Jæja þá koma mínar blessanir.

Fyrir skemmstu fékk ég áskorun frá góð bloggvinkonu minni Lindu að skrifa um 10 blessanir í lífi mínu,og auðvitað eins og sönnum manni sæmir mun ég ekki skorast undan :) .

 

1.Börn mín tvö,ég er svo lánsamur að eiga bæði dóttur og son.

2.Trúa og trausta vini og fjölskyldu,sem enn hafa ekki gefist upp á mér(ég er svo sérvitur víst).

3.Heilsa mér verður sjaldan misdægur (nú ef er þá er það venjulega geðið sem klikkar).

4.Trú mín ég væri löngu búinn að missa það ef ég hefði ekki mína skrítnu trú.

5.Foreldrar og syskini þau eru við nokkuð góða heilsu og enginn farinn enn yfir móðuna miklu.

6.Stundvísi ég læt sjaldan bíða eftir mér sjálfur þoli ég ekki að bíða(óþolinmæði).

7.Dugnaður ég hef farið í gegn um allt lífið á dugnaði fremur en gáfum.

8.Ósérhlífni nú ef ég get ekki lagt á mig erfiði get ég ekki ætlast þess af öðrum.

9.Dýrin mín eða þau sem búa hjá mér vegna barna minna 2 kettir og fiskur voru 2 fyrir skemmstu.

10.allt hið veraldlega sem ég hef ekki enn miss,það gæti reyndar breyst á næstunni.Húsið mitt bíllinn Hallinn minn og svona ýmislegt drasl sem mér þykir raunar vænt um og vill helst eiga áfram.

Bestu kveðjur Úlfurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Kær kveðja til þínRauðhetta

Birna Dúadóttir, 27.10.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Mér sýnist þú eiga margar góðar blessanir í þessu lífi sem í rauninni eru ekki að kosta mikið, nema þinn heiðarleika. Njóttu þess. Þú ert frábær.

kveðja Kristín

Kristín Jóhannesdóttir, 28.10.2008 kl. 08:44

3 Smámynd: Linda

Sæll kæri vinur, var ekki heima þegar þú hringdir um helgina, var aldrei þessu vant á flakki og í heimsóknum, já láttu ekki líða yfir þig hehehe.

Þakka þér fyrir að taka þátt í þessu að telja blessanir, það er svo mikilvægt á þessum tímum, að finna það jákvæða í okkar lífi.

Guð blessi þig og geymi Úlfurinn minn, ég er ekki hissa að fjölskilda skulu vera svona ofarlega hjá þér, enda eðli úlfsins.  Takk fyrir vina tryggðina.

bk.

Linda.

Linda, 28.10.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góður listi hjá þér, Úlli. Þú hefur jákvætt viðhorf til lífsins, það varð mér ljóst af okkar stuttu kynnum fyrir vestan fyrir ótal mörgum árum.

Já og ánægjulegt að þú sért búinn að endurvekja greiningardeildina.

Theódór Norðkvist, 29.10.2008 kl. 11:57

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Úlli minn.

Frábært hjá þér.

Mundu: Guð sér um sína.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.10.2008 kl. 14:01

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Takk fyrir athugasemdirnar ykkar kæru vinir,mér leist reyndar ekkert á fyrst þegar Linda skoraði á mig uffffff blessanir.Og svona ykkur að segja maður eins og ég sem alltaf er að rýna í tölur og þróun og hvert stefnir,ég var ekki að sjá hvað ég ætti að vera þakklátur fyrir.

En síðan þegar ég byrjaði að skoða og sjá,þá bara hefði ég vel getað talið upp 15 jafnvel fleiri og þetta var bara hreinlega hressandi viðfangsefni satt að segja.

Já það er ekkert að óttast ég hef fengið svona bréf eins og margir Íslendingar eru að fá þessa dagana um að það verði að segja upp öllum starfsmönnum,en eins og ég er vanur að segja Guð sér um sína.

Kærar kveðjur Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.10.2008 kl. 19:03

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú átt alla mína samúð Úlli, ég af öllum skil hvað þú ert að ganga í gegnum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.10.2008 kl. 17:40

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Mikið eru þetta leiðinlegar fréttir um vinnumissinn Úlli minn, Guð sér um sína einsog þú segir, og nú er ástæða til örlítillrar bjartsýni þar sem Norðmenn eru opnir fyrir myntbandalagi við okkur, það ætti að styrkja stöðu okkar verulega.

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.10.2008 kl. 20:43

9 identicon

Sæll og blessaður Úlli!!
Mikið er gott að þú bregðist við þessari frábæru hugmynd hennar Lindu.
Mikilvægt að muna að maður hefur það ótrúlega gott í annars slæmri þjóðfélagsstöðu.

Svo vil ég svo innilega votta þér samúð mína með að hafa misst vinnuna - svo erfitt að lenda í svona þegar maður hefur ekki valið sjálfur að hætta í vinnunni - þetta er svo mikill hluti af öllum kringumstæðum manns.

En ég er sannfærð um að Guð mun leiða þig í jafngóða eða betri vinnu - hvort sem það verður á sama stað eða annars staðar!!! Því Guð elskar þegar við reynum að gera okkar besta í öllum kringumstæðum - svo ég trúi innilega að þú eigir eftir að standa upp sem þvílíkur sigurvegari í þessum kringumstæðum.0

Eins og Guðsteinn Haukur - sem er þvílíkt að rúlla þessu öllu upp þrátt fyrir að staðan hafi virkað slæm í byrjun!!!

Jahá - við eigum sko algóðan Guð Úlli minn!!!

                          HALLELÚJA!!!

Ása (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:59

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Úlli þú finnur vinnu.

Theódór Norðkvist, 31.10.2008 kl. 09:58

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Glitter Graphics

Glitter Weekend Graphics

Sæll Úlli minn.

Leitt að heyra með uppsögnina. Ási bróðir minn er líka búinn að fá uppsögn en hann er smiður. Fullt af peningum til núna til að kaupa pappír og umslög fyrir uppsagnarbréfin.

" Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn,

lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.

Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein,

leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn.

Hann mettar þig gæðum, þú yngist upp sem örninn.

Drottinn fremur réttlæti og veitir rétt öllum kúguðum.

Hann gjörði Móse vegu sína kunna og Ísraelsbörnum stórvirki sín.

Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur.

Hann þreytir eigi deilur um aldur og er eigi eilíflega reiður.

Hann hefir eigi breytt við oss eftir syndum vorum og eigi goldið oss eftir misgjörðum vorum,

heldur svo hár sem himinninn er yfir jörðunni, svo voldug er miskunn hans við þá er óttast hann.

Svo langt sem austrið er frá vestrinu, svo langt hefir hann fjarlægt afbrot vor frá oss.

Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefir Drottinn sýnt miskunn þeim er óttast hann.

Því að hann þekkir eðli vort, minnist þess að vér erum mold.

Dagar mannsins eru sem grasið, hann blómgast sem blómið á mörkinni,

þegar vindur blæs á hann er hann horfinn, og staður hans þekkir hann ekki framar.

En miskunn Drottins við þá er óttast hann varir frá eilífð til eilífðar, og réttlæti hans nær til barnabarnanna,

þeirra er varðveita sáttmála hans og muna að breyta eftir boðum hans.

Drottinn hefir reist hásæti sitt á himnum, og konungdómur hans drottnar yfir alheimi.

Lofið Drottin, þér englar hans, þér voldugu hetjur, er framkvæmið boð hans, er þér heyrið hljóminn af orði hans.

Lofið Drottin, allar hersveitir hans, þjónar hans, er framkvæmið vilja hans.

Lofið Drottin, öll verk hans, á hverjum stað í ríki hans. Lofa þú Drottin, sála mín." Sálmur 103.

Megi almátugur Guð blessa þig og varðveita

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.10.2008 kl. 12:55

12 Smámynd: Mummi Guð

Leitt að heyra Úlli að þú sért búinn að missa vinnuna, en ef ég þekki þig rétt þá verður þú kominn með vinnu fljótlega. Það fer væntanlega að losna feitt djobb í seðlabankanum og þú ert hæfarinn en karlinn sem er þar núna.

Annars er alltaf gott að finna það jákvæða í lífinu eina og þú gerir í þessari færslu.

Mummi Guð, 1.11.2008 kl. 23:49

13 identicon

Sæll Úlli minn.

Ég vil þakka þér fyrir góða færslu Úlli minn.

Þú átt  líka samúð mína alla í því ferli sem að þú gengur í gegn um.

Ég trúi því að allir hlutir eigi eftir að lagast með tímanum. Vertu tilbúinn þegar þinn tími kemur.

Kærleikskveðjur

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 04:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband