15.4.2007 | 09:43
Já þetta er víst aðferð til að kalla fram dýrið í sér.
Ég skal ekki segja liðþjálfi hvetur mann og þetta er hans sýn biður hermanninn að ímynda sér eitthvað,ekki sama og vera í aðstöðu sem er raunveruleg,ég veit ekki hvað menn hugsa þegar þeir eru í alvöru stríði að þurfa að drepa eða vera drepinn,sennilega gera menn það sem þeir þurfa,ég get ekki séð að þetta myndband sé svo alvarlegt brot að það þurfi að hneykla heiminn eitthvað?
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
![]() |
Myndband veldur hneyksli í þýska hernum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2007 | 11:29
Full of shit.
![]() |
Offitugen fundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2007 | 06:32
Er ekki komin Föstudagur og það 13.
Komið öll sæl og blessuð,rann upp fyrir mér þegar ég sótti póstinn minn á netinu nú í morgun og þegar ég las í 24 stundabókinni góðu að Föstudagurinn 13 væri runninn upp,sem betur fer er ég ekki hjátrúafullur maður,mér barst póstur frá félagi ábyrgra feðra um að þá vanti grafískan hönnuð til að hjálpa með auglýsingar í blöð og helst ef einhver hefur þekkingu væri best að þetta væri sjálfboðavinna ekki eru til miklir peningar í félagi okkar,ef einhver hefur áhuga á skipti vinnu má hafa samband við mig ullia@simnet.is ég kann ýmislegt og get unnið ýmislegt í staðinn fyrir greiðann en ég er ekki tölvunnarfræðingur þó ég geti nú ýmislegt hérna á tölvunni minni,en ég kann að taka til heldinni þegar þess þarf.
Síðan á ég að mæta hjá sýslumanni nú á eftir vegna beiðni Móður barna minna vegna umgengi við börn mín,það er fljótt að ske hjá sýslumanni þegar móðir byður um eitthvað,ég er að hjálpa gömlum vin í svipuðum málum og hann bara bíður og bíður og ekkert gerist þar er þessu öfugt farið krafa komin á móður og þá virðist ekkert liggja á,hvaða jafnrétti er alltaf verið að tala um í þessu þjóðfélagi ég bara spyr,ég er nú bara þannig gerður ég læt ekkert vaða yfir mig,ég hef sama rétt til barna minna og móðir og finnst það sama gilda um aðra menn,sko ef allt er í lagi hjá foreldrum og ekkert ruglið í áfengi og vitleysu þá hafa þau sama rétt,allavegana gef ég ekki þumlung eftir í minni baráttu,og ég þarf enga kennslu í jafnrétti stærðfræði,guðfræði né hvernig lifa eigi lífi sínu,ég þekki sjálfan mig mjög vel hef verið allt mitt líf í sjálfskoðun og speglun hingað og þangað og nú er svo farið að ég kenni orðið fólki ég sponsa fólk og ég reyni að gefa til baka ekki bara taka,ég geri eins og ég get öðrum til hjálpar því með að hjálpa öðrum hjálpa ég mér,svo megum við ekki vera hrædd við tilfinningar okkar við erum öll full af synd og beyskleika sorg og jafnvel reiði vegna ýmsa mála og hvernig við höfum lifað lífinu,en ég get alveg sagt ykkur við erum öll að leyta hamingjunnar sem liggur hvar jú innra með okkur sjálfum og ég er frjáls maður ófeiminn við að dansa leika mér við börn mín,vera glaður stundum líður mér ekki sem best og það er allt í lagi ég hef fullann rétt til að leyfa tilfinningum mínum að koma fram,ég þarf ekkert að segja þegar ég er spurður hvernig hefur þú það(gott)stundum ætti að vera í lagi að segja ekkert spes,en þetta er svona útúrdúr annars líður mér alveg ljómandi enda er ég alltaf að leita leiða til að finna lausnir fyrir vini og vandamenn mest vini auðvitað enda á ég mikið af þeim og það góða þeir hjálpa mér líka á móti,gefa og þiggja ekkert er betra en hreinn kærleikur til manna og dýra,kisunni litlu sem ég fékk um daginn fyrir börn mín líður orðið mjög vel borðar vel og leikur sér endalaust hérna hjá mér enda er þetta heimili líka hennar og á kisa fullann rétt hér hjá mér.
Gangið hægt um gleðinnar dyr um helgina og elskið og virðið hvert annað,þar er stefnt að póker kveldi hjá mér í kvöld eða annað kvöld þá hittumst við nokkrir strákar og spilum og hlustum á góða tónlist spjöllum og bara njótum þess að vera til,svona eins og á að gera lífið er ekki tómur blús það er líka oft glatt á hjalla sérstaklega hjá mér hehehe.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 15:32
Býflugur koma og fara.
Komið öll sæl og blessuð,þegar ég var í húðflúðrinu í gær og var að spjalla við kanann sagði hann mér að næstum allar býflugur séu horfnar í Bandaríkjunum og enginn veit neitt hvað varð um þær skrýtið gæti verið að öll efnin sem eru úðuð á blóm og jurtir séu að hafa áhrif á flugurnar,svo ekki sé talað um rotvarnarefnin öll ég verð að spyrja,hann sagði mér að búgreinin væri hrunin í usa og hvað gerum við þá skildi bara ekki vera að allt sé að fara niður og við erum of sein með allt gróðurhúsa áhrifin og hvað eina og kannski eru bara 60 ár eftir eða mesta lagi 100 ár.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 13:10
He he he
Eðal alveg ljómandi,segið mér svo að allt sé öruggt á netinu.
Virðingfyllst:Úlfar B Aspar.
![]() |
Tölvuþrjótar brutust inn á vefsvæði Vodafone |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 08:03
Eðal húðflúr.
Komið öll sæl og blessuð,þá er ég kominn með húðflúðrið mitt eins og ég vill hafa það,og tókst vel til ég fór hérna í Reykjanesbæ á stofu og er þar nú gestahúðflúðrari frá Bandaríkjunum mjög fær,ég skora á ykkur að skoða verk hans,annars var gærdagurinn mjög fínn ég fór á ráðstefnu samfylkingarinnar um efnahagsmál framtíðarinnar og var það mjög fróðlegt,þó ég sé nú ekki sammála fulltrúa Kaupþing banka um að efnahagt næstu áratugi séu í góðum málum hérna á Íslandi,nú svo prófaði ég eitthvað sem ég hef ekki gert í 17 ár eða svo og fór í gærkvöldi í bænahring,þar var spekulerað um guð og sporin og reyndum við að setja upp 12 sporavinnuna og túlkun Biblíunnar samhliða þetta var mjög fróðlegt og við erum jú hér til að læra hvert af öðru,svo báðum við fyrir hvert öðru og öllum,það var mjög sterkt og ég fann mikinn frið í hug og hjarta,eins og ég hef mikið verið að skrifa hér um guð og Jesú ætli ég bara hætti því ekki um stund,og skrifa bara eitthvað bull og vitleysu það hafa allir miklu meira gaman af því,það trúir mér hvort sem er enginn þegar ég tala um guð minn og hvað bíður okkar,ég verð þá bara að teljast geðveikur og hef það bara fyrir mig eins og ég hef gert svo lengi áður en ég opnaði mig aftur,en ég get alveg sagt ykkur ég fer aldrei aftur á Geðdeild ég verð fárveikur þar yfirleitt og ég get ekki tekið inn meiri skít þaðan frekar en ég kýs,og ég get svo sem farið í vitjanir þangað til að heimsækja vini og vandamenn en ég leggst ekkert þar inn framar það er alveg ljóst,ætli ég sé ekki bara eins og allir aðrir veit allt best sjálfur,allavegana verð ég var við það í samskiptum við annað fólk allir þykjast vita allt og ekkert,síðan er eins og venjulega það veit enginn neitt um neitt og allir halda þetta og hitt kannski er ég spámaður kannski bara snarruglaður það mun koma í ljós,en ég get vel sagt dauðinn er besta kikkið þessvegna geymdi guð það til síðast og ég hef dáið svo ég veit takk takk.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 16:51
Spáir eitthvað sem þið vitið nú þegar.
![]() |
Spáir 21,5 milljarða hagnaði Kaupþings á fyrsta ársfjórðungi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 06:29
Það var og.
Komið öll sæl og blessuð,er ekki einn dagurinn enn runninn upp og ég hér enn hehehe,ég hafði alveg nóg að gera í gær ég og meðstjórnandi fórum til Bankastjóra Sparisjóðsins í Keflavík og munu mál Hússjóðs verða skoðuð,ég sat á mér og gekk það bara vel,ég fékk 4 mánaða kisu handa börnum mínum alveg yndislegur kettlingur,er hér hjá mér nú að skoða nýja heiminn sinn,byrjuð að mala hjá mér svo þá veit ég henni líður vel,svo verða börnin að gefa þessari læðu nafn þá verða allir glaðir,ég endaði daginn svo á að hitta góðan vin minn sem fór með mig að æfa mig á Harleyinn minn góða og gekk það vel.
Svo er það dagurinn í dag,ég hef alveg nóg fyrir stafni fer í dag og klára loks tattóið mitt,ég er með mynd á Hægri upphandlegg og hefur alltaf verið meiningin að gera aðeins meir,en ég tók alltaf tillit til minna sambýliskvenna en nú er ég einstæður á ný og geri bara eins og mér sýnist,mér hefur bara aldrei liðið betur,hingað kemur enginn og skipar mér fyrir þetta er mitt heimili og minn líkami og ég get alveg sagt það hreint út,þeir sem taka ekki tillit til mín mun ég ekki taka tillit til og ég ræð alveg sjálfur hverja ég hitti og hitti ekki,heimurinn getur vælt eins og hann kýs i dont give a fuck,ég veit alveg hver ég er og þarf sko enga hjálp frá þeim sem hafa ekkert að gefa nema skít,ég hef ekkert verið að bíða eftir ykkur neitt,ætli það sé ekki öfugt farið mín hefur verið beðið lengi en þið verðið nú samt að bíða enn um stund tíminn er ekki kominn enn,ég vinn bara fyrir guð minn Jesú og get alveg sagt ykkur það hreint út að versla og vitleysast á skrifstofu allann daginn er ekki vinna fyrir alvöru menn,að stjórna er sko bara eins og smella sér í smá göngu,afhverju halda allir að vera forstjóri eða yfirverkstjóri sé eitthvað merkilegt,hundleiðilegt og maður er að kafna í orkunni sem fær ekki útrás,ekki furða þessir kallar séu endalaust útí heimi að leika sér,takið samt eftir þetta eru mínar skoðanir ekki ykkar þið verðið að hafa ykkar eigin,hver veit kannski dreg ég gólfkylfurnar fram næstu daga og athuga hvernig mér muni ganga,ég er smá og smá að skána í hendinni minni slæmu þó ég finni alveg fyrir sársauka enn þegar ég nota hana,fann það vel í gær á hjólinu það er frekar þungt enda er þetta Harley sportster 1200 hlaðinn auka krómi og dóti,en eins og alvöru karlmaður hef ég einfaldan smekk,ég vil ekkert drasl,svo er skemmtilegt þing í dag á Grand hótel um efnahag framtíðarinnar á vegum Samfylkingarinnar hver veit nema ég hreinlega skreppi bara þangað svona til að eyða fyrstu 3 tímum dagsins og kem svo sterkur inn fyrir átök dagsins,eða segum frekar verkefni ég hef alltaf nóg af verkefnum og elska að hafa nóg að gera,jæja ég læt þetta næga að sinni,svo er eitt ef mozart bethoven og allir þessir kallar væru á lífi í dag væru þeir ekki að skrifa sinfó,þeir væru sko með sitt á hreinu og djömmuðu eins og menn allt í rafmagni og tölvum og myndu sko búa til verk sem hlustandi væri á,ég hlusta yfirleitt ekki á neitt íslenskt dót,mér finnst bara mest af því vera drasl.Elskið hver annað og munið Jesú lifir og hann er í hjarta okkar.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 22:41
Geir Þórisson þakkar hlý hug og þeim er byðja fyrir honum.
Komið öll sæl og blessuð,ég fékk bréf í dag frá Geir Þórissyni,þeim er Sigmar í Kastljósinu fjallaði um ekki fyrir svo löngu,ég skrifaði honum bréf og sagði honum að ég bæði fyrir honum og vonaði,þegar ný stjórn kæmist að á Íslandi væri mögulegt að fá hann framseldan hingað heim,hver veit ég veit allavegana að þeir Kanar sem hafa framið glæpi hér og voru í hernum voru alltaf sendir heim til usa og fóru þar fyrir herrétt,eða svo er okkur sagt,hvað vitum við nema þeir séu nú bara enn að berjast fyrir þjóð sína kannski í Írak,Afganistan eða einhverstaðar þar sem kaninn er með putta sína,sem sagt um allann heim,Geir bað mig fyrir kveðju til allra hérna heima á Íslandi og hann var hrærður yfir þeim hlýhug sem honum berst héðan,hann meira að segja biður sjálfur fyrir okkur öllum hvort sem við viljum hann heim eða að dúsi allann tímann í fangelsi í usa,hann segist finna fyrir okkur öllum og hann biður fyrir okkur,ég segi nú bara kannski getum við lært eitthvað af honum ekki hann af okkur,ég veit ekki betur en hann yðrist sárt gjörða sinna og hann hefur fundið Jesú í fangelsinu og í hjarta sínu,hann segist hafa verið fermdur á síðasta ári í Kaþólsku kirkjunni og hann hafi fengið svo mikinn styrk og að nú sjái hann,já hann sér og sennilega heyrir líka merkilegt.Ég vona hann fái lausn sinna mála og að guð vaki yfir honum alla daga og nætur Jesú elskar hann eins og hann elskar okkur sama hvar við erum stödd,ég hef alltaf sagt sjálfur guð vitjar þín þar sem þú leitar hans og Geir fann hann í Fangelsi og er það gott.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 06:56
Ætli ég verði ekki að fara að loka mig inni.
Komið öll sæl og blessuð,ég hef verið að hugsa í gærkveldi og í morgun,ég sef þetta 4-6 tíma á nóttu og get ekkert að því gert,ég sef yfirleitt aldrei lengur í einu jú jú ég á svo sem einn og einn dag sem ég næ að sofa eins og maður,ég geri reyndar núna eitthvað sem ég hef ekki gert lengi og það er að leggja mig eftir hádegi í hálftíma,klukkutíma,stundum sofna ég ekki þá nota ég tímann í slökun sem gerir mér gott,ég er farinn að skilja betur Ömmu mína heitna hún hætti alveg að fara út síðustu ár æfi sinnar,sennilega gat hún ekki horft uppá viðbjóðinn sem hún sá í okkur mannfólkinu,það er allavegana mín skoðun á málinu,ég ræddi þetta svolítið við mitt fólk fyrir Norðan um Páskana,amma þurfti að þola ýmislegt var ein með 8 börn og ekki fékk hún mikla hjálp frá ríki og bæ vann meira að segja á nóttunni við saumaskap,við erum ekki svona lengur við bara heimtum og heimtum og viljum síðan alltaf meir og meir og mest fyrir okkur sjálf,mér finnst ég oft svikinn og get alveg sagt eins og er ég er með óbeit á þjóð minni,ég hef alltaf unnið eins og skepna allt mitt líf og virðist alltaf vera að byrja uppá nýtt,svo aðrir geti notið hvað ég hef skapað vegna þess ég hef unnið sem verkamaður og verkstjóri allt mitt líf,síðan hef ég að mestu tekið föt mín í mínum skilnuðum,svo er alltaf eitthvað fólk sem hefur ekki prufað eitt eða neitt að gefa mér ráð,ég get alveg sagt ykkur ef þú hefur ekki reynt eitthvað veistu ekkert um málið,að læra og lesa eitthvað er ekki að upplifa hlutina,sama hversu helgur maður á í hlut guð hefur komið á jörðina nokkrum sinnum og þegar hann kemur verður hann að vera í líkama bundinn lögmáli sínu og getur þessvegna ekki gert allt sem hugur hans girnist en hann gerir eins og aðrir menn eins og hann getur og Jesú var mesti spámaður allra tíma til þessa,ég ætla ekkert að segja hvað ég veit og hvað ég hef séð og hvað bíður mín,það er bara mitt að vita en ég get alveg sagt ykkur hreint út ég er ekki smeikur við neitt lengur ég ætla að fara með stæl það er alveg á hreinu,og þessi endalausu lög á Íslandi eru ekki frá guði komin þið getið lesið Biblíuna og þá getið þið séð hvað guð vill með okkur öll,Lögmál guðs hefur ekkert breyst það er og verður sama hvað við menn höldum um málið eða höldum ekki,eigið gleðilegan dag og ég vona að þið virðið gjafir guðs til ykkar því allt er fyrir guð og er hans þessvegna,upphaf og endir.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)