Smá fréttir af kisum

Hér er enn fullt hús af köttum sem gera mest jú það sem þeim hentar hverju sinni,og það er einmitt það sem heillar mig svo mikið varðandi ketti.

Það er þetta að sigla bara sinn sjó og ef þeim vantar kúr eða klór þá mæta kisurnar hver af annari og fá sitt,nú ef það hentar ekki rölta þær burt eða hlaupa og fá sínu fram.Að vísu fer ég með Drottninguna hana Rósu á morgun til dýralæknis og verður freistað að gera hana ófrjóa,hún á tíma kl:1100 síðan þegar hún verður sótt mun snótra litla dóttir hennar fá smá tíma í skoðun varðandi loppuna höltu,sú fæddist með smá eymsli á framloppu sinni annarri.

Nú þessi færsla er að mestu gerð til að gleðja bloggvinkonu mína eina sem býr fyrir austan og heitir Rósa,eins og systir mín sem og Kisa dóttur minnar.Svo nóg er af Rósum í mínu lífi svo vægast sé nú sagt.

Annars er ég nokkuð góður og enn fremur upptekinn varðandi vinnu mína,en það er jú allt í áttina og okkur líður bara orðið bísna vel,það er að vísu engin kvenkyns í vinnu minni enn sem komið er.En ég tek fram að ég réð nú engu um það,en kannski ræð ég einhverju um það síðar svo hver veit hvað verður í þeim efnum.

Jæja ég læt þetta duga af heimilisaðstæðum mínum að sinni og bið ykkur vel að lifa kveðja loopi the loop eða Úlfurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn. Get nú ekki annað en látið sjá mig hérna vegna þess sem í vændum er

Aumingja Rósa, ég votta nöfnu minni samúð mína. Hún sem er bara nýbyrjuð að njóta lystisemda lífsins  og þá er hún neydd til að fara í KASKÓ.

Mjá, mjá, mjá, mjá, mjálmar gráa kisa.

Hvert er hún að fara?Út í skóg að ganga -uss, uss, uss, uss!

Skógarþröst að fanga.

 

Mjá, mjá, mjá, mjá, mjálmar Rósa kisa

Hvert er hún að fara?

Út í skóg að ganga-

Ekki segja Úlla neitt.

Högna hún ætlar að fanga.

 

Kæra nafna þú átt alla samúð mína.

 

 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.2.2008 kl. 02:03

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já Rósa svona er nú bara lífið oft,ég er ekkert voða spenntur sjálfur með að gera þetta.En ég bara get ekki verið næstu ár með fullt hús af köttum,því það gengur oft misvel að losna við kettlinga.Öllum finnst þeir æðislegir og svaka fjör en fáir kæra sig um að fá þá heim í heiðar dal.

Það vantar meiri sveitavarg í liðið hérna fyrir sunnann við erum orðin svo mikið heimsfólk og þurfum alltaf að komast erlendis reglulega og þá er oft erfitt að vera með dýr.

Ég lofaði að vísu börnum mínum einu goti og ég stóð við orð mín,það bara verður að duga,vantar þig nokkuð kettling ég hef örugglega einn vel alinn handa þér mín kæra vinkona.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.2.2008 kl. 06:47

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn. "Vantar þig nokkuð kettling?" Hér eru nóg af kattareigendum sem hafa boðið mér kisu og hef ég afþakkað þau tilboð.  Við Rósa nafna mín verðum bara að vera Högnalausar hvað sem tautar og raular.

Kær kveðja úr sveitinni fögru þar sem nóg er til af Högnum og Læðum.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.2.2008 kl. 12:02

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég er að vísu læðulaus höngi í leit að.....................og auðvitað væri nú lífið..................þegar svo auðvitað við tvo ég og.................................eina og blómið eina sem sprettur á vori í leit sinni að ljósi...........................................eins og þú veist Rósa þá er ég hinn sanni....................................og botnaðu nú kæra vinkona.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.2.2008 kl. 18:52

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl minn kæri. Þú ert rosalegur prakkari    Ég skemmti mér vel hérna á hinum endanum á eyjunni okkar

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.2.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband