppá 10 milljónir safnað á sig næstum 1 milljón í verðtryggingu á einhverjum 6-8 mánuðum,og þar með kæmi aldrei til neinnar útborgunar á þessum X milljörðum í formi peninga að ráði heldur myndi þetta þíða að það yrði bara klipping aftan af húsnæðislánunum geggjunin sem verðtryggingin er búin að safna á sig.
Ég gæti sennilega haldið áfram að telja upp hitt og þetta til umhugsunar um stöðuna sem við búum við,bara gengislækkunin undanfarnar 2 vikur munu kosta okkur marga milljarða til borgunar vegna lána í gengismynd og hækkunar vöru,sem kemur til útreikninga á verðbólgu og vísitölu og bang við skuldum enn meira.
Þannig verð ég að segja eins og er,mér finnst fáar lausnir koma fram um að verja fyrirtæki og heimili í landinu.Og ég veit ekki hvað allt þetta fólk í stjórnmálum eru hreinlega að gera á þeim vettvangi,það virðist allavegana fáir hafa nokkurra lausn í neinum málum sem einhverju skipta.Það er ekkert gaman að lifa í landi sem bíður þér ekki möguleika á að framfleyta þér og þínum sómasamlega með þeim launum sem þú aflar.
Að lokum vil ég benda á að þótt pistill sé ekkert hughreystandi þá ber ég mig vel,og lifi í þeirri von að kosningum loknum muni næsta stjórn bjóða lausnir sem leysa málefni þjóðarinnar en ekki lengja í hengingarólinni.
Athugasemdir
Sæll Úlli.
Ég hef verið að hugsa þessi mál. Og öllum þykir sinn fugl fagur. Nú er að sjá hva fer í gegn um þingið fyrir kosningar og svo hverjir mynda stjórn.
Og þá er að sjá hverjir verða með fallegust fuglana.
Þangað til ?
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 17:48
Blessaður Þórarinn,já satt segir þú með sinn fugl ætli hann sé eins misjafn og við erum mörg.
En ég hræðist samt eitt og það er að næsta stjórn verði hvorki fugl né fiskur,og að áfram verði bara níðst á landanum.Vonandi verður þetta ekki eins og skýrsla finnans gat um að hér hafi skort hugrekki til að taka á vandanum í flest allri stjórnsýslunni.
Við bara þangað til berum höfuð hátt og biðjum og vonum að Drottinn blessi land og þjóð.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 30.3.2009 kl. 22:47
Sæll Úlli minn
Allir dásama Heilaga Jóhönnu núna. Hún var að mér minnir höfundur húsbréfanna í denn og má deila um þessi húsbréf.
Ég var á fyrirlestri í gær hjá Hafliða Kristinssyni sem er fjölskyldu og hjónaráðgjafi. Hann nefndi dæmi um ung hjón með börn sem ákváðu að minnka við sig húsnæði til þess að laga skuldastöðuna. Þeim var ráðlagt að taka erlend lán. Vextirnir væru svo lágir og allt í orden. Þau seldu og keyptu ódýrara húsnæði en skulduðu 16 milljónir. Allt síðasta ár var erfitt hjá lántakendum og svo kom stóri skellurinn í okt. Nú skulda þau 46 milljónir og mér minnir að húsbóndinn sé atvinnulaus í dag.
Það vita allir að þessi hjón geta aldrei borgað þessar skuldir sem hækka og hækka með degi hverjum á pappírum.
Ef þetta hefði verið á hinn veginn að skuldir bankana myndu vaxa svona væri búið að gera eitthvað til að stöðva þetta rugl.
Svo er nú eitt enn að bankarnir eru jú orðnir ríkisbankar, s.s. bankarnir okkar en samt er farið svona svínslega með eigendur sem er fólkið í landinu.
Jóhanna segir að það sé ekki hægt að fella niður skuldir sem nemur 20% og ég gat ekki skilið annað en að hún veigri sér við að taka af verðtryggingu. Allar þessar hækkanir á lánum eru á pappírum og í raun ætti að fara til baka til áramóta 2007/2008 og nota þær tölur sem þá voru. Blessuð Jóhanna á greinilega engar lausnir. ÞAÐ ER SORGLEGT.
Ég get ekki skilið að það sé ekki hægt að laga til tölur á pappírum, tölur sem eru að mínu mati út í bláinn og fjarri öllum veruleika.
Ef ég á fyrirtæki þá veðset ég og fæ lán og kaupi fyrirtæki á pappírum og síðan veðset ég þessi nýju fyrirtæki og fá fleiri lán.
Er ekki allt hægt á Íslandi?
" Nicolas Sarcosy ásamt fulltrúa EB, Barrosso og stjórnvöldum í Kína voru sammála um að efnahagshrunið í vestrænum ríkjum kallaði á nýtt fjármálakerfi, opið og skilvirkt." Því miður finn ég ekki þessa frétt en þykir hún athyglisverð vegna leiðarbókarinnar okkar.
Lesum í Opinberunarbókinni um spádóm sem að mínu mati er í augsýn:
"Og það lætur alla, smáa og stóra, auðuga og fátæka og frjálsa og ófrjálsa, setja merki á hægri hönd sér eða á enni sín
og kemur því til leiðar, að enginn geti keypt eða selt, nema hann hafi merkið, nafn dýrsins, eða tölu nafns þess.
Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins, því að tala manns er það, og tala hans er sex hundruð sextíu og sex." Opinb. 13: 16.-18.
Eftir að Anti Kristur verður tekinn við og fólk þarf að taka merki hans á ennið eða hægri hendi þá er ekki lengur hægt að fela peninga á einhverjum eyjum eins og sumir gera sem eiga eftir að uppskera eins og þeir hafa sáð til og ég öfunda þá ekki.
Þess má geta að skattaskjólum hefur snar fækkað á jörðinni eftir þetta. Það verða engin skattaskjól þegar Anti Kristur mun ríkja hér á jörðinni.
Hugsa sér hvað það er nú margt í leiðsögubókinni okkar sem er að koma fram í dag.
Við lifum á viðsjárverðum tímum.
Við verðum að fela líf okkar Drottni.
Megi almáttugur Guð varðveita okkur öll og gefa okkur öllu visku og vísdóm.
Kær kveðja/Rósa
P.s. Læt þetta vaða. Kv/RA
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.3.2009 kl. 23:49
Vitna bara í illegg mitt og tillögur hjá Óskari Helgasyni.
Takk fyrir góðan pistil.
Kær kveðja,
Óskar
Óskar Arnórsson, 31.3.2009 kl. 00:32
Jóhanna er frábær og réttlátur einstaklingur, hún hefur einn galla og það er ESB heheh. Það stefnir samt í það að mitt atkvæði fari fyrir bý, þar sem ég er finn ekki svarið sem ég leita af..kannski að það komi í tæka tíð.
Fín samantekt hjá þér Ulli minn. Vertu í bandi á miðvó ef þú getur :)
bk.
Linda.
Linda, 31.3.2009 kl. 00:34
Sæll Úlli þetta er flottur pistil hjá þér.
Jens Sigurjónsson, 31.3.2009 kl. 03:08
Sammála þér Úlli.
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.3.2009 kl. 07:29
Já, vissulega sorglegar staðreyndir sem þú telur þarna upp. Mér þætti síðan ekkert verra ef flokkarnir byðu uppá einhverjar nothæfar lausnir (ESB er t.d. alls ekki nothæf lausn) FYRIR kosningar. Þótt Sjálfstæðisfl. hafi áttað sig á því sl. helgi er það því miður ekki orðinn almennur skilningur fyrir því.
Ragnar Kristján Gestsson, 31.3.2009 kl. 08:24
Knús á þig kallinn minn
Birna Dúadóttir, 1.4.2009 kl. 21:30
Takk fyrir góðan pistil. Og ef ég verð ekki búin að fá dansfélaga í haust þá hringi ég í þig Hehe Gott að hafa einn svona í bakhöndinni. Þú ert frábær
Kristín Jóhannesdóttir, 3.4.2009 kl. 11:12
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.4.2009 kl. 11:51
Sæl Rósa engill! Þú ert nú meiri grínistinn. Þú minnir mig á Jón Gnarr (Gunnar, við erum systkynabörn)
Hann hefur ekki yrt á mig síðan hann varð kaðólikki! Samt bjargaði ég lífi hans og hann hefur aldrei sagt takk einu sinni. Skítsama im það.
Jésu þarf að fara að koma til að stoppa þetta rugl um allan heim. Og veistu hvað! Hitti stelpu sem er frá Laos sem ég hélt að væri að reyna við mig eða bjóða blíðu sína í Bangkok.
Enn hvað heldur þú að hafi skeð? Hún tók upp Biblíuna á Thailenski og bað fyrir mér í andyri á hóteli sem ég var á, fyrir framan alla.!
Alveg ótrúlegt. Svo fór hún bara! Hvað er eiginlega að ske?? Er þrælkristinn og sagði mér að fara að lesa Biblíunna og biðja til Guðs.
Ertu að njósna um mig Rósa? Og það í Bangkok? Ég var allur skálfandi eftir þetta atvik. Þjónarnir litu undarlega á mig eftir þetta. Ég skildi nú ekki baun í bala hvað hún sagði. Enn Biblían hennar var undirstrikuð með rauðu út um allt.
Ég á bara ekki til orð yfir svona.
Óskar Arnórsson, 4.4.2009 kl. 00:59
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Mynd fyrir Óskar
Sæll Úlli minn.
Nú aldeilis hefur Óskar dottið á hausinn og skrifar innlegg til mín á síðuna þína.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.4.2009 kl. 01:21
Nei, ég datt ekki á hausinn Rósa. Veit að Ulla er alveg sama þó ég svari þér hér. Þetta er samt snarundarlegt atvik. Bæn og Biblía inn á andyri á hóteli!
Svo var hún gullfalleg líka. Er í einhverjum kirkjusöfnuði sem ég skildi ekki, enda kann takmarkaða Thailensku.
Eru til tilviljanir? Alveg ótrúlegt. Svo var hún ekki einu sinni með leyfi til að vera í Thailandi. Hún er að breiða út fagnaðarerindið í Thailandi og er alveg sama þó hún sé ólögleg í landinu.
Ég hef bara aldrei lent í öðru eins! Hún skipaði mér fyrir á ágætri ensku. Og ég bara hlýddi. Það lýsti af henni hamingja og rósemi.
Það var fullt af útlendingum þarna enn hún kom beint til mín! Svo fór hún bara!
Óskar Arnórsson, 4.4.2009 kl. 01:42
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll aftur
Engin tilviljun, hún átti að koma til þín og taka þig í gegn og gera þig að almennilegum heilbrigðum JESÚÍTA.
Góða nótt
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.4.2009 kl. 01:53
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.4.2009 kl. 01:55
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.4.2009 kl. 01:55
hmmm...
Óskar Arnórsson, 4.4.2009 kl. 02:03
Sælt veri fólkið.Ég þakka ykkur innlitið og Rósa,Óskar hefur rétt fyrir sér með athugasemdina,þið megið alveg eins og ykkur sýnist ræða hin ýmsustu mál á síðu minni.
Þessi síða mín hefur alltaf verið hugsuð sem skoðanaskipti og vinablær í versnandi heimi,og Óskar þú sleppur sennilega ekki því guð er að kalla saman sína útvöldu hvern á sínu sviði.Sennilega er hann með hlutverk handa þér eins og hann hefur fyrir okkur hin sem kannast við kappann.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.4.2009 kl. 09:40
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Gleðilega Páska Úlli minn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.4.2009 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.