Í hvaða bull Landi bý ég eiginlega

á bara ekki orð yfir vitleysuna sem er í gangi hér.Mál eru að ég er með innheimtuseðil frá innheimtustofnum sveitafélaga uppá 74.553 kr gott og vel gjalddagi er 1.10.2007 og þegar ég les á miðan góða stendur eindagi 31.10.2007.                          Svo koma auðvitað mánaðamót og í dag 2.nóvember ekkert að því.

Er ekki bankað á hurð á húsi mínu í kvöld og mér rétt greiðsluáskorun bréf stílað á 10.10.2007 og mér tjáð að ég skuldi höfuðstól kr.74.553 Dráttarvextir kr.0 Birtingakostn kr.1.850 samtals Skuld kr.76.403

auk áfallandi dráttarvaxta til greiðsludags og annars áfallandi kostnar.Er hér með skorað á yður að gera skil eða semja um skuld yðar innan 15 daga frá móttöku greiðsluáskorunar þessarar. Að þeim tíma liðnum megið þér vænta þess að krafist verði aðfarar fyrir skuldinni skv.2 tl. 7.mgr.5.gr. laga nr 54/1971 um innheimtustofnun sveitafélaga,án frekari tilkynninga.     Fellur þá um leið aukinn kostnaður vegna innheimtu kröfunnar.

Svo stimplar undir viss hdl.

Sko málið er auðvitað hvernig er hægt að skrifa svona bréf og vísa innan 15 daga 10.10 þá myndi nú dagssetning verða 25 sem og er liðinn og ég fæ bréf 2.11.2007 og greiðsluseðil með eindaga 31.10.2007 og svo skrifar lögfræðingur undir.Ég er nú bara með gagnfræðiskólapróf en ég sé strax að þetta gengur ekki upp.

Þetta er orðið meira bananalýðveldið sem ég bý í,mér er næst að skapi að selja allt og koma mér burt áður en ríkið stelur af mér öllu.Hvernig væri að ríkið borgaði nú skuld sína sjálf við byrgja vegna uppsafnaða skulda vegna sjúkrahúsa og heilsugæslu og gæfi nú lýð sínum smá sjens og kæmi fram við almúann af einhverri virðingu.Góðar stundir kveðja Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Voðaleg harka er þetta hjá ríkinu

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.11.2007 kl. 23:05

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Segðu,en hvernig má vera að einhverjir setja inn eindaga en vilja síðan ekki veita hann.Núna skilur þú kannski af hverju ég er alltaf svona jákvæður Guðrún mín kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 5.11.2007 kl. 07:28

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Málið er nú bara það, að um leið og laun allmúgans hækkar um 1 krónu þá hækka laun ríkisbubbana um 50 þús og matvörur hækka í leiðinni. Ég kannast við svona vitleysu eins og þún vitnar í hér. Ríkið, sveitafélög og bankar eru aðalkrimmarnir í dag sem ræna allmúgan...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 15.11.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband