11.1.2008 | 19:33
Guði sé lof að það er
komin helgi.Usss ég er bara pirraður núna búinn að standa í ströngu í vinnunni þessa vikuna,síðan kem ég heim og fer inná heimabankann minn allt í góðu með það.Nú til að gera langa sögu stutta skipti ég um trygginga félag varðandi tryggingar þessa árs og flutti mig til,sé ég síðan ekki á reikningasíðunni að ég skuldi 1/2 2008 ökutækistryggingu reyndar tvær og sú fyrri hljóðar uppá 511 þúsund og eitthvað og hin uppá 49 þúsund og eitthvað samtals tæp 561.000 íslenskar krónur og það eina sem er á gjalddaga nú í Feb hjá mér er mótorhjólið mitt.
Fyrr má nú vera reikningur fyrir að fá að hjóla svona 10 daga á ári sem eitthvað veður er til,og síðan varðandi þetta félag sem reikning sendir er það einmitt félagið sem ég sagði upp.Eins gott að ég er ekki með allt í greiðsluþjónustu og kannski heiladauður á Landspítala þá yrði þetta greitt með bros á vör og engar spurningar spurðar,mætti halda að íslensk tryggingafélög séu hreinlega að reyna að moka inn áður en þau fara á hausinn.Mín ráð til allra farið yfir hvern einasta reikning sem þið og greiðið og ef þið skiljið ekki hvað er verið að rukka fyrir þá eigið þið heimtingu á að vita hvað þessi reikningur eigi að þýða og fyrir hverju.
Megi guð ykkur geyma og lifið heil kveðja Úlli.
Athugasemdir
Úlli minn. Þú þarft að biðja Guð um lottóvinning Bilaðar upphæðir. Hvað kostar tryggingin fyrir hjólið? Þú nefnidr tvær tölur og skildi ég að það væri frá gamla og nýja tryggingarfélaginu þínu. Skildi ég það rétt? Ég vona að þú eigir frábæra helgi. Drífðu þig á tónleika á morgunn í Hvítasunnukirkjuna í Reykjavík. Hvítasunnukirkjan í Keflavík stendur fyrir þessum tónleikum og eru tónleikarnir til styrktar barnastarfi í Kenía. Þar verða allir í stuði með Guði. Shalom.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.1.2008 kl. 02:28
Úlli, þú veist það að tryggingafélögin hafa verið að stórtapa að undanförnu vegna lækkunnar á hlutabréfamarkaðinum. Það er ekkert gaman að eiga milljarða í hlutabréfum sem hríðfalla. Þannig að tryggingafélögin verða fá einhvern pening á móti, eins og þú veist þá taka tryggingafélögin aldrei neitt á sig.
Svo þú verður að greiða tryggingafélaginu 511.000 vegna hlutabréfafallsins og ef þú borgar þetta ekki þá er Intrum sendir á þig. En eins og þú veist þá er Intrum eina löglega handrukkarafélag landsins.
Mummi Guð, 12.1.2008 kl. 07:11
Komið sæl kæru vinir,Rósa ég hef ekki enn séð reikningana nema í heimabankanum ekki enn fengið seðlana,en ég vænti að þessir 2 reikningar séu annrsvegar lögbundin trygging þessi hærri upphæð og hin fyrir kaskóinu.
Sem sagt tæp 561.000 krónur og ég sem hef verið tjónlaus í yfir 20 ár. Mummi já það var þessvegna sem ég skrifaði þessa færslu nú munu bankar tryggingafélög og reyndar flest félög fara á fullt að dæla þessu tapi yfir á neytandann á fullu.Varðandi markaðinn í 15 ár á undan hruninu var markaðurinn að gefa milli 20-30% á ári og ekki var nú nein umbun til neytenda þá.
Íslenskt þjóðfélag er rekið meira og minna af einni alsherjar mafíu og skítapakki sem umbunar stanslaust hvert öðru og það meira og minna á okkar kosnað.Ég segi það hreint út og stend við orð mín ég hef óbeit á þessu liði.Shalom bæði tvö þó ég noti nú aldrei þetta orð kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 12.1.2008 kl. 08:44
tími komin til að flytja til DK. Kaupa mér hús þar og fá mér síðan Rottweilar og hjóla þangað sem mig langar að fara...Ísland er of skrítið land fyrir mig..það vantar allt komon sence hérna...piff.
Linda, 12.1.2008 kl. 18:49
Linda pantaðu far fyrir tvö,ætli maður komi ekki bara með þér áður en maður verður eignalaus og skuldum vafinn staddur í miðju helvíti.
Stelpur eruð þið búnar að skoða kettlingana sem ég setti inn mynd af í morgun kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 12.1.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.