1.8.2007 | 07:28
Loksins kemst ég heim.
Guði sé lof fyrir 1.ágúst ég hef verið að bíða þessa dags í allt sumar og hví hljótið þið að spyrja.Í dag mun ég flytja í nýtt húsnæði,ég seldi í mai og eiginlega búinn að búa með allt mitt dót í geymslu síðan svo mikið verður nú gott að komast aftur í sitt eigið.
Að komast aftur í bækurnar og myndirnar koma öllu á sinn stað og finna öllu staði sem mér líkar er svo gaman að ég hreinlega iða allur af tilhlökkun,að vísu verður dagurinn strembinn og mikið að bera og allt það dæmi.
Ég er bara svo sæll að losna frá þessari blokk sem ég hef búið í að það nær engri átt verst að ég tók bara frí þennann eina dag vegna anna í vinnu,hefði auðvitað viljað vera í fríi á morgun líka svo ég gæti þá sest niður og notið ávaxta erfiði míns.Well ég verð bara að njóta þess seinna þegar tími gefst og svo mun ég auðvitað alltaf hlakka til að komast heim í lok dags eitthvað sem hefur vantað hjá mér um tíma nú undanfarið.
Mér finnst ég vera að uppskera ríkulega hvað ég hef verið að vinna sterkt í sjálfi mínu undanfarið og veit ekki hreinlega hvort ég verðskuldi allt það mér hefur hlotnast máski máski ekki svo sem ekki mitt að dæma,en eitt get ég sagt ég er afarþakklátur guði mínum velgengina og kannski finnst honum tími kominn að ég fái notið lífsinsgæða og ekki ætla ég að andmæla því.
Eigið góðan dag gott fólk og megi drottinn yfir ykkur vaka sem og mér og mínum.Kveðja Úlli.
Athugasemdir
Gangi þér vel í þessum flutningum Úlli minn. Ég hef séð skrif þín annars staðar á blogginu og finnst þú vera kristnum mönnum til sóma! Guð blessi þig bróðir.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.8.2007 kl. 12:36
Vá til hamingju með þetta elsku trúbróðir, mikið afskaplega er dásamlegt að heyra af þessum sigrum þínum og vitanlega þeirri blessun sem Guð gefur þér. Hann er dýrðlegur okkar Faðir. Undursamlegur og dásamlegur. Stundum get ég bara ekki hamið mig.
Knús og friður til þín
Linda..
Linda, 1.8.2007 kl. 18:16
Já gangi þér vel. Ef allt gengur sem skyldi og ef Guð lofar, verðum við Haukur í sömu sporum og þú við byrjun vetrar.
Bryndís Böðvarsdóttir, 5.8.2007 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.