29.6.2009 | 01:19
Kominn aftur heim eftir
vel heppnaða viku með börnin mín í Bergen í Noregi,Mikið var gott og nauðsynlegt að komast þó ekki væri nema vika í frí með börnin í sumarið.
Málin eru þannig hjá mér að ég tók að mér verktaka vinnu þetta sumarið og fram á veturinn,hjá nokk stórri bílaleigu.Og þar með verður mikið að gera hjá mér yfir sumarið og fram á haust,og lítið um sumarfrí heldur tek ég bara vetrarfrí þegar vertíðinni lýkur.
Ég var ekkert of bjartsýnn miðað við mína forvinnu áður en ég fór,því ég fór víst á einhvern mesta rigninga stað Noregs.En viti menn ég kom út 21 júni í fremur skýjað og súldar veður en hiti þó um 16 stig,mánudagurinn gaf eftir hádegi hita að 20 stigum og léttskýjað það sem eftir var fram á sunnudag 28 er ég kom heim að nýju glampandi sól og 24-27 stig alla daga.
Eitt var þó verst og mun það vera blessað verðlagið í Bergen,ég bara fékk miðað við gengi okkar ástsælu krónu við norsku krónuna létt sjokk strax á fyrsta og öðrum degi .Hundrað kallarir norsku hurfu hver á fætur öðru,þó mér fyndist ég ekkert vera að kaupa af viti.
Og svona til að gera allt svo yndislegt þurfti ég að grípa til kretidkortsins þegar kom að helgi,og viti menn þó ég hafi hringt og tilkynnt fararsnið mitt til noregs með börn mín og spurt hvort ég myndi nokkuð lenda í einhverju veseni með það á þessum slóðum.Mér var auðvitað tjáð að heimild mín væri full enda ekkert notað kort á þessu tímabili áður en farið var,til að gera langasögu stutta notaði ég kortið fyrir 6 þúsund í fríhöfninni okkar daginn sem farið var út,og síðan aftur seinnipart fimmtudags þegar ég og börnin fórum í sædýrasafnið,sú ferð kostaði fyrir mig og 2 börn 500 norskar sem gera um 10 þús íslenskar.
Ég ætlaði síðan að nota kortið á föstudagskveldi við verslun á fötum handa börnum mínum,og þá strandaði allt og eftir það gat ég ekki notað kortið meir,ekki einusinni í fríhöfn við heimkomu,og ég verð að viðurkenna að ég er létt fúll yfir þessu sérstaklega vegna að ég hringdi spes til að tékka á hvort nokkuð yrði í vændum sem ég ekki kærði mig um.
Svo ég mun kvarta í morgunsárið við kortafyrirtækið og segja mína meiningu eins og mér er líkt til.En þetta slapp alveg fyrir horn vegna hversu passasamur ég er,og var ég því með inná debeti og vara sjóð klárann ef eitthvað skyldi klikka.
En best af öllu er að börnin voru og eru alsæl með ferðina til Noregs og þá var tilgangi náð.Lifið heil og eins og ég er vanur að segja guð sér um sína.
Athugasemdir
Sæll 'ulfar minn.
Og velkominn heim, þrátt fyrir allt vesenið. Eins og það hefur verið geðslegt að lenda í og það með börnin með sér. En guð sé lof þú ert kominn heim.
Guð blessi ykkur .
Þói.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 06:03
Alltaf gott að koma heim eftir svona ferð
Birna Dúadóttir, 30.6.2009 kl. 23:33
Sæll Úlli minn
Velkominn heim á Frón. við pabbi komum heim frá Tenerife = Akureyri seinnipartinn á mánudaginn. Vorum þar á Sumarmóti Hvítasunnumanna.
Dásamlegar samverustundirnar í húsi Drottins.
Guð veri með þér og þínum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.7.2009 kl. 10:10
Æðruleysið hefur komið þér áfram eins og venjulega. Kærar kveðjur til þín frá mér.
Kristín Jóhannesdóttir, 2.7.2009 kl. 23:29
Takk öll sömul fyrir ykkar hlýhug til mín,það er gott að vita af ykkur öllum þegar minns lendir í fjallaferð í lífinu(það gerist oft hjá mér).
Ég hef að vísu vanrækt ykkur vegna anna,en það stendir til að bæta það enda á verkefnaskrá minni.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 2.7.2009 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.