16.4.2007 | 09:48
Já bjarga heiminum en gleyma eigin blóði.
Svo eru allir að dást af þessari konu,sem ekki talar við föður sinn vanrækir móður og eiginmann,ætlar að bjarga heiminum og sinnir ekki sínu eigin blóði,hvað er að dást af í hennar lífi og fari já stórt er spurt og ég veit alveg ég fæ engin svör frekar en venjulega enda getur enginn svarað mér sómasamlega.
Virðingafyllst:Úlfar B Aspar.
Óttast að Angelina vanræki dóttur sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samkvæmt mínum útreikningum eru 99,99% líkur á að þessi frétt sé ýkt eða lygi.
Ótrúlegt hversu oft slúðurblöðin fá ónefnda heimildarmenn.
Geiri (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 10:53
Hvaðan í ósköpunum hefurðu það að hún hafi vanrækt móður sína?
Móðir Angelinu var hennar besti og nánasti vinur, enda var Angelina alveg miður sín þegar hún lést úr leghálskrabbameini, nú um daginn, eftir að hafa verið veik lengi.
Hverju getur maður dást að í fari Angelinu? Já, stórt er spurt.
Hér eru dæmi:
-Henni hefur tekist að verða ein af dáðustu og ríkustu leikkonum heims, enda þykir hún vera ein besta leikkonan í Hollywood í dag ( og hampaði m.a. Óskarnum fyrir hlutverk sitt í Girl, Interrupted ).
-Þrátt fyrir alla þessa velgengni, hefur hún ekki látið það stíga sér til höfuðs. Þessvegna eyðir hún miklu af tíma sínum og peningum í hjálparstarf. Þetta starf hennar hefur ekki farið framhjá öllum, þó hún flaggi því ekki, enda er hún sérlegur ambassador Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum.
Angelina Jolie er ein sú allra fallegasta og hæfileikaríkasta leikkona sem Hollywood hefur alið og slúðurpressan þolir ekki að hún skuli vera dygg eiginkona og móðir sem setur fjölskylduna ofar öllu, en ekki athyglissjúkur alki og dópisti sem lætur góma sig nærbuxnalausa á djamminu, á la Linday Lohan og Paris Hilton.
Þessvegna gera þessar blóðsugur allt hvað þær geta til að maka hana aur.
Allt til að selja fleiri blöð!
Helgi (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.