Pistill Greiningadeildar Úlla.

Jæja eins og ég víst lofaði,þá er best að svíkja ekki sjálfan sig og koma með pistil minn um efnahagsmál.

Mig langar að koma með smá dæmi um hvað það kostar mig að eiga þak yfir höfuð mitt og minna.

Ég að vísu er mjög heppinn maður og skulda svosem engin ósköp,og er það að vísu mér að þakka sjálfum í hvernig ég kaupi og sel.Málið var að þegar ég keypti mína  fyrri eign hér í Reykjanesbæ eftir skilnað gat ég yfirtekið lán frá Landsbanka með hinum geysivinsæla 4,15 % vaxta láni og hljóðaði þetta lán þegar ég tók við því uppá einhver 8,5 millur.

Gott og vel þetta mun vera í april 2006 og ég flyt inn í júli sama ár,ég sel síðan þessa eign ári síðar í mai og flyt strax úr eigninni.Ég reyndi auðvitað að vera hagsýnn og fékk að flytja með mér lán mitt góða frá Bankanum yfir á núverandi eign,því með svona díl tókst mér að sleppa við að taka nýtt lán með þeim kostnaði sem slíkt ber.

En til að gera langa sögu stutta vil ég í þessu árferði sem við búum við og þessum efnahagsmálefnum okkar sem tíðkast ekki víða hvernig staðan á þessu láni var fyrir mánuði síðan og svo hvernig hún er nú,og ég veit að svona er þetta um allt land(hjá þeim sem auðvitað skulda í húsum sínum).

Ok hér hef ég gjaldseðil 15.mai 2008 þá kemur upp á seðli mínum eftirstöðvar með verðb.eftir greiðslu kr:9.341.136,00 gott og vel lítum síðan á seðilinn sem kemur mánuði síðar hann er eftirstöðvar með verðb.eftir greiðslu kr:9.650.545,00 sem sagt 15.júní hefur þó ég borgi rúmar 42.000 þús hækkað um rúm 300.000 þúsund krónur.

Þetta er staðan sem við lifum við og ég ætla ekkert að vorkenna mér neitt ég hef ágætislaun,en fyrir vikið vorkenni ég bönkum ekki baun í bala,og mig breytir engu um hvort þeir fari á hausinn eða ekki.Því ég veit að margt ungt fólk er að fara á hausinn og þeim er ekkert hjálpað neitt af ríkinu og bönkunum svo því ætti fólkið að bjarga þá bönkum.Svo vil ég taka fram að mikið af fólki tók erlend lán sem síðan féllu um 30% og þá urðu 20 milljónir að 26 milljónum á einum mánuði.Gott að hafa Íslenska krónu eða þannig.

Svo ekki sé talað um bílalánin okkar sem hafa hækkað mikið einnig og matvara olía og svo má lengi telja enda verðbólga ein 14 % og stýrivextir 15,5 % og allt verðtryggt.Jesú kristur segi ég bara svei mér þá.

Svo kannski fáið þið smá innsýn í afhverju ég vil ganga í ESB og hvers vegna ég er ekkert voða stoltur af þessari krónu okkar,því með henni eigum við ekki sjens í helv.........Svo erum við alltaf að tala um miðin okkar,ég veit ekki betur en að við þurfum að versla kílóið af fiski úr búð á yfir 1000 kr.svo hvaða máli skiptir það mig hver mun veiða hann því ekki fæ ég af honum krónu og hef aldrei fengið.

Vonandi hefur þessi pistill fengið ykkur til að hugsa smá og þið farið að reikna og þegar maður vaknar af blundinum,er best að afpanta ferðina út og nota peninginn til að borga höfuðstól.

Lifið heil.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Mikið er ég sammála þér.

Ég er samt stoltur af íslensku krónunni, en á meðan einhverjir útbrunnir stjórnmálamenn eru látnir stjórna seðlabankanum og þeir hafa sýnt það að þeir hafa hvorki getu né dug til að höndla störfin sín. Þess vegna vil ég ganga í ESB.

Mummi Guð, 16.6.2008 kl. 19:37

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

ESB er engin lausn, þar þarf að fórna sjálfstæði landsins fyrir evru sem er einfaldlega alltof stór fórn.

En gjaldmiðillinn er okkar veikleiki og þessvegna mætti athuga með annan gjaldmiðil einsog t.d. norsku krónuna sem hefur afar sterkan seðlabanka að baki. Ég er á þvi að íslendingar ættu að vinna mun meira með norðmönnum á alþjóðavettvangi því að okkar hagsmunir fara saman. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 16.6.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Það má vel skoða þá tillögu Guðrún,enda tölum við öll gamle norsk eða þannig.

Já kannski var ég fullharður með Íslensku krónuna,en að láta hana fljóta gengur engann veginn upp,og það þarf að skoða þessi mál strax ekki einhverntíma í framtíðinni.

Ég vona svo sannarlega að stjórnvöld fari að hisja upp brækur sínar og gera eitthvað annað en að bíða og sjá.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 16.6.2008 kl. 20:16

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

..þess vegna er ég að undirbúa flutning Úlfar! Einmitt út af þessu reiknisdæmi. Einfalt, satt og ekkert flókið!

Prófaðu síðan að fara með afsal og útskrift úr bankanum þínum og sína banka í öðru norðurlandi! Ég gerði það 1988 út í Svíþjóð vegna íbúðar sem ég átti á Skeljagranda.

Bankastjórinn spurði hvort væri búið að ná þessum mönnum! Hann gerði fastlega ráð fyrir að þarna væru svikahrappar á ferðinni...í alvöru! Þannig las hann tölurnar og gat ekki látið sér detta neitt annað í hug... 

Óskar Arnórsson, 17.6.2008 kl. 00:41

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það er kannski það eina rétta,að gera bara bless á þetta

Birna Dúadóttir, 17.6.2008 kl. 20:40

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Indislegt alveg hreint,í dag miðvikudaginn 18/6 lækkaði gengið um rúm 3% svo fyrir vikið hækkar sennilega olía og neysluvörur töluvert á næstunni,og verðbólgan heldur áfram að stíga.

Geir H ef þú lest þetta óska ég eftir svari um hvað stjórn þessa lands ætlar að gera fyrir þegna sína.Geir skelltu bara inn athugasemd hérna og ég skal koma henni til skila.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 18.6.2008 kl. 16:36

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn.

Hver er nú með þrumugný? Fyrri hlutinn af færslunni  er sannleikanum samkvæmt en svo komu þrumur og eldingar og ég varð skelfingu lostin. LÍTIÐ HJARTA HÉRNA MEGIN GREINILEGA.

Sálmarnir 37:25

Ungur var ég og gamall er ég orðinn, en aldrei sá ég réttlátan mann yfirgefinn né niðja hans biðja sér matar.

Munum að Jesús Kristur berst fyrir okkur.

Komin heim.

Guðs blessun og góðar kveðjur

RÓSA ÞRUMUGNÝR

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.6.2008 kl. 23:41

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þó seint sé langar mig að koma með athugasemd við fróðlega færslu hjá þér, Úlli. Ég get sagt mjög svipaða sögu af mínum lánamálum eins og eflaust flestir sem lesa þetta eða skrifa athugasemdir.

Það sem gerist út af verðbólgunni, sem er ekkert annað en birtingarmynd okurs og fjármálabrasks fégráðugra manna, er að verðtryggðu lánin með veðum í fasteignum okkar hækka.

Í rauninni eru verðbætur, vextir á verðbætur, verðbætur á vexti og allur sá snjóbolti ekkert annað en reikningurinn, sem sendur er heimilunum í landinu, fyrir kostnaðinum sem hlýst af verðbólgunni.

Sem dæmi má nefna þá er verðbólgan í dag rúm 12%, hærri að sumra áliti. Þó hún myndi lækka um helming strax á morgun þá hækkar þessi verðbólga í dag höfuðstólinn af 10 milljón kr. láni um fleiri hundruð þúsundir. Við næstu afborgun er lántakandinn þannig að greiða af hærri höfuðstól og aftur hækkar höfuðstóllinn við næstu mánaðarmót.

Svo ég reyni að einfalda þetta þá gjöldum við fyrir háa verðbólgu í dag næstu 20-40 árin, eftir því hvað lánstíminn er langur. Þeir sem eru að borga af bíla- eða húsnæðislánum eru í raun að greiða niður verðbólguna fyrir þjóðarbúið, aðallega til að fjárbraskarar geti safnað spiki.

Hinsvegar er ég ekki viss um að aðild að ESB lagi ástandið. Blýantanögurum í Brussel er alveg sama um okkur, vita ekki einu sinni margir hverjir að Ísland sé á landakortinu.

PS Þeir sem taka 10 millj. kr. lán í dag með 6% vöxtum til 40 ára koma til með að greiða 630 milljónir allan lánstímann, miðað við óbreytta verðbólgu! Skoðið dæmið í reiknivélum bankanna ef þið trúið mér ekki.

PPS Úlli, fæ ég vinnu á greiningardeildinni?

Theódór Norðkvist, 23.6.2008 kl. 02:54

9 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Teddi það er alltaf pláss á greiningadeild Úlla fyrir menn sem kunna að reikna svo sannarlega,en við vinnum auðvitað kauplaust fyrir almannaheill.

Já ég veit að þetta er rétt hjá þér og ég trúi þér alveg því ég hef sjálfur verið að reikna og reikna og fæ alltaf sömu slæmu útkomuna.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 23.6.2008 kl. 18:53

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ánægjan er næg laun að þessu sinni.

Bestu kveðjur, T.N.

PS Vil endilega benda á þessa úttekt hjá dv.is. Þar kemur fram að ef ríkissjóður tekur 500 milljarða lán til að verja krónuna falli má búast við að kostnaðurinn verði a.m.k. 64.000 kr. fyrir hvern Íslending á ári í vaxtakostnað. Hliðstæð frétt hér.

Theódór Norðkvist, 23.6.2008 kl. 23:46

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir strákar.

Mikið eruð þið góðir: "en við vinnum auðvitað kauplaust fyrir almannaheill."

Hvernig væri að yfirstéttarfólkið tæki ykkur til fyrirmyndar. Það myndi bjarga miklu.

Guð veri með ykkur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.6.2008 kl. 00:46

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Takk fyrir hlý orð, Rósa.

Theódór Norðkvist, 24.6.2008 kl. 09:24

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fínir útreikningar hjá greiningardeildinni og hárréttir líka. 630 milljónir fyrir 10! Það er þess vegna sem bankarnir eru blankir!

Þessir menn sem ráða eru orðnir snar hringlandi vitlausir! Það er ekki hægt að taka þetta óníta fjármálakerfi alvarlega lengur. Ekki frekar enn mennina sem standa á bak við það...

Óskar Arnórsson, 24.6.2008 kl. 10:05

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vextir og verðbætur eru áttunda veraldarundrið, segja sumir. Í 6% verðbólgu er maður að greiða tæpar 100 milljónir á 40 árum, miðað við núverandi 5,55% vexti Íbúðalánasjóðs. Þykir sumum það alveg nóg, en þessi tvö dæmi sýna vel hvað snjóboltaáhrif verðbótanna eru rosaleg í hárri verðbólgu.

Ég vil meina að verðtryggingin sé ein stærsta svikamylla sem fundin hefur verið upp.

Theódór Norðkvist, 24.6.2008 kl. 15:56

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Verðtrygging er ólögleg og hefur alltaf verið...

Óskar Arnórsson, 24.6.2008 kl. 16:25

16 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Takk fyrir innlegg ykkar allra,já piltar mínir þó gott sé að búa á Íslandi fyrir hversu land er hreint og fallegt.

Og auðvitað yndislegt fólk svo öllu vafna,þá segi ég oft að ég búi í helvíti og þá á ég við efnahagslegu helvíti,ég er hjartalega sammála ykkur félögum með verðtrygginguna hún er hreinasta svívirða og á sér engar málsbætur lengur og sennilega eins og Óskar segir aldrei haft.

Ég ber mig auðvitað vel,þó best væri bara að selja allt og ferðast í svona 2-3 ár um heiminn fyrir peninginn.Því ég tel að með vinnu 60 tíma á viku næstu 3 ár standi ég þá bara í sömusporum hvort heldur ég gerði.

Sem sagt eignalaus og verðbólgan og verðtryggingin búin að éta upp eignir mínar og svo ef ég færi að skoða heiminn,búinn að eiða þessum peningum öllum í mig og hafa gaman af.

Svo stundum spyr ég sjálfan mig er ekki bara best að standa upp strax og segja ekki meir,ég er búinn að fá nóg.

Við sjáum hvað setur enginn veit sína æfi fyrr en öll er.

Lifið heil.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 24.6.2008 kl. 19:32

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er einmitt málið, Úlli. Ég held að margir sem borga tugi og hundruð þúsunda hver mánaðarmót og sjá lánin bara hækka velti fyrir sér hvort einhver tilgangur sé með þessu striti.

Heimsferð er nú ekki ofarlega á hugmyndalistanum hjá mér, en hef oft velt því fyrir mér hvort það væri ekki réttast að flytja til annars lands, starfa þar og þroskast og nýta þau fáu ár sem eftir eru við fulla starfsorku þar. Við yngjumst víst ekki, Úlli, allavega ekki ég, þó þú sér alltaf eins og unglamb.

Ég held að í flestum nágrannalöndum okkar þurfi menn ekki að strita fram á grafarbakkann til þess eins að koma ferköntuðum kassa yfir höfuðið. Þess vegna getur verið sniðugt að eyða betri árum ævinnar erlendis, þar sem allur ávöxtur erfiðis fólks er ekki étinn upp í allskyns sukki og sóun, bankastjóra, sendiherra og fleiri slíkra hópa af áskrifendum að laununum sínum.

Theódór Norðkvist, 24.6.2008 kl. 22:08

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vil bæta einu við, að þeir sem búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu, Rvk, Hafnarfj, Garðabæ, Mosf.bæ, Seltj.nesi þurfa að búa við tvöfalt hærra húsnæðisverð en lengra frá höfuðborginni. Veit að mínir ættingjar þar eru margir mjög plagaðir.

Theódór Norðkvist, 24.6.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband