Kjarna kona þarna á ferð

og alveg ljómandi fín ræðumanneskja,það er alveg ljóst með okkur Íslendinga við eigum mikið af hæfu fólki til allskonar verka.Svo það þyrfti enginn að missa sig eitthvað þó kosið yrði fyrir vorið og ný andlit kæmu fram til ábyrða í að laga hér til fyrir Ísland framtíðar.

Ég var reyndar að þrífa og gera hreint,skúra og allur pakkinn með ég hafði opið fyrir sjónvarpið,ég heyrði reyndar flest þó ég kannski horfði ekki á nema ´þegar ég hreinlega fékk gæsahúð á köflum í ræðu hennar (þótti mikið til koma)mikill hugur í þessari ágætu konu.

En svona af sjálfum mér örlítið,ég hef ekkert komist frá því fremur en aðrir að vita að næstu  misserí hérlendis verða ekkert konfekt og sæludagar eitt eða neitt.Ég er þannig gerður að þegar ég er að þrífa og tuskast heimafyrir,þá tekst mér oft að loka hugsunum sem hafa vafist eða snúist í hausnum undanfarið á undan.Ég hef svona verið að spá með lífsskilyrði á næstu misserum,og þær aðgerðir sem væntanlegar framundan og hefur tekist að ná sáttum um af stjórnvöldum hreinlega hugnast mér ekkert sérlega vel,það er bara alls ekki nóg að geta fryst einhver lán og leyfa þeim að safna verðbótum eða gengishækkun,því næstu mánuði mun vera mikil verðbólga og þegar gengið fær flot á ný verður það ekkert til styrkinga fyrst um sinn,og reyndar tel ég um þó nokkuð skeið.

Og þar með verður staða flestra okkar bara mun verri,og illviðráðanlegri en nú þegar er.Og svo er það með mikið af þessum bílum fellihýsum,mótorhjólum og dóti öllu saman,að þó við myndum vilja skila þessu(vegna veðs sem er í hlutnum sem lán hvílir á)eða selja þá er það bara alls ekkert létt næsta árið.Kannski er hægt af stjórnvöldum að stofna eitthvað dæmi þar sem fólk gæti komið með svona stærri hluti,og látið skrá og viðkomandi nefnd reyndi síðan að aðstoða fólk að selja þetta til Útflutnings.

Ég held nefninlega að marga langi að laga greiðslustöðu sína og minnka greiðslubyrði með einhverjum ráðum,en síðan þá eru bara margir í þannig uppnámi að viðkomandi hefur ekki mikla drift og dug til að redda sér,en auðvitað jafnar fólk sig en á meðan þá verðum við að hjálpa hvert öðru eins og kostur er.Ég læt þetta duga að sinni mínir menn í Villa mæta Englandsmeisturum Man U á eftir og ég þarf að sjæna mig smá og næra fyrir átökin,lifið heil.

Bestu kveðjur Úlli.


mbl.is Íslendingar láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður pistill hjá þér, það verða öðruvísi tímar hjá okkur öllum á komandi misserum. En það á reyndar við um mestalla heimsbyggðina.

En við verðum að efna til alþingiskosninga, sem allra fyrst! það tekur náttúrulega sinn tíma að undirbúa þær, það þurfa víst að fara fyrst fram prófkjör og svoleiðis, ég segi fyrir mitt leyti hef ég aldrei haldið tryggð við einhvern sérstakan flokk heldur vil ég geta valið um einstaklinga.

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.11.2008 kl. 22:46

2 identicon

Þessir hommar og kommar voru þeir að gefa skít í Samfylkinguna

Bjarni (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 00:05

3 Smámynd: Linda

flottar pælingar hjá þér.  Við stöndum saman, eins og var sagt á samkomu í kvöld. Ég held að það sé ekki betra heillráð fyrir þjóðina en nákvæmlega það "við stöndum saman".

bk.

Linda. 

Linda, 23.11.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn.

Var á flækingi en kom heim í dag og lagði mig en fékk ekki svefnfrið, sjá athugasemd hjá Lindu.

Gaman að lesa pistilinn þinn. Manni dettur í hug þeir tímar sem eru í nánd þegar enginn getur hvorki keypt né selt þegar þú skrifar um alla bílana, fellihýsin = skuldahalana og mótorhjólin. Margir væru fegnir að geta losnað við eitthvað af þessu til að létta á lánum. Adam var ekki lengi í Paradís

"Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn,

lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.

Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein,

leysir líf þitt frá gröfinni, krýnir þig náð og miskunn.

Hann mettar þig gæðum, þú yngist upp sem örninn." Sálm. 103: 1.-5.

"Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega, þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér." Jesaja 58:8.

Þessi lorð fékk kona sem var ráðskona hjá okkur þegar ég var barn og unglingur. Hún var búin að vera með fótasár. Hún hafði fengið símhringingu og hún beðin að koma að starfa hjá Samhjálp. Hún fékk þessi orð þar sem hún var að prjóna. hún og vinkona okkar sameiginleg, báðar núna heima hjá Jesú, fóru að leita af þessum orðum í Biblíunni. Ég litaði orðin sem hún fékk.

GUÐ SÉR UM SÍNA. 

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Linda

issss, Rósa var bara að fá sér smá blund, hvað er þetta, það er sko í lagi að að vekja kellu, ég meina ég hafði ekkert heyrt í henni, hélt hún væri dauð jafnvel

hahahah

kv

Linda

ps. er þú lifandi, farin að efast um það sko...

Linda, 26.11.2008 kl. 00:08

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég á eftir 2 mánuði eftir ólifaða fjárhagslega því Glitnir neitar að semja! Þetta eru ekkert stórir peningar og hef ég alltaf borgað eins og klukka.

Ég skráði mig út úr landinu og þá féllu yfirdrættir sem voru 7 milljónir niður i 800 þús. þar sem ég greiddi niður mismuninn. 'eg á leiðinni með þetta til sýslumanns. 

Bankanum er stjórnað af fávitum. Þeir eru með alla mína fjárhagssögu og ætla setja mig í gjaldþrot fyrir 800 þús! 'eg er miklu fljótari að borga lán á Íslandi í Svíþjóð enn á Íslandi! Þeir ætla að eyða 350 - 400 þús  sem það kostar að gera þennan gjörning. Verði þeim að góðu.

Ég ætla að vera með í þessum samtöku sem ætla að hjálpa fólki út úr landinu og koma sér fyrir...þetta er efnahagslegt "tsunami" á Íslandi...

Ég á svo sem eignir, enn er búin að skrifa allt á önnur nöfn.

Óskar Arnórsson, 26.11.2008 kl. 12:50

7 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég þakka ykkur öllum innlitið og athugasemdirnar.Já þetta eru sannarlega undarlegir dagar sem við lifum á hér fróni.

Mér var tildæmis boðinn nýr díll í vinnunni sem var svo lélegur að ég gat ekki annað en hafnað honum,og þar með get ég kysst bless endurráðningu ef ástandið batnaði.Ég er víst bara of stoltur til að láta bjóða mér ekki neitt og sennilega er ég líka bara ekkert hræddur við yfirvaldið né kerfið og stjórnvöld.

Það er kominn tími á að standa upp og segja bara éttann sjálfur.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 26.11.2008 kl. 21:19

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

..ein náskyld mér varð svo reið i bankanum, eldri kona að hún sló deildarstjóran utanundir og labbaði út. Enn hún missir íbúðina samt... undarlegir hlutir að ske á fróni...

Óskar Arnórsson, 26.11.2008 kl. 22:57

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Skelfilegt ástand, en strákar kíkjið á síðuna mína og segið álit ykkar á hugmyndafræðinni minni

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.11.2008 kl. 22:59

10 identicon

Sæll Úlli minn.

Mikið vatn rennur nú til sjávar og er það allt frá sprænum og upp í iðandi Boðaföll og við erum öll með í straumnum EN ef að við höldum okkur við grunngildi Kristinnar fræði,þá er ég ekki í vafa að allt fer vel.

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband