13.10.2007 | 09:39
Guð er mér góður.
Undarlegt með mann stundum,hér sit ég í morgunsárið og ætlaði að blogga eitthvað frá hjarta mínu.En ég finn að það liggur mér ekkert á hjarta til að skrifa um og ekki er ég vanur að segja ekki neitt,Það er nefninlega svo að mér líður bara alveg ljómandi og ekkert er rokið í hausnum að þvælast fyrir mér.
Oftast þegar mér líður svona og allt í goddý þá er ég veikur og þar með slappur og hef ekki orku,en svo er ekki að fara nú jú jú ég er smá stíflaður af kvefi en ég er það nú alltaf.Ég hef stundum spáð í hversu heilsuhraustur ég sé þetta líka peð grindhoraður skapofsamaður stundum með allt á hornum sér.
Mín skýring á hraustleika hefur ekkert með massaða vöðva að gera heldur menn og konur sem vinna sín verk vel og mæta þegar von er á þeim,hrausta liðið tekur ekki alltaf sína 2 daga í veikindi á mánuði eins og það sé eftirsóknarvert að slappa af heima veikur,ég hef unnið mikið með svoleiðis fólki um æfina og yfirleitt lendir vinna þeirra fyrir vikið á öðrum sem ekki eru áskrifendur á kaupi sínu eins og ég kalla það stundum.
Ég tel mig heppinn mann að vera svona eins og ég er og stundvísi er trúmennska og það er gott að vera bara verðugur launa sinna hvort þau eru há eða lág skiptir ekki öllu heldur að lifa af þeim sáttur við sitt og maður smíðar stakk eftir vexti,ég þarf ekki alltaf að vera að kaupa mér eitthvað drasl til að mér líði vel,mér líður vel þegar ég veit að ég er að gera mitt besta öllum til handa og sælla er að gefa en þiggja.
Guð hefur verið mér góður undanfarið og ég held ég sé honum þakklátur þegar ég skrifa hér held er vegna þess að ég á erfitt með að skilgreina tilfinningar og rugla þeim oft saman í eitt stórt eitthvað en þetta er allt að koma og ég er nokkuð sáttur við sjálfan mig í dag.
Megi Kristur vera ykkur kær og náðugur og með hann í liði mínu hef ég ekkert að óttast kveðja Úlli.
Athugasemdir
Þú gefur svo mikið gott af þér ulli. það er mikilvægt að þeir sem eru að lesa blogg trúaðra sjái þaðað við erum öll bara ósköp venjulegar manneskjur með þrá or væntingar, og stundum erum við hirt fyrir of hraðan akstur og þetta er barasta ekker til ð pirra sig yfir Guð blessi þig Ulli minn
Guðrún Sæmundsdóttir, 14.10.2007 kl. 00:21
Takk Guðrún fyrir þín hlýju orð,það er gott að finna samkennd meðal annarra og megi guð þig varðveita og blessa Guðrún kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 15.10.2007 kl. 07:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.