24.2.2008 | 07:44
Smá pæling um
Helvíti,og hvort og hvar sá staður er.
Litum okkur aðeins nær og skoðum hlutina hér á jörðu.
Ég er lítill drengur í Bagdad og eftir að mamma hefur náð að aura saman öllu fé sem á heimilinu finnst,er ég beðinn að fara í búð og versla nauðsynjar.Málið er auðvitað mest hvort ég nái að komast í búðina og aftur heim fyrir utan auðvitað að ekki verði hægt að kaupa nema smá af lista nauðsynjanna,ég kom ekki heim því sprengja sprakk og var ég meðal þeirra er féllu.
Ég er lítil stúlka í Sómalíu og mig langar að læra að verða hjúkrunarkona,en draumar mínir hafa orðið að martröð og ég orðin að skömm ættar minnar.Og hvernig gat slíkt gerst jú mér var nauðgað af uppreisnarmönnum á leið minni heim úr skólanum,og ég er ekki nema 10 ára gömul og ef ég verð hér áfram í heimabæ mínum er líf mitt þegar búið.
Ég er ung kona á Indlandi og maður minn vildi fá sér aðra konu,hann hellti yfir andlit mitt sýru og er ég afmynduð síðan og enginn kærir sig um mig.Hvorki fjölskylda mín né annað mannsefni því smán mín er slík að ég get bara verið innandyra í húsverkum fyrir fjölskyldu sem sá aumur á mér og ég sef í geymslunni og fæ afganga þeirra til matar.
Ég er lítill drengur í Brazelíu og brátt verð ég 11 ára,ég hef búið á götunni með klíku minni nú að verða í 2 ár.Ég tilheiri mest endri strákum sem gera mig út í þjófnaði,í síðustu viku dó besti vinur minn hann var myrtur af annari klíku sem vill okkar yfirráðasvæði.
Ég er ungur maður í Kína á konu og litla stúlku,mig langar auðvitað að eignast líka dreng.Sá draumur er auðvitað fjarlægur og ég verð að ná að sætta mig við að sennilega verði aldrei svo,ég vinn 14 tíma á dag 6 daga vikunnar í kolanámu hér í norðurhéruðum Kína og laun mín eru ekki næganleg fyrir meiru en nauðsynjum og annað barn er því ekki mögulegt,fyrir utan að slíkt er erfitt vegna mannkvóta.
Ég er unglingur í Tælandi og brátt verð ég 16 ára og þá fæ ég að skreppa heim og hitta fjölskyldu mína sem býr við Landamæri Laos.Ég hef verið í Bankok að vinna á saumastofu nú í næstum ár,ég hitti vonandi kærasta minn sem sennilega er bara kominn með aðra.Ég er samt feginn að vinna 16 tíma á dag á Saumastofunni og geta sent peninginn heim,því annars var verið að spá í að senda mig fyrst til Pattayja og stunda hórdóm.
Ég er 8 ára drengur í Afríku og við erum í borgarastríðsöld bróðir minn 10 ára var drepinn með öxi í gær,en ég gat hefnt með að skjóta manninn með byssunni sem frændi lét mér í té.Ég hef verið nú í 3 mánuði á vergangi og veit ekki hvort Pabbi sé á lífi enn,mamma dó fyrir 2 árum úr Aids,og systir mín er fárveik úr eyðni líka svo brátt fer hún sömu leið.
Ég gæti auðvitað haldið svona áfram næstum frá öllum löndum heims,og það fær mig til að hugsa um hvar og hvort helvíti sé til.Ég held hreinlega að helvíti sé nú bara hér og nú á jörðinni.
Megi guð ykkur blessa og varðveita kveðja Úlli.
Athugasemdir
Sæll Úlli minn. Þetta var mjög góð grein og ég vona að sem flestir sjái greinina því að þetta eru staðreyndir sem blasa við okkur en því miður horfum við í aðrar áttir til að sjá ekki hvað fólk á bágt í þessum heimi.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 24.2.2008 kl. 17:09
very deep amigo
Linda, 25.2.2008 kl. 00:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.