29.12.2007 | 13:29
Smá tipp hjá mér
svona til gamans,
Birmingham-Fulham X
Chelsea-Newcasle 1
Portsmouth-Middlesboro 1
Sunderland-Bolton 2
Tottenham-Reading 1
West Ham-Man U 2
Wigan-Aston Villa 2
Everton-Arsenal X
Best væri auðvitað að West Ham tæki bara Man Und og hitt stæði það væri eðal gott lifið heil Úlli.
Eykur Manchester United forskotið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
4 réttir af 8! Ég þarf að taka þig í kennslustund í tippfræðum.
Mummi Guð, 29.12.2007 kl. 21:10
Segðu ég gerði þau mistök líka að vona svona smá uppá hvað væri best fyrir Villa,svona getur mar verið ruglaður en jú ég er glataður tippari og verð víst bara að viðurkenna það Mummi minn.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 29.12.2007 kl. 23:40
Ég þarf að taka þig í kennslustund í tippfræðum.
Vó - er ekki hægt að misskilja svona lagað? hehehe ...
Gleðilegt ár kæri Úlli ! Og takk fyrir yndisleg viðkynni á árinu!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.12.2007 kl. 01:30
Sæll og blessaður. Gleðilegt nýtt ár Úlli minn og þakka góð kynni. Ég sé að Guðsteinn vinur okkar ætlar að taka þig í kennslustund. Alls ekki mín deild Nú er loksins komin mynd af mér á bloggið. Hér: http://gylfablogg.blog.is/blog/gylfablogg/ Ég var að spá í hvort karlinn á myndinni hjá Guðsteini væri á lausu. Sennilega tek ég karlinn með valdi. Það er í tísku ofurfemínista í dag
Guð blessi þig/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 09:18
hmmmmm? Hvaða karl áttu við Rósa mín? Ætlar þú að taka mig með valdi? tíhí ... ég sé enga mynd nema kannski af sjálfum mér ... :D
Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.12.2007 kl. 09:47
Hæ Úlli og Guðsteinn. Nei ég má ekki taka gifta menn trausta taki. Þið eruð búnir að fá e-mail og þá vitið þið hvaða karl ég var að tala um
Þið eruð frábærir og alveg yndislegt að eiga skemmtilega vini. Mikið eru allir kurteisir með næst síðustu færsluna hjá Guðsteini. Minnir að einn hafi skrifað athugasemd Guð blessi ykkur og fjölskyldur ykkar um ókomna tíð. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 11:27
Takk kæru vinir,Rósa mín þú ert nú ekkert slor heldur og já Guðsteinn er harðgiftur og reyndar velgiftur maður.Ég aftur á móti er laus og liðugur eða allavegana smá liðugur enn,og fær í flestan sjó ef hann er ekki svaka kaldur minnir mig reyndar á einn góðan.
Hann er eitthvað á þessa leið ég reyndi einusinni að míga í saltan sjó en það mun ég ekki gera aftur nema á háflæði,ég rispaði svo á mér kónginn að ég varð að parkera vininum í heila viku á eftir.
Þið fyrirgefið mér ég veit svona nokkuð er ekki prenthæft fyrir mann í minni stöðu,en jú auðvitað má mar gantast smá annaðslagið er það ekki.
Gleðilegt ár öll sömul og ´megi 2008 gefa okkur sannan guðs anda og verum trú allt til dauða og þá munum við hljóta lífsins kóronu.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 31.12.2007 kl. 12:33
Úlli minn, þú hefur vonandi lært að það að póstulínið er best fyrir félagann.
Gleðilegt ár Úlli og takk fyrir það gamla. Hafðu það sem allra best yfir áramótin og á nýja árinu.
ps. það var gaman að hitta þig á þorláksmessu.
Mummi Guð, 31.12.2007 kl. 14:38
Sæll Úlli minn. Var að lesa athugasemdina þína aftur og ég fékk aftur algjört hláturskast Hér getur þú lesið svolítið um fjörið hér í gærkvöldi og eins á þessari síðu stendur Bjarki og hann er líka duglegur að segja fréttir héðan. Slóðin: http://www.vopnafjordur.is/ Best að fara að eiturbrasa eitthvað´áður en rafmagnið fer. Guð blessi þig/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.