Þegar loksins tími kemur til að slappa af.

Nú er að koma að því að ég fái mitt langþráða frí,Systir mín elskaða og hennar maki og börn koma til landsins á miðvikudag.Ég tek að þessu sinni 3 vikur í frí og munum við ég og börn mín ætla að eyða viku af þessum tíma fyrir norðan á Akureyri.Að öðruleyti hefur ekkert verið planað,að vísu á ég síðan bara von á því að slappa af og renna í svona skottúra eitthvað með börnin mín.

Málið er að ég er búinn að ofgera mér undanfarið í vinnu og aukavinnu,og ég virðist hafa lag á að koma mér oft í svona stöðu,að finna ekki tíma fyrir tómstundir.Stundum er ég farinn að halda að vinna sé mitt mesta hobbí(eins bilað og það nú er).Geymslur mínar og bílskúr eru fullar af veiðistöngum flugustöngum,golfsetti keilukúlu Harley mótorhjóli og allskonar svona dóti sem síðan safnar bara ryki.

Það er svo skrítið að ég leggji mikið á mig svo ég nú geti veitt mér allskonar munað,en síðan bara verður enginn tími eftir til að notast við þetta drals.Hér og nú er ég að skrifa þetta af heiðarleika til að skoða sjálf mitt,ég verð stundum svo blindur á mig og hvernig persóna ég er og á hverju ég þrífst best og hversvegna svo er .

Ég hef mjög gaman af fólki og að skoða fólk,drekk oft í mig allskonar stúderingar sem enginn virðist vera neitt að pæla í.Svo er nú eitt með þetta blessaða frí verð ég ekki bara glaðvaknaður alla morgna kl 6 og bíð svo eftir að hinir vakni,ég er alltaf að segja við sjálfan mig að ég ætli sko að sofa út þá loks að ég sé ekki að vinna.Það bara gerist svo sjaldan ég sofi eitthvað út næ þessu 6 tíma beit og bang glaðvaknaður.

Sennilega verð ég bara að æfa mig í þessu eins og öðru,og þá kannski kemur þetta einn daginn hjá mér að hreinlega kunna að eiga frí og gera bara ekki neitt.En þið sem lesið þá er þessi færsla ekki um neitt nema bull hjá mér,svo mér gangi kannski betur í fríi mínu að hafa það gott.

Lifið heil og gangið hægt um gleðinnar dyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

summer summertime summers season seasons sun sunny sunshine sunshines

Sæll Úlli minn.

Gaman hjá þér að fara í sumarfrí og það er kúl að fara til Akureyrar í sólina og

slappa af með fjölskyldunni. Það væri nú fyndið ef ég færi til Akureyrar og myndi óvart hitta þig á Glerártorgi.

Mér datt í hug smá grín þegar þú varst að lýsa fyrir okkur bloggvinum þínum með að vakna eins og venjulega sex á morgnanna þó svo að þú sért í fríi. Orðið í Biblíunni um sofa ögn enn, blunda ögn enn passar ekki við þig. Það er í Orðskv. 6: 10. Góða skemmtun að lesa og hugsaðu um mig letingjann sem nenni ekki á fætur. Lýst ekkert á þetta orð fyrir mig. Ég er greinilega ekki réttu megin í lífinu eins og þú.  Guð sér um sína eða þannig....

Vona að ég sé búin með blogghringinn núna.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.7.2008 kl. 14:54

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já og í framhaldi kemur,Þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningi og skorturinn eins og vopnaður maður.

Já það er margt sniðugt hægt að lesa í orðinu góða.

Ég þakka þér innlitið Rósa og megi helgin verða þér góð,manstu hvað ég sagði þér um að góða veðrið kæmi til þín í Júlí,já guð sér um sína.Hehehehe

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.7.2008 kl. 19:00

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Enginn afslöppun hér Úlli! bara að pakka og pakka! Takk fyrir pistilinn og heimsóknina. Hlakka til að komast "heim"..Rósa heldur að hún sé ekki réttu megin í lífinu! Mig langar að verða jákvæð eins og hún. Enn það verður líklegast æfistarf að ná svoleiðis árangri.

Ég ætla að pakka fram á rauða nótt og svo er ég ákveðin í að fara í hressandi fýlu og reiðiskast rétt fyrir hádegi á morgun. Þá ætla ég að gera eina færslu, bara um eitthvað..

Óskar Arnórsson, 5.7.2008 kl. 21:20

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn.

Vonandi kemur sumarið nú í júlí eins og þú hefur sagt.  Hitti tvær konur inní búð í dag sem voru nú að vona að við fengjum sól og hita og þær voru svo bjartsýnar ef ég myndi tala um þetta við himnaföðurinn myndi koma sumar. Þvílík bjartsýni.  

Óskar minn, það er ekkert skrýtið að þú skiljir ekki bullið í mér en það er veðrið sem ég meina. Þið eruð allavega réttu megin á Íslandi uppá veðrið og það var ég að bulla um. Síðan ég kom heim frá Reykjavík og Akureyri hefur snjóað í fjöll og oft verið mjög kalt og núna þegar veður batnar þá liggur þokan hér við sjóinn út af loftkuldanum og oft þarf ekki að fara nema fáa kílómetra inní land til að komast í sól.

Kær kveðja og Guðs blessun/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.7.2008 kl. 00:07

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

það væri nú ljóta leiðinda lífið ef maður fengi ekki að bulla svolítið. Ég bulla út í eitt þegar ég vil. já Rósa mín. þú heldur að ég sé réttu megin á íslandi!

Þér að segja líður mér eins og ég sé vitlausu megin á hnettinum. kannski á röngum hnetti! Hver veit nema sá sem ALLT veit. Alla vega veit ég ekki mikið...

Óskar Arnórsson, 6.7.2008 kl. 00:58

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég gæti bara ekki verið meira sammála ykkur hér,með bullið sko.Það er alveg sérgrein hjá mér að bulla,ég get steypt svo mikið stundum að það væri hægt að gera höll úr steypunni.Svo malbika ég líka alveg helling,þeir eru að verða komnir hringinn loks í malbikinu(þeir hafa líka fengið helling lánað hjá mér).

Annars af öðru en bulli,þá sé ég að við erum öll í ljómandi farvegi og munum sennilega uppskera ríkulega fyrr en varir.

Takk kærlega fyrir ykkar innlegg Óskar og Rósa.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 6.7.2008 kl. 10:12

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvenær skellirðu þér norður í sæluna,ég er á leiðinni þangað fljótlega?

Birna Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 12:15

8 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sæl Birna mín ég verð kominn þangað 11 júlí,og hreinlega get ekki orðið beðið ég ætla meira að segja að hafa gott veður meðferðis ég var búinn að lofa Rósu því heheheeh.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 6.7.2008 kl. 14:44

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Skelltu smá sól í umslag og gríptu með þér

Birna Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 15:59

10 Smámynd: Linda

Góða ferð og skemmtun Úlli, það er frábært að vita til þess að þú ætlir að taka þér almennilegt frí, verður bara gott fyrir þig.  Þegar þú kemur frá Akó þá getur þú notað veiðastangirnar við tækifæri t.d. þingavallavatni, veiðileyfið á silung er innan við 1000 kall á stöng ég held að það gæti verið 700kr.  Hvað sem þú gerir hafðu það bara gott.

knús

Linda, 6.7.2008 kl. 17:34

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl öll enn og aftur.

Alveg er ég viss um ef Úlli kemur með sólina til okkar að hann verður kosinn  maður ársins  fyrir vikið hér á Vopnafirði.  Svo þegar hann fer aftur heim suður með sjó verður rigning og fjör þar en við í sólinni sem hann færði okkur.  Rigning er besta veðrið ef farið verður í veiðitúr á Þingvelli eða er það ekki?

Annars er spáin þannig að veðrið mun  breytast á fimmtudaginn og vona ég að það gangi eftir allt sem undan er gengið, snjó, rigningu þoku, kulda og trekk. Mætti það ganga eftir áður en við pöntum öll farmiða í sólina við Miðjarðarhaf og þá bara aðra leiðina.

Vona að fleiri komi hér og haldi áfram að steypa og leggja malbik. Ekki veitir af hérna á Vopnafjarðarheiði allavega.

Guð blessi ykkur öll.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.7.2008 kl. 11:20

12 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Sæll Heiðursmaður  Það er ekkert að því að vakna snemma. Bara gera það sem er skemmtilegt þegar maður er í fríi og breyta til. Þú vinnur of mikið það er sko alveg satt. Maður hefur ekki séð þig í margar vikur  En hafðu það sem allra best. Sjáumst svo í næsta stríði hehe

Kristín Jóhannesdóttir, 8.7.2008 kl. 19:53

13 Smámynd: Mummi Guð

Hafðu það sem best í fríinu þínu.

Mummi Guð, 8.7.2008 kl. 22:00

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn. Horfði á veðurfréttir í kvöld. Leist nú ekki á veðurspána.

Ennþá gerast kraftaverk.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.7.2008 kl. 22:08

15 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Jæja þá erum við komin heim úr ferðinni góðu norður á Akureyri,veðrið mátti kannski vera betra en mér tókst nú samt að ná mér í smá lit á leðrið síðustu 2 dagana.Það má auðvitað þakka börnum mínum fyrir það sem dróu kallinn í sund alla dagana sem við vorum þarna.

Og hvað haldið þið að hafi verið það fyrsta þegar heim var komið,tekið úr bínum og beint í sund,var síðan sniðugur og við fórum að borða á kfc.Í kveld mun ég lauma mér á fund þegar börnin eru komin í rúm,ég hef ekki farið í rúma viku á fund og það er bara of mikið fyrir kallinn mig.

Samt það er gott að vera kominn heim,systir mín og bróðir eru hér líka og munum við reyna eiga saman góða helgi áður en bró fer norður og sys vestur um haf.Lifið heil öll sömul og guð veri með ykkur.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 18.7.2008 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband