Á stundum er ég hið mesta tjón mitt.

Hæ og hó öll sömul jæja best að smella smá færslu inn varðandi mig.Ég verð nú bara að viðurkenna að minn versti óvinur er stundum bara ég sjálfur með mitt heilabú.Það er nefninlega bara svo að það standa ekki allir og sitja þegar mér hentar og hvað ég veit og ekki veit skiptir stundum engu máli fyrir einmitt aðra en mig sjálfan.

Og afhverju verð ég svona oft fúll þegar að mér finnst innan gæsalappa eitthvað og aðrir skilja ekkert hver ég er að fara,jú sennilega vegna þess að ég er auðvitað ekki aðrir en einmitt bara ég og ég og mín skynjun á ekkert alltaf við aðra.Sumir eru bara heppnir og hafa ekkert kannski þurft að reyna það sama og ég,og ég er ekkert að gera neitt lítið úr hvað hver og einn reynir í sínu lífi heldur það að mitt er mitt og þitt er þitt.

Sem betur fer þurfum við ekkert öll að fara sömuleið í lífinu og það sem ég hef reynt og gert hefur einmitt gert mig að þeim manni sem ég er í dag.Og er ég afar þakklátur mínum æðrimáttarvöldum að svo sé,það er bara oft að samviska og siðfræði mín þarf ekkert að vera sama samviska og siðfræði og þín og kannski er mín vitund ekkert heilög þó mér finnist það stundum :).

Ég hef lengi leitað að svörum sem henta mér og tel mig hafa fengið flest þau svör sem ég þarf,svo að mér geti liðið alla jafna vel.Ég er minnar gæfu smiður og svo er einmitt nú í lífi mínu og ég er sáttur orðinn við spegilmynd mína og þarf svo sem ekkert að sanna eitt eða neitt fyrir einum eða neinum nema auðvitað guði mínum og ég þarf að koma heiðarlega fram við mig og minn guð.

Síðan er auðvitað bara spurning um að breyta rétt, innra með mér eru öll svör varðandi framkomu við mína nánustu og náungann og ég vissulega reyni eftir bestu getu hverju sinni að koma vel fram og oftast tekst mér vel til,og stundum miður vel og meðan ég er meðvitaður um vilja guðs ekki vilja minn þá er ég í lagi og er að breyta eftir bestu vitund og það er einmitt málið að gera hlutina ekki bara vita hlutina.

well vonandi verður helgin ykkur ljúf eins og hún verður mér ljúf kv.Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband