Rimma kvöldsins.

þá er komið að smá umfjöllun frá mér um væntingar til minna manna,Njarðvík á leik í kvöld við Skallagrím og ég er nokkuð vongóður um heimasigur minna manna.

Enda þurfum við hreinlega að vinna rest af okkar leikjum til að ná þessu mikilvæga 4 sæti í deild og fá þá heimaleikjarétt í fyrstu umferð.Við sjáum hvað setur og koma sjo Njarðvík.


Einmitt það

sem ég hef áhyggjur af,en það er þá vissulega hægt að taka sjens og skuldbreyta yfir í erlend lán.Og ég hef hug á að gera slíkt þegar fram sækir,en Ingólfur fyrr má nú rota en dauðrota.

Úr 4,15 í 7,8 er nú frekar gróft og kalla ég slíkt hreinustu græðgi,ég á ekki að borga fyrir sukk annarra við erum að tala um að fólk eigi þak yfir höfuð sitt.

Þá komum við að öðru og það eru samningar sem nú er verið að fá okkur til að samþykkja,þegar ég horfi til nánustu tíðar neiðist ég bara til að segja nei,ég mun tapa hvernig sem á dæmið verður litið.

Lifið heil.


mbl.is Veruleg vaxtahækkun við endurskoðun 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki eru þetta góð tíðindi

fyrir Villa,en sjá meðfylgjandi mynd og hvað stendur þar,hann á í höggi við sjálfan sig og hvor ætli nú að hafi betur hann eða hann,hummm en svona er nú lífið allir gera mistök meira að segja mogginn hinn mikli.
mbl.is Davies leikur ekki meira á tímabilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ánægður með mín menn

og til hamingju með afmælið kæri Martin,usssssss þetta var alveg sudda viðureign og litlu munaði að mínir menn tæku öll stigin,en svona á heildina litið er ég sáttur fótbolti af bestu gert og þetta hleypir allt fjöri í tölfræðina og enn mörg stig í pottinum.

Áfram Aston Villa og ég er stoltur Villamaður í dag.


mbl.is Bendtner kom Arsenal til bjargar - Öruggir sigrar hjá Man.Utd og Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ussss hversu sæll ég

var hér á mínum yngri árum þegar ég notaði heilu og hálfu sólarhringana með þeim kæru vinum mínum Netscape.En svona er þetta orðið með svo margt breytingar og aftur breytingar.Ætli þetta verði svona einn daginn með Bankann minn líka,maður les bara allt í einu að honum verði bara ekki viðhaldið lengur.
mbl.is Netscape lagður niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að bragða mér smá erlendis.

Komið sæl og blessuð,ég þarf að bregða mér eldsnemma á morgun erlendis og verð því sennilega fjarverandi hér á blogginu næstu daga.Annars er þetta bara vinnu skrepp og ekkert merkilegt,ég er ekkert að fara í neinn verslunarleiðangur né neitt slíkt.

Enda er ég orðinn talsmaður sparnaðar núna og þegar kreppir svona að þjóð vorri er best að vara sig á neyslunni,og versla helst ekkert nema nauðsynjar.Vinna stíft niður yfirdrátt og ekki taka neina raðgreiðslur né bílalán eða neitt svoleiðis,heldur skal leggja til hliðar og eiga fyrir því sem stefnt er að.

Læt þessi kjörorð vera lok færslu minnar að sinni.Lifið heil og gangið á guðs vegum.


Aston Villa gefur ekkert

eftir í baráttunni um 4 sætið í deildinni,og ég segi bara eins og áður áfram Aston Villa.Og að endingu takk fyrir daginn og stigin 3.
mbl.is Aston Villa með útisigur á Reading
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá pæling um

Helvíti,og hvort og hvar sá staður er.

Litum okkur aðeins nær og skoðum hlutina hér á jörðu.

Ég er lítill drengur í Bagdad og eftir að mamma hefur náð að aura saman öllu fé sem á heimilinu finnst,er ég beðinn að fara í búð og versla nauðsynjar.Málið er auðvitað mest hvort ég nái að komast í búðina og aftur heim fyrir utan auðvitað að ekki verði hægt að kaupa nema smá af lista nauðsynjanna,ég kom ekki heim því sprengja sprakk og var ég meðal þeirra er féllu.

Ég er lítil stúlka í Sómalíu og mig langar að læra að verða hjúkrunarkona,en draumar mínir hafa orðið að martröð og ég orðin að skömm ættar minnar.Og hvernig gat slíkt gerst jú mér var nauðgað af uppreisnarmönnum á leið minni heim úr skólanum,og ég er ekki nema 10 ára gömul og ef ég verð hér áfram í heimabæ mínum er líf mitt þegar búið.

Ég er ung kona á Indlandi og maður minn vildi fá sér aðra konu,hann hellti yfir andlit mitt sýru og er ég afmynduð síðan og enginn kærir sig um mig.Hvorki fjölskylda mín né annað mannsefni því smán mín er slík að ég get bara verið innandyra í húsverkum fyrir fjölskyldu sem sá aumur á mér og ég sef í geymslunni og fæ afganga þeirra til matar.

Ég er lítill drengur í Brazelíu og brátt verð ég 11 ára,ég hef búið á götunni með klíku minni nú að verða í 2 ár.Ég tilheiri mest endri strákum sem gera mig út í þjófnaði,í síðustu viku dó besti vinur minn hann var myrtur af annari klíku sem vill okkar yfirráðasvæði.

Ég er ungur maður í Kína á konu og litla stúlku,mig langar auðvitað að eignast líka dreng.Sá draumur er auðvitað fjarlægur og ég verð að ná að sætta mig við að sennilega verði aldrei svo,ég vinn 14 tíma á dag 6 daga vikunnar í kolanámu hér í norðurhéruðum Kína og laun mín eru ekki næganleg fyrir meiru en nauðsynjum og annað barn er því ekki mögulegt,fyrir utan að slíkt er erfitt vegna mannkvóta.

Ég er unglingur í Tælandi og brátt verð ég 16 ára og þá fæ ég að skreppa heim og hitta fjölskyldu mína sem býr við Landamæri Laos.Ég hef verið í Bankok að vinna á saumastofu nú í næstum ár,ég hitti vonandi kærasta minn sem sennilega er bara kominn með aðra.Ég er samt feginn að vinna 16 tíma á dag á Saumastofunni og geta sent peninginn heim,því annars var verið að spá í að senda mig fyrst til Pattayja og stunda hórdóm.

Ég er 8 ára drengur í Afríku og við erum í borgarastríðsöld bróðir minn 10 ára var drepinn með öxi í gær,en ég gat hefnt með að skjóta manninn með byssunni sem frændi lét mér í té.Ég hef verið nú í 3 mánuði á vergangi og veit ekki hvort Pabbi sé á lífi enn,mamma dó fyrir 2 árum úr Aids,og systir mín er fárveik úr eyðni líka svo brátt fer hún sömu leið.

Ég gæti auðvitað haldið svona áfram næstum frá öllum löndum heims,og það fær mig til að hugsa um hvar og hvort helvíti sé til.Ég held hreinlega að helvíti sé nú bara hér og nú á jörðinni.

Megi guð ykkur blessa og varðveita kveðja Úlli.


Farið getur svo að

þessar fjárfestingar erlendis,ef til sölu kæmi dygðu bara ekki til því sennilega var keypt á verði sem ekki fæst nú.Svo þó menn hafi verið djarfir er ekki víst að vit hafi verið í kaupum.

Ég vona auðvitað elsku Geir kallinn minn að tíminn hjálpi okkur smá,því ég er nokk viss um að þú sem slíkur getur ekkert gert fremur en fyrri daginn.

Góðar stundir Úlli.


mbl.is Menn hafa verið djarfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um helgina

mun ég reyna að eiga notalegar stundir með börnum mínum,á morgun laugardag er planið að við förum saman í barnaafmæli hjá bróður mínum og unnustu hans,og þá fáum við að sjá drenginn ljúfa og það ríkir tilhlökkun hjá okkur hérna á heimilinu.

Krakkarnir eru alsæl með að hafa eignast nýjan frænda og sjálfsagt verður mikið skoðað og pælt á morgun hjá bæði börnunum og vissulega mér.

Annars finn ég að ég er svona fremur þreyttur eftir mikið at í vinnu undanfarið og auðvitað er það líka góð tilfinning,við strákarnir afhentum fyrstu gluggana úr verki hjá okkur í gær og ég er afar stoltur af okkar vinnu,enda höfum við lagt töluvert á okkur þessir sem eru þarna í verksmiðjunni.

Við erum að ná ágætistökum á þessum áleiningum,þetta er svolítið öðruvísi en maður á að venjast og allt önnur vinnubrögð,en ég viðhafði þegar ég vann í glugga verksmiðju Byko hér um árið.Þetta eru svo margir prófílar og allskonar tengingar sem verður að hafa í huga nú,sem sagt krefjandi og alveg eins og sniðið fyrir mann eins og mig.

Ég er nefninlega þessi týpa sem leiðist þegar jobb hættir að vera krefjandi og ég hætti þá að hafa gaman af vinnu minni,og hugur minn sækir annað.Ég þarf bara að hafa heila minn á kafi í að leyta lausna og vissulega veit ég allt og langt þar frá,en í dag er ég bara ófeiminn að segja þegar ég veit ekki né kann og bara hringi í mér fróðari menn.Enda trúi ég að lífið sé best þegar liðsheildin spilar vel saman.

Sem kemur að því sem ég elska íþróttir og ég enda á að segja áfram Aston Villa.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband