30.6.2007 | 08:19
Vaknaði edrú og fínn.
Komið sæl og blessuð mikið er nú gott að vakna á laugardagsmorgni edrú og ég tala nú ekki um mánaðamótin júní júlí vá fyrsta alvöru ferðahelgin og allt um að vera hér og þar jú allstaðar.
Ég er svo heppinn það þurfa ekki lengur að drekka og dópa til að lifa.Ég hef verið að skoða þróun þjóðanna um nokkurn tíma núna reyndar alltaf gert,bara ekkert verið að skrifa neitt um þau mál heldur haft fyrir mig.Það er reyndar mikil vakning um þessi málefni einmitt nú um stundir og hefur kannski ekkert mikið með mig að gera sem slíkt.
Málið er auðvitað stjarnfræðileg og hvar heimurinn er staddur í augnablikinu.Það er auðvitað þessi leit mannsins af hamingjunni sem knýr hann áfram og við förum jú hingað og þangað í leit okkar.Ég vil samt minna á eitt flest svör okkar er að finna í sjálfum okkur.Sé leitað inn og hreinsað út þá auðvitað fæst vellíðan sem síðan skilar okkur jú hverju frið í hjarta.
Það er einmitt málið sem Drottinn hefur lengi verið að kenna okkur að það sem þú gerir öðrum munu jú aðrir þér gjöra.Þú getur aldrei breytt rangt með því að gera rétt.Þetta er reyndar mikið spurning um samvisku og siðfræði og reyndar er það svo með suma,að siðfræðið er lágt og samviskan enn minni.
Ég hugga mig þá oft við að viðkomandi muni jú fá sinn dóm og auðvitað ekki af mér heldur þeim er yfir okkur er hafinn.Ég faldi árum saman trú mína fyrir hverjum jú öðru fólki og afhverju gerði ég það jú vegna þess að ég var ekki frjáls maður.
Í dag er mér einginlega nokk sama um hvað öðrum finnst um mig ég verð að lifa með sjálfum mér og mínum ekki öðrum.Ég tel að hamingjusamasta fólkið í heimi hér er ekkert að finna í einhverjum blöðum hafandi verið í einhverju boði þar sem rauðir dreglar er rennt fram og allt voða flott.Heldur er það venjulegt fólk sem er trútt sínu og sínum og sinnir skildum sínum gagnvart náunganum og reynir eftir fremstamegni að gefa af sér en ekki bara taka af öðrum.
Allir frasar heimsins eru jú flottir og fínir í eyrum okkar og á prenti,þeir hafa bara enga merkingu ef þú ekki gerir allt lífið er jú framkvæmd ekki vitneskja um eitthvað.Ég allavegana vil vera verðugur þeirra gjafa sem guð mér gaf og eiga þær skilið.
En þetta eru auðvitað svona vangaveltur mínar einmitt í dag og nú.Stundum líður mér nú bara þannig að ég vildi þurrka mannkynið eins og það leggursig af jörðinni og þá auðvitað veit ég að það er eitthvað óuppgert hjá mér og engum öðrum.Ég leita ekki að neinu núna ég fæ þegar ég á það skilið og hef þroska til að taka á móti þeirri gjöf.
Eigið góða helgi og megi guð ykkur fylgja Úlli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.