Mikið gladdist ég þegar ég heyrði

af þessum úrslitum,ég get sko sagt ykkur að ég hef svo oft undanfarin ár verið svekktur.Mál er að Aston Villa voru frægir fyrir að missa niður sigra í jafntefl,og oftast einmitt í framlengingu í blálokin.

En þetta tímabil hafa mínir menn í Villa haft meiri trú á getu sína,og hreinlega bara vita orðið að þeir geta unnið hvaða lið sem er í deildinni.Og það er akkurat lykilinn að hafa trú á að leikur er ekki búinn fyrr en flautan gellur og hver sókn getur skilað marki.

Svo er nú ekki verra að ég kláraði jólagjafalistann að einni undanskilinni,það er lítið mál að redda þeirri gjöf á heima slóðum,og það mun víst vera hefð fyrir því að ég gef Móður minni ávallt einhverja góða bók eftir einhvern eða einhverja af okkar frábæru Íslensku höfundum.En ég ætla að bíða með þau kaup þegar ég verð með börn mín aðrahelgi og við förum saman að kaupa fyrir Mömmu þeirra og Ömmu.

Lifið heil og munum að örfa og hjálpa hvert öðru,svo jólin okkar Íslendinga verði friðsöm og gleðileg þetta viðburðaríka ár 2008.


mbl.is Ótrúlegur sigur Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Úlli minn.

Þetta eins og svo margt annað,og það  er að gefast ekki upp.............horfa alltaf framávið og upp.

Boltakveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 21:28

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góður

Birna Dúadóttir, 7.12.2008 kl. 23:12

3 Smámynd: Mummi Guð

Ég horfði á lokamínúturnar í leiknum í dag og vá hvað þetta var magnaðar lokasekúndur hjá þínum mönnum.

Mummi Guð, 7.12.2008 kl. 23:53

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn.

Til hamingju með sigur þinna manna. Mínir menn Manchester Unieted eru nú samt 3 stigum yfir þínum.

Guð sér um sína.

Vertu Guði falinn.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.12.2008 kl. 00:36

5 Smámynd: Linda

Vei, Vei og húrra fyrir þínum mönnum.  Ég hef ekkert vit á þessu, en samgleðst þér vitanlega.

bk.

Linda

ps. Jólasnjór í RVK.

Linda, 8.12.2008 kl. 12:31

6 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Gott gott en mínir menn eru efstir þessa dagana  . Röskur ertu með jólagjafirnar. ÉG er ekki búin að kaupa eina einustu en það er vegna þess að ég hef ekki treyst mér í leiðangur ennþá. En löppin er öll að koma til þótt ég geti ekki hlaupið alveg strax. Þú ert frábær.

Kristín Jóhannesdóttir, 9.12.2008 kl. 20:33

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Til hamingju með sigurinn!  Ég kann ekkert í þessum fræðum. Horfi stundum á fótbolta, enn veit ekkert hvað liðin heita. Bara stundum gaman að horfa á fótbolta spilaðan.

Engar jólagjafir hér. Það eru engin jól. Enda árið er 2552 þannig að þessi siður verður kanski í burtu þegar kemur að því dagatali í Evrópu. 'eg ætla samt að gerða svona purusteik. Þau hafa aldreu séð purusteik, og nóg er hráefnið.

hehe..sry, ég hló soldið að þessu með löppina sem Kritín talar um. Ég er enmitt að dröslast með hægri löppina núna út af skurðaðgerð. Ekkert voða stór, enn nóg til að gera mann draghaltann. Mig langar á veiðar og sit tímunum saman á skytteríi. Kemst ekkert nema á skellinöðru.

Treysti mér ekki til að keyra bíl þegar krafturinn er alltaf að bila  í bremsulöppinni! Hér er allt dótið til hægri því það er vinstri umferð.

Ég ætla að búa til jólapakka samt og leyfa þeim bara að skilja ekkert hvað er átt við með þessu....þetta er stórgaman að geta bloggað svona úr framtíðinni inn í fortíðinna árið 2008! ...  

Óskar Arnórsson, 11.12.2008 kl. 15:11

8 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Komið sæl og blessuð,ég þakka ykkur öllum innlitið og ólík innlegg.Auðvitað er það svo að við höfum ólík áhugamál,en það er oft gaman finnst mér að fá viðhorf þrátt fyrir að færslan sé kannski ekkert manns deild.

Þannig er það líka oft á tíðum með lífið,við þurfum ekkert öll að vera sammála til að getað deilt saman skoðunum og stundum bara litlu hæ.

Nú er einmitt tíð hjá mér sem ég reyni að vanda mig betur í samskiptum,og reyni að hrauna ekkert yfir annað fólk þó því finnist eitthvað annað um eitthvað eða mig.Og auðvitað er það oft svo með okkur að við viljum gefa eitthvað mikið og gott,en stundum er bara nóg að sníða stakk eftir vexti og getu,því við skulum muna að það er hugurinn sem skiptir mesti máli þegar við gleðjum ástvini og aðra ekki magnið eða verðmiðinn.

Og spakmæli dagsins er,stundum er dýrmætasta gjöf sem þú gefur öðrum tími samveru og nálægðar.Og það góða við þann tíma sem við höfum aflögu kostar ekkert og hann þarf ekkert að selja heldur.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 11.12.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband