Ekki dvel ég í liðnum hlut.

Komið sæl og blessuð,þá er komin helgi á ný ég er bara sveimér þá eðal góður á því,skrapp í gærkveldi að hjápa vin að flytja þó ég sé nú ekki mikill maður þessa dagana í mikinn burð en ég hlýfði mér og var bara röskari með kassana og smáuhlutina og til þess er jú leikurinn gerður að hjálpast að og sælla er að gefa og stundum er nóg að bara hafa tíma til að hlusta.

Ég á ferð í bæinn í dag og þarf að erindast smá og planið um helgina er að komast í smá veiði allavegana á laugardag með góðum vin sem er eins og ég edrú og fínn kannski kem ég við þar sem hjólið mitt er og tek af því myndir til að setja í blaðið ég hef ákveðið að selja Hallann minn þó mér sé það þvert um geð ég bara get ekki hjólað á því vegna eymsla og svo sé ég til þegar ég hef komið hendi og öxl í lag,aldrei að vita það er nefninlega svo að stundum verður maður að gera það sem er rétt ekki það sem maður vill.

Sumarið er að heilsa og nú er stutt í að ég verði með börn mín í mánuð og þó við komumst ekki til Noregs þá gerum við bara eitthvað annað,enda er það ekki mín sök að við komumst ekki svo ekki er ég að svíkja nein loforð,í staðinn munum við fara norður í 2 vikur eða svo og bara gerum eitthvað skemmtilegt hérna heima á Íslandi enda er hellingur sem börn mín hafa ekki séð þó ég hafi séð og þá bara förum við góðan rúnt og skoðum landið okkar,ég er kominn í mjög gott jafnvægi þó ég geti stundum verið óvæginn í gagnrýni minni á okkur mannskepnuna,ég hef bara mjög sterkar skoðanir og ég er þeim trúr og er hættur að halda bara kjafti og láta yfir mig vaða,munum það er ekkert að því að standa á rétti sínum og fylgja málum eftir ég mun gera svo héðan í frá og ef einhver hefur ekki áhuga er það bara í fínu ég er ekki í neinni vinsældakeppni neitt eigið góða helgi og megi guð ykkur fylgja dag og nótt.

Betst kveðjur Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband