Að skipta um starfsvettvang.

Jo Jo Jo jæja þá er komið að því hjá mér að finna mér aftur starf við hæfi,nokkuð sem mér hefur oftast leiðst um æfina.Sennilega vegna þess að ég verð svo oft heimaríkur hundur í starfi og þegar ég hef síðan náð að festa mig og kynnst vinnufélögum hafa myndast tengsl sem erfitt er síðan að rjúfa.

Samt það er hverjum manni hollt að kynnast fleiru í lífinu og ég hef alltaf sóst eftir þekkingu og að getað verið sem fjölhæfastur,ég hef unnið í sumar með góðum vinum mínum á bílaleigu sem æskufélagi minn og bróðir hans eiga saman,hefur verið fínn skóli að sendast með bifreiðar hingað og þangað sækja útlendinga uppá flugstöð eða á hótel víðsvegar um bæinn afhenta þessa bíla sjæna þá og þrífa milli kúnna og allt það dæmi.

Ég hef nefninlega frá æsku að mestu unnið við að keyra og forrita vélar ýmisskonar og eins og ég er oft ör og hraður skapmaður hef ég átt til með að skamma vélarnar eða tölvunar þegar þær að mér finnst ekki virka rétt,það góða við vélar er að þær svara mér engu,en ég hef þurft að sitja á strák mínum varðandi útlendingana sem hafa verið að fá bílaleigubíl frá okkur og mér hefur gengið vel á því sviði.

Samt verð ég að viðurkenna að ég kann því vel að vinna í sköpun og starfsvettvangi sem kallar á rökhugsun og stundum þarf að hafa fljótar hendur og varan er sein,ég virka bara oft vel undir álagi þó vissulega sé það oft krefjandi.Jæja nóg um það ég kom við í gær á leið minni heim eftir að hafa afhent bíl í reykjavík og talaði við vissa menn í stórri verksmiðju sem framleiðir jú ýmislegt úr ryðfríu stáli,og þar kann ég ýmislegt fyrir mér og ég kann ágætlega við mig í svoleiðis vinnu.

Auðvitað snýst þetta líka um að getað haft sem hæst laun miðað við menntun og ég er ekki mikið menntaður nema í stóra skólanum skóla lífsins ég hef auðvitað lært ýmislega á leið minni um lífið og farið á ýmis námskeið hérlendis og erlendis varðandi þá og þá vinnuna.

Það kemur í ljós hvert guð leiðir mig eitt veit ég og þó ég hafi ekki gráður hér og þar þá er ég vel gefinn sjaldan veikur hræðist ekki mikla vinnu og þó ég segi sjálfur frá harðduglegt kvikindi svo ég hef engu að kvíða.

Eiðið góðan dag og megi guð vera með ykkur öllum Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

hey vá til lukku með þetta, enn spennandi. Gangi þér rosalega vel, með þennan nýja kafla í lífnu.  Guð blessi þig og varðveit.

Linda, 29.8.2007 kl. 16:07

2 identicon

Sæll félagi Úlli!

Hvað finnst þér ljósanæturlagið Ó Keflavík. Og froðuna í gosbrunninum  verður heitt á kðnnunni hjá þér á laugardagskvöldið? Við sjáumst kannski þá. Kv Siggi Gunn

Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 20:00

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Vissulega verður heitt á könnu Siggi minn og lagið er ágætt þó sungið sé um Keflavík ekki Njarðvík en þeir hafa jú alltaf verið músikmenn strákarnir í Keflavík og margur sóma drengur hehehe.láttu endilega sjá þig og hafðu frúna með kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.8.2007 kl. 20:22

4 identicon

Sæll Úlli.

Datt hérna inn og vildi óska þér góðs gengis á nýju tímabili :)

Gleðilega ljósanótt

Petra Rós (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 14:57

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gangi þér vel með þennan nýja áfanga Úlli, þú verður í bænunum mínum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 30.8.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband