Færsluflokkur: Bloggar
29.9.2011 | 10:35
Lygi í Landsbankanum.
Ég get fullyrt sem viðskiptavinur eða réttara óvinur Landsbankans þá hef ég ekki fengið krónu í þessum aðgerðum þeirra.
Þetta er eins og allt annað tómt píp,en jú Okt kemur ekki fyrr en eftir 2 daga svo kannski er enn von.
En ég hata samt þennann helv banka og get ekki beðið eftir að losna frá þessum óþverra.
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2011 | 14:04
Ég er orðinn ónæmur
fyrir þessu öllu,nú hafa menn frest til mánaðamóta til að sækja um 110% leiðina,og ég bara spyr til hvers þegar árið er á enda mun verðbólgan vera á ársgrundvell 12-15% og 20 milljóna króna lán á húsnæðinu hækkar á þessu ári um 2-3 milljónir.
Svo þessar aðgerðir eru ekkert svaka heillandi,þegar þú samt sem áður munt ekki eiga neitt hvort eð er,ég spái nú bara því að 50% landsmanna um áramót verði hætt að borga af lánum sínum og sitji í húsum sínum þangað til það verði borið út og bara leigi eða fari þá.
Það er ekki ætlun mín að vera svartsýnn eða bölsóta eitthvað,ég er bara raunsær og get ekki séð að samfélagið geti gengið upp við þessar forsendur sem nú ríkja.
Gott að sinni lifið heil.
Verðbólgan í 4,3% í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2011 | 18:30
Ekki veit ég ástæðu
en verð að viðurkenna að framtak bankans er heilla fyrir viðskiptavini sína.
Auðvitað er hægt að færa rök fyrir að aðgerðin sé sjálfsögð og bla bla bla,ég ætla samt að sleppa því og vona svo sannarlega að þessi aðgerð muni nýtast mér eitthvað.
Endurgreiða hluta af vöxtum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2011 | 07:07
Til hamingju með daginn Torfhildur.
Torfhildur 107 ára í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2011 | 12:47
Er ekki allt í lagi með ykkur
á þetta að vera eitthvað grín,hvaða fábjánar gerðu þessa könnun og hverja var hringt í?
Menn hljóta að hafa spurt á kínversku og svarendur látnir giska á hvað spurt var um.Ég er allavega í mestu vandræðum með að reyna standa skil á mínum reikningum.
Flestir segja fjárhaginn góðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.1.2011 | 14:57
Jú Jú þetta passar.
Samt finnst mér þessi frétt fremur svona segja ekki neitt,nema að jú Kári kallinn hann tildæmis er með fíkn í peninga,hann varð fyrsti íslenski ofurlaunakallinn sem gaf tóninn að því sem koma skyldi.
Og við vitum jú hvernig íslenskerfðagreining er stödd fjárhaldslega og hversu stöndugt það fyrirtæki er,hvað skyldi kallinn skammta sér í laun núna?
Fíkn grundvallareiginleiki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2010 | 11:00
Ánauð er staðan hér og nú!
Mér verður stundum hugsað til áður og eftir hrunið.
Og fyrir vikið er eins og ég sé hreinlega vakinn upp harkalega við martröð,martröðinni um hagkerfi heimssins og hvernig það virkar,ég er og verð alltaf númer á skjá og það eða þau númer segja stöðu mína í kredit og debit.Þessi hringrás sem við flest þekkjum svo vel þegar eitthvað kemur upp,og loks þegar maður var farinn að sjá eitthvað ljós í göngunum þarf að auka útgjöldin,og jafnvel leikreglum breytt og gert afturvirkt?.
Allir bankar okkar fóru á hausinn á einni viku eða svo,samt fóru engir peningar út eða inn vegna okkar fólksins,heldur breyttust bara tölur okkar í kerfinu.Þessar tölur hafa síðan bara vaxið og smám saman gert okkur ókleyft að borga,og fyrir vikið mun kerfið ná tökum á því litla sem við eignum og skipta því sín á milli.
Hvernig stendur á því að verðmæti gjaldmiðla rokka svona mikið til,breytast við það eitt að jörð skelfur eða óverður fer hjá,og kerfið skelfur um stund og það bitnar síðan á einhverju hagkerfinu í heiminum?
Það var mikið talað um nýtt Ísland fyrst eftir hrun,og allt uppá borðum.Staðreyndin er síðan önnur og sama meðalið og felldi okkur notað til að plástra upp skaðann,og eina leiðin til að endurheimta féð sem hvarf á x árum er að ánauða landann í sköttum og skuldum.
Ég gæti haldið áfram lengi og talið upp,en læt þetta duga þið skiljið hvert ég er að fara með þessu.Við munum ekki breyta heimskerfinu ein og sér,til þess er landið of lítið og hagkerfi þess smátt.En eitt mun heimurinn ásælast af okkur til greiðslu skulda þjóðar okkar sem vaxa og vaxa vegna gjaldeyrislánanna sem við tökum og notum síðan ekki neitt,því engin verslun getur átt sér stað án aðgerða sem engar eru.Og það verða auðlindir okkar í hreinu vatni og hreinni orku.
Við verður að vakna og segja nei,ef ekki fyrir okkur sjálf þá fyrir börn okkar sem erfa skulu land.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2010 | 15:20
Ekki amalegt að fá Jeb.
Jeb Ivey til liðs við Snæfell | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2010 | 12:53
Það var og.
Eru ekki þegar 2 útlendingar hjá K.R og nú bætist 3 við?Þið eruð efstir núna og eitthvað kostar þetta dæmi,En svona er þetta menn bara kaupa tiltilinn,það má sennilega lengi mjólka þrotabú Gamla Landsbankann.
En svona mín spá er að eitt af Suðurnesjaliðunum hampi titlinum þetta árið.
Lifið heil.
KR fær Pavel að láni út leiktíðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
3.12.2009 | 13:48
Er a lifi enn :)
Sael og blessud oll saman,undanfarin manud eda svo hef eg verid ad thvaelast um usa.Er nuna staddur i Oklahoma eftir ad hafa verid i florida upp og nidur i 2 vikur.Thad er allt gott af mer ad fretta annars,og eg er vaentanlegur heim eftir viku ruma viku.Vonandi verdur nog ad gera hja mer heima enda veitir ekki af til ad borga fjorid mitt herna hehehe.
Annars bestu kvedjur til allra sem eg thekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)