3.12.2007 | 20:36
Ekki gengur nú að sitja
við tölvu sína og moka uppísig súkkulaði eins og ég er að gera nú,málið er bara að ég ætti að vera á fullu að skreyta og setja upp seríur í gluggana og svoleiðis fyrir jólin.
Ég verð bara að segja eins og er ég er eitthvað andlaus þessa dagana og hreinlega þreyttur,auðvitað er allt í lagi að gera bara ekkert svona stöku sinnum og mér á að finnast það bara fínt.Ég er sjálfur mér verstur alltaf að skammast í sjálfinu ef ég slaka á. Árið 2007 hefur svo sem verið mér gott og mér gangur flest í haginn,ég á samt eftir að gera upp í sálu minni stórt mál til að öðlast frið í hjarta og sálu minni.
Til að svo geti orðið verð ég að láta af sem mér er reyndar þvert um geð,ég er ekki þessi típa sem gefst upp fyrir einu eða neinu þegar ég bít eitthvað í mig.En auðvitað verð ég að klára viss mál til að getað haldið áfram för minni um lífið og lært af því,ég veit eitt ég vil og þrái að vera áfram edrú og til þess þarf ég að leggja á mig eitthvað og verða fær um að gefa eins og að þiggja,og þar kannski liggur hundur minn grafinn.
Ég á reyndar sterkt af í guði mínum Jesú og ég reyni að tengja mig honum og verða fær um að gera hans vilja,en stundum vill ég bara gera minn vilja sem síðan mig oft tekur af braut og færir mig fjær guði mínum.Þetta með viljann er svo sterkt afl stundum að vissulega getur það komið manni um koll,þegar maður verður svo þver og erfiður að ekki er tauti komið við.
Ég veit bara eitt að ég hef komist nokkrum sinnum um æfina í svo góða líðan að slíka fékk ég aldrei í neyslu sama hversu gott kikkið var,og auðvitað vil ég dveljast sem oftast í slíkri sælu.Ég er sennilega skapstór frekjuhundur þegar því er að skipta og stundum bara sé ég það ekki sjálfur eða vil ekki sjá það.
Well hvernig ég tækla þessi mál mín verður að koma í ljós og ég ætla að leyfa mér nú að gera ekki neitt í bili nema safna kröftum og síðan kannski á miðvikudag byrja ég að ljósa mína glugga.Ég þakka ykkur öllum heimsóknina og megi guð ykkur fylgja og varðveita í Jesú nafni kveðja Úlli.
Athugasemdir
æji Úlli, gefðu sjálfum þér séns það er mesta skammdegið og flestir eru að díla við smá depurð. Það er bara normal. Þér gengur vel og átt frábær börn, nú er um að gera að hrökkva í skreytingagírinn En það væri frábært ef þú sæjir þér fært að koma í KFUM&K á þriðjudagskvöldið eftir viku en þá er aðventukvöld félagsins og gamli biskupinn okkar herra Sigurbjörn Einarsson flytur hugvekju. Að vera í návist þess manns er bara blessun, hann er sannur guðsmaður
Guðrún Sæmundsdóttir, 3.12.2007 kl. 20:47
u've got m8l3
Linda, 4.12.2007 kl. 00:43
Sælar stúlkur,sko til að vera nú ekki svona neikvæður þá er byrjað að rigna og þá þarf ég ekki þvo rúðurnar að utan bara innan áður en ég set upp seríur,svo hvað er ég eiginlega að kvarta þetta allatíð.Og auðvitað get ég steypt mér í skuldir og keypt og keypt eins og mér væri borgað fyrir.Svo ekki sé nú talað um fullt af frídögum í vændum og alles.Svo ég skal bara fresta mínu súti og hafa gaman af þessu bestu kveðjur Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 4.12.2007 kl. 06:47
vertu ekkert að kaupa einhverja vitleysu, jólin eru ekki hátíð kaupmanna. En þú sleppur nú ekki við að eiga nokkrar jólaseríur til að gera fínt
Guðrún Sæmundsdóttir, 5.12.2007 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.