Um helgina

mun ég reyna að eiga notalegar stundir með börnum mínum,á morgun laugardag er planið að við förum saman í barnaafmæli hjá bróður mínum og unnustu hans,og þá fáum við að sjá drenginn ljúfa og það ríkir tilhlökkun hjá okkur hérna á heimilinu.

Krakkarnir eru alsæl með að hafa eignast nýjan frænda og sjálfsagt verður mikið skoðað og pælt á morgun hjá bæði börnunum og vissulega mér.

Annars finn ég að ég er svona fremur þreyttur eftir mikið at í vinnu undanfarið og auðvitað er það líka góð tilfinning,við strákarnir afhentum fyrstu gluggana úr verki hjá okkur í gær og ég er afar stoltur af okkar vinnu,enda höfum við lagt töluvert á okkur þessir sem eru þarna í verksmiðjunni.

Við erum að ná ágætistökum á þessum áleiningum,þetta er svolítið öðruvísi en maður á að venjast og allt önnur vinnubrögð,en ég viðhafði þegar ég vann í glugga verksmiðju Byko hér um árið.Þetta eru svo margir prófílar og allskonar tengingar sem verður að hafa í huga nú,sem sagt krefjandi og alveg eins og sniðið fyrir mann eins og mig.

Ég er nefninlega þessi týpa sem leiðist þegar jobb hættir að vera krefjandi og ég hætti þá að hafa gaman af vinnu minni,og hugur minn sækir annað.Ég þarf bara að hafa heila minn á kafi í að leyta lausna og vissulega veit ég allt og langt þar frá,en í dag er ég bara ófeiminn að segja þegar ég veit ekki né kann og bara hringi í mér fróðari menn.Enda trúi ég að lífið sé best þegar liðsheildin spilar vel saman.

Sem kemur að því sem ég elska íþróttir og ég enda á að segja áfram Aston Villa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn. Njóttu helgarinnar með sólargeislunum þínum. Guð blessi þig kæri vinur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.2.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Takið til athugunnar að línan sem segir,og vissulega veit ég allt(átti auðvitað að vera vissulega veit ég ekki allt)en svona er þetta nú stundum hjá mér.Ég ýti oft of fljótt á senda og hreinlega les bara ekki alltaf hvað ég hef skrifað yfir og bara sendi,og auðvitað koma þá stundum villur sem þarf að leiðrétta.

Eigið góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 23.2.2008 kl. 09:28

3 Smámynd: Mummi Guð

Ég segi eins og Kaninn, have a nice weekend.

Mummi Guð, 23.2.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband