Það fór lítið fyrir

jólakorta skrifum mínum þetta árið.Ég veit ekki hvort kalla megi þetta leti og vegna anna afsökun fyrir að setjast ekki niður í þennann klukkutíma eða tvo.

Við hér þar sem ég starfa ákváðum að vinna af okkur dagana milli jóla og nýárs og höfum því unnið laugardaga í des,og því hefur kannski verið minni tími fyrir það sem ég vill vera búinn að gera fyrir jól.

Svo til að gera langa sögu styttri óska ég öllum bloggurum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári,megi það færa okkur betri tíð en árið sem brátt líður undir lok.

Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Takk sömuleiðis. Þú ert maður sem gaman er að þekkja.  Megi guð gefa þér og þínum Gleðileg jól og farsældar á komandi ári. Hlakka til að hitta þig á nýju ári.  Kveðja. Kristín

Kristín Jóhannesdóttir, 20.12.2008 kl. 17:49

3 Smámynd: Linda

Linda, 20.12.2008 kl. 21:31

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Takk elskurnar ég fer bara hjá mér Kístín við að lesa athugasemdina,og ég vil þakka ykkur stelpur fyrir að vera partur af lífi mínu þetta ár,það hefði sko verið þungbærra ef ég hefði ekki notað ykkar við svona til að summa sálina í ballance.

Svo finnst mér svo gaman hvað ég fæ oft comment frá kvenkynsbloggvinum mínum,við strákarnir hugsum hlutina oft bara öðruvísi og þá er gott að fá þennann kvenlega vínkil sem ég vil oft gleyma.

Gangi ykkur allt í haginn með jólaundirbúninginn og munum hverjum við fögnum á þessum tímamótun,megi góður guð vera með okkur um jólin og færa okkur gleði og frið.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.12.2008 kl. 22:07

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Gleðilega Jólahátið Úlli minn og takk fyrir samverustundirnar á árinu.Þú ert maður sem gott er að þekkja

Birna Dúadóttir, 21.12.2008 kl. 19:53

6 Smámynd: Mummi Guð

Gleðileg Jól Úlli. Við sjáumst kannski á árlegum göngutúr á Hafnargötunni á þorláksmessu.

Mummi Guð, 21.12.2008 kl. 22:57

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Óska þér og þínu fólki gleðilegra jóla og ánægjulegs komandi árs.

Theódór Norðkvist, 23.12.2008 kl. 18:48

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Elsku Úlli minn

Ég setti inn mynd þegar þú birtir pistilinn þinn en ég ætlaði að skrifa nokkrar línur nær jólum.

Guð gefi þér og þínum

Gleðileg Jól og farsæld um ókomin ár.

Þakka þér fyrir að vera frábær og traustur vinur.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.12.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband