15.3.2007 | 16:17
Jafnaðarsýn mín.
Ég á mér draum,sagði mætur maður að nafni Martin Luther King.Ég á mér sýn um kosningarnar í vor,og hún er fullt jafnræði allra og að kona og Maður hafi nákvæmlega sama rétt til vinnu náms og tekna.
Ég myndi helst að Ríki og Kirkja myndu ekki lengur vera saman í sæng,og að við borguðum 20% í skatta í heildina 10% til ríkis og 10% til Kirkju,Síðan gæti næsti Biskub orðið kona og framvegis yrði bara hæfasta persona valin í starfið,óháð hvaða kyn viðkomandi er,ég veit vel að þetta er svolítið fjarsótt en hvað er jafnrétti ef ekki sitja allir við sama borð,enginn er meir en annar í manna heimi,allt líf er jafnverðmætt í augum guðs,eða ég tel svo vera,en ekki vilja allir styðja kirkjuna,nú þá bara borga þeir 10und þangað sem það fólk kýs skiptir engu máli, allir eiga rétt á sínum sannleika og hver og einn verður að finna sinn.Ég hef fundið minn og honum fylgi ég af alhug og reyni að fylgja sannfæringu minni og engri annarri,það eiga allir að uppskera eins og þeir hafa sáð,það segir í orðinu og ég hef ekki rétt til að dæma neinn en ég hef rétt á að standa á rétti mínum.
Elskið hvert annað og verið góð við ykkar nánustu gefið og ykkur mun gefið verða af náð Jesú.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.