Himneskt alveg hreint.

Jæja þá er ég að mestu búinn að koma mér og mínu fyrir á nýja heimili mínu og verð að segja mikið er þetta nú frábært alveg eðal gott mál.

Rósa kisa er farin að læra á umhverfið og þetar ég kalla út á svölum kis kis þá heiri ég oftast bjölluhljóminn einhverstaðar í garðinum undir tré eða í námunda við heimilið,svo hún verður flót að aðlagast hverfinu sem og ég vonandi.Er að vísu búinn að keyra 2 of langt á leið heim vegna þess að ég hreinlega gleymi að beygja niður götuna heim og hef haldið áfram eins og væri ég að fara í blokkina ömurlegu,þetta á bara eftir að venjast og þá verður gaman að lifa reyndar er gaman að lifa þó ég eigi nú enn til að fá mín skapköst.

En batnandi manni er best að lifa og ég er að vinna stíft í þessum brestum mínum,þeir eru jú flestir bara eðlilegir og snúast um eitt jafn skal yfir alla menn ganga,enginn er meiri en annað í augum guðs og ég er hættur að kóa með öðrum ef þú gerir ekkert í þínum málum áttu ekkert skilið.

Í dag hefur Djöfulinn engin tök á mér lengur og þegar hann birtist með sinn skít sendi ég hann beint aftur þangað sem hann á að vera,hann er ekki velkominn í mín hús og þar við stendur en þau sem kjósa að bjóða honum í dans mega það mín vegna,ég hef bara ekki áhuga á honum.Hef ekki hugmynd um hvort þið skiljið nokkuð hvert ég er að fara enda skiptir það mig engu ég skil og skrifa vegna mín og mitt líf er það sem skiptir mig mestu ég er að mestu bara þjónn og vil þjóna hinu góða afli í heimi hér.

Megi guð vera okkur náðugur í leik og starfi bestu Kveðjur til ykkar allra Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Hæ Úlafar gott að allt gengur vel, og skap er eðlilegur hlutur af manninum, svo framarlega sem skapið veldur ekki öðrum skaða.  Nú varðandi Rósu góðu, hún er örugglega alsæl eins og þú.  Minn Kisi "Snúður" kemur lika þegar ég kalla eða segi kiskis enn ég þarf líka að smella tungu við góm nokkrum sinnum og þá voila birtist hann.  Enda er verulega spes.  Sem og Pippinn sem er kruttibuttið mitt (silkyterrier). Oh já, yndisleg þessu litlu dýr okkar, þau gefa manni svo mikið.

Guð blessi þig og varðveiti.

Linda.

Linda, 3.8.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Takk Linda mín fyrir elsku þína,ég hef lært eitt með dýr ef þú lest þau á réttum forsendum þá getur þú vitað margt.T.d dýr sérstaklega hundar lesa fólk og ef hundur þinn geltir og urrar mikið á einhvern er það oftast vegna þess að viðkomandi hefur ekki hreina áru og kisur lesa líka fólk sem og hestar.Við mannskepnan höfum þessa eiginleika líka þó við förum ekki alltaf eftir þeim ég hef náð ágætistökum orðið á þessum eiginleikum núna og reyni að fara eftir þeim líka.Eins og þú veist Linda er gott og illt í öllum mönnum það er bara spurning hvaða afli við fylgjum og ég veit hvaða afli þú fylgir og fyrir vikið kann ég ég vel að meta þig.Kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.8.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband