Sjáum hvað setur.

Jæja ég fór erinda minna í Reykjavík í dag og hitti lögmann minn,svo nú er boltinn farinn að rúlla og við sjáum hvað setur í þeim efnum auðvitað er þetta síðasta úrræði mitt en ég á ekki annann kost, að segja og gera er ekki það sama og ég hef beðið alveg nóg.

Annars er auðvitað sjómannahelgin og ég á marga vini í þeirri stétt enda bjó ég á Ísafirði þegar ég var ungur maður og á ættir til Vestmannaeyja þar sem Móðurfólk mitt var allt meira og minna skipstjórar og útgerðamenn þó móðir mín hafa ekki erft krónu af þeim auð hún erfði annað í staðinn og það er visku og gáfur,því þó móðir mín sé næstum heyrnalaus þá er hún sko kostum búinn sem ég hef séð í fáum konum betri henni og ég get sko lofað ykkur því hún myndi aldrei svíkja einn eða neinn hún skilar ef hún fær of mikið til baka og ekki er hún í neinum félagsskap eða mannræktar samtökum hún er bara gull af konu og mikið rosalega elska ég móður mína mikið eins og börn mín sem ég elska af öllu hjarta veit ég að hún elskar mig eins,og ég get sko alveg sagt ykkur ég hef um æfi mína látið hana þola ýmislegt hún horfði á mig næstum drepa mig í rugli og ég sagði henni að halda kjafti ef hún gaf mér ráð og ást sína,um árið var ég svo ruglaður að ég flýði allt mitt fólk og ætlaði að dópa mig í hel,sem betur fer gekk það ekki og í dag er ég öllu þessu fólki þakklátur og ég verð aldrei borgunarmaður fyrir því sem ég gerði þeim en ég hef gert upp við þau og er til staðar fyrir þau í dag eins og mér er frekast unnt kannski sér guð hjarta mitt og gerir mig færan á ný til að gefa til baka það og ég tók.

Læt þetta duga að sinni farið vel með ykkur og gangið hægt um gleðinnar dyr og látið ekki púkana ykkar ná yfirhöndinni á ykkur þegar þið eruð að skemmta ykkur um helgina guð sé með ykkur kveðja Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband