Eitthvað fyrir

Tækjafríkina mig,ég á eftir að fá mér iPhone og get ekki séð hvernig ég geti með góðu móti sleppt svona tæki,urg stundum þoli ég ekki sjálfið mitt sem vill og vill og verður að fá.
mbl.is iPhone fær minnisstækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Strákar verða alltaf strákar!

Mummi Guð, 5.2.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn. Freistingarnar í þessu tilviki eru til að falla fyrir þeim. Láttu þetta eftir þér og ekkert múður.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.2.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Sæl veriði gott fólk,ég ætla að setja þessi kaup í bið,og vissulega er það rétt að sumt á maður skilið og allt það.Það er bara oft svo með allt sem maður gerir og jafnvel kaupir,spurningin er hvernig mér líður á eftir.Jú Jú ég er tækjafrík og hef mikið gaman af tækninýjungum og á mikið af allskonar svona dóti sem síðan ég nota sama og ekkert og hef jafnvel ekkert að gera með.

Lifið heil og guð veri með ykkur.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 7.2.2008 kl. 06:58

4 identicon

Blessaður þú bara verður að fá þér svona.Ég er kominn með 2 svona og ég er bara allt annar thí hí,Þetta er ágætt hjá þér kall sko síðan mættir samt skrifa meira frá hjartanu.                         Helgi Hró.

Helgi (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:31

5 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

He hehe hafa ber í huga skemmtilegheit varðandi færslu mína,að nú er komin auglýsing hér á síðunni frá Nova sem er jú hvað.Símafyrirtæki sem auðvitað mun sinna öllu svona 3g dæmi og mpfiles bla bla bla og bluetooth og allt þetta dót.

En hvað um það hafðið það öll alveg ljómandi þótt úti sé allt í veseni allavegana á mínu svæði og vont að komast erinda sinna,en þá er bara að taka þessu með æðruleysi og bera sig vel kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 7.2.2008 kl. 20:07

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn. Ég var á Egilsstöðum í gær og eyddi töluvert meiri peningum en sem einn iPone kostaði  Guð blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.2.2008 kl. 20:17

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er eitthvað vesen með nýjustu Iphonana það gengur illa að brjóta kóðann svo að ég myndi hafa það allt á hreinu áður en þú fjárfestir í græjunni. Í augnablikinu er ég í heimilistækjaalsælu með IRobotinn minn

Guðrún Sæmundsdóttir, 7.2.2008 kl. 21:38

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

úps sennilega er ég að tala um næstnýjustu Iphonana, smávesen með Iphona sem keyptir voruí janúar. en ég læt mér 5 ára nokiasímann duga krakkarnir mínir eru aftur á móti að reyna að fá einhvern í að græja iphonana sína eitthvað vesen með það.

En ég mæli sterklega með Irobotum, þeir eru samt alltof dýrir hér, ég keypti nýjustu ryksugu-róbotinn og líka skúringa-robot í USA á samtals 42 þúsund en bara ryksugan kostar hér tæpar 50þúsund, samt ferlega pirrandi að þurfa að nota straumbreyti, ég tímdi bara að kaupa einn á heilar 6þúsund, mig vantar eiginlega amerískt fjöltengi þá gæti ég haft báða robotana í hleðslu í einu á þessum fokdýra straumbreyti. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 7.2.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband