20.9.2007 | 21:31
Það sem kom í minn hlut?
Eins og sést hefur þá hef ég að mestu dregið mig í hlé varðandi bloggið,og er það ekki vegna þess að ég hafi ekkert að segja af og frá.
Ég hef enn jafn sterkar skoðanir á hinum ýmsustu málum varðandi pólítík velferð jafnrétti og guð minn Jesú Krist,hins vegar hef ég enga þörf á að deila þessu neitt lengur með einum eða neinum.Það má vera að ég sé örhuga og snöggur til, fljótur að hugsa og geng ákveðinn til verks.
Mig langar samt að skrifa smá um eitthvað sem flestir hafa misskilið varðandi mig og hvert ég stefni og hversvegna má vera að mörgum finnist ég öðruvísi og sennilega er ég svo þegar kemur að vissum hlutum varðandi eitthvað sem enginn er svo sem að spekulera í nema kannski ég.
Ég hef alltaf haft óbilandi áhuga á mannskepnunni og þróun manns,dulspeki trúarbrögðum og vissulega stjarnfræði störnuspeki talaspeki og yfirnátturulegum hlutum af ýmsum toga.
Fólk hefur oft verið að segja mér að það sem koma mun komi bara og við höfum ekkert með það að gera,þar er ég algjörlega ósammála hvernig getur eitthvað átt sér stað ef enginn mun verða verknaðurinn og ekki framinn af neinum allt orsakast af gjörðum einhvers afls og einhverjir vinna þessu afli þess er verða mun.Og þessvegna verð ég að spyrja og hver mun þá gera og afhverju og við höfum öll eitthvað hlutverk í heimi hér varðandi það er koma mun og verða vill.
Sennilega mun ég héðan í frá fjara út hér á blogginu og bara lesa hvað aðrir hafa fram að færa og kannski af og til kommenta ef ég nenni.Svo er bara annað ég bara kæri mig ekkert um að neinn skilji mig annar en ég sjálfur og drottinn guð minn og það er bara alveg nóg fyrir mig.
P.S ég er ekkert að missa það neitt og er ekki að byðja um eitt eða neitt megi guð og gæfa fylgja ykkur á leið um lífið kveðja Úlli.
Athugasemdir
það er leitt ef þú hættir alveg, því að þú hefur margt gott fram að færa. En stundum tekur fólk sér pásur í blogginu og ég vona að við eigum eftir að sjá meira frá þér þegar þú dettur í þann gírinn
Guðrún Sæmundsdóttir, 20.9.2007 kl. 22:16
Farðu í blessun, vertu marg blessaður. Bless Úlfar
Linda, 21.9.2007 kl. 00:29
Sæll Úlli alltaf gaman að lesa það sem þú hefur fram að færa þú hefur sérstakt lag á að koma með skemtilegan vinkil á lífið og tilveruna. keep up the good work. k.v. flutningabílstjórinn í Grindavík.
Bjarki (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 23:05
Ég sé að samgrindjáni hefur kommentað og mun ég ekki vera minni maður. Úlli minn, það væri blóðtaka ef þú hættir alveg - sjálfur eins og þú, er ég ekki duglegasti bloggarinn, og var þetta orðin fíkn sem ég kunni illa við. Nú í dag hef ég náð tökum á þessu og skrifa fáar greinar og vandaðri. Ég mæli með að þú gerir slíkt hið sama, því mikill væri missir af hermanni eins og þér.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.9.2007 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.