Greiningadeild Úlfars

Ég les mikið þessar blessaðar fréttir af krónu vorri þessa dagana,og ég verð að viðurkenna að sjaldnast er ég sammála þessum háu herrum í greiningardeildum bankanna.

Ég geri mér að vísu alveg ljóst grein fyrir því að nú er verið að handstýra ýmsu og margar leiðir notaðar,ég ætla ekkert að sinni að skrifa of mikið mál um rökin mín.Þá yrði þessi grein löng og leiðileg eins og peningamálefni verða oft,og kannski er það gallinn það nennir enginn að hlusta á endaleysu um sama dæmið reiknað á 1000 mismunandi vísu.Og allir hafa síðan rétt fyrir sér miðað við sinn útreikning.

Greiningadeild Úlli segir það hreint út það eru versnandi tímar framundan og besta ráðið er að taka ekki neyslulán nema brýna nauðsyn beri að.Byrjið strax að leggja fyrir og græddur er geymdur eyrir.

Lifið heil Úlli.


mbl.is Krónan heldur áfram að veikjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn.

" Skulduð ekki neinum neitt, nema það eitt að elska hvern anna, því að sá, sem elskar náunga sinn, hefur uppfyllt lögmálið." Róm. 13:8

Gjör reiknisskil

"Enn sagði hann við lærisveina sína: ,,Maður nokkur ríkur hafði ráðsmann, og var sá sakaður við hann um það, að hann sóaði eigum hans. Hann kallaði hann fyrir sig og sagði við hann: ,Hvað er þetta, er ég heyri um þig? Gjör reikningsskil ráðsmennsku þinnar, því þú getur ekki verið ráðsmaður lengur.` Ráðsmaðurinn sagði þá við sjálfan sig: ,Hvað á ég að gjöra, fyrst húsbóndi minn sviptir mig ráðsmennskunni? Ekki orka ég að grafa og skömm þykir mér að betla. Nú sé ég, hvað ég gjöri, til þess að menn taki við mér í hús sín, þegar ég verð sviptur ráðsmennskunni.` Hann kallaði nú á skuldunauta húsbónda síns, hvern og einn. Við þann fyrsta sagði hann: ,Hve mikið skuldar þú húsbónda mínum?` Hann svaraði: ,Hundrað kvartil viðsmjörs.` Hann mælti þá við hann: ,Tak skuldabréf þitt, set þig niður og skrifa sem skjótast fimmtíu. Síðan sagði hann við annan: ,En hvað skuldar þú?` Hann svaraði: ,Hundrað tunnur hveitis.` Og hann sagði honum: ,Tak þú skuldabréf þitt og skrifa áttatíu. Og húsbóndinn hrósaði rangláta ráðsmanninum fyrir að hafa breytt kænlega. Því að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins. Og ég segi yður: Aflið yður vina með hinum rangláta mammón, svo að þeir taki við yður í eilífar tjaldbúðir, þegar honum sleppir.

Trúir í því smæsta

Sá sem er trúr í því smæsta, er einnig trúr í miklu, og sá sem er ótrúr í því smæsta, er og ótrúr í miklu. Ef þér reynist ekki trúir í hinum rangláta mammón, hver trúir yður þá fyrir sönnum auði? Og ef þér reynist ekki trúir í því sem annars er, hver gefur yður þá það, sem yðar er? Enginn þjónn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón."

Guð þekkir hjörtu yðar

En farísearnir, sem voru menn fégjarnir, heyrðu þetta og gjörðu gys að honum. En hann sagði við þá: ,,Þér eruð þeir, sem réttlætið sjálfa yður í augum manna, en Guð þekkir hjörtu yðar. Því það, sem hátt er að dómi manna, er viðurstyggð í augum Guðs. Lögmálið og spámennirnir ná fram til Jóhannesar. Þaðan í frá er flutt fagnaðarerindi Guðs ríkis, og hver maður vill ryðjast þar inn. En það er auðveldara, að himinn og jörð líði undir lok, en einn stafkrókur lögmálsins falli úr gildi. Hver sem skilur við konu sína og gengur að eiga aðra, drýgir hór, og hver sem gengur að eiga konu, sem skilin er við mann, drýgir hór.

Ríkur og snauður 

Einu sinni var maður nokkur ríkur, er klæddist purpura og dýru líni og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði. En fátækur maður, hlaðinn kaunum, lá fyrir dyrum hans og hét sá Lasarus. Feginn vildi hann seðja sig á því, er féll af borði ríka mannsins, og jafnvel hundar komu og sleiktu kaun hans. En nú gjörðist það, að fátæki maðurinn dó, og báru hann englar í faðm Abrahams. Ríki maðurinn dó líka og var grafinn. Og í helju, þar sem hann var í kvölum, hóf hann upp augu sín og sá Abraham í fjarska og Lasarus við brjóst hans. Þá kallaði hann: ,Faðir Abraham, miskunna þú mér, og send Lasarus, að hann dýfi fingurgómi sínum í vatn og kæli tungu mína, því ég kvelst í þessum loga. Abraham sagði: ,Minnstu þess, barn, að þú hlaust þín gæði, meðan þú lifðir, og Lasarus böl á sama hátt. Nú er hann hér huggaður, en þú kvelst. Auk alls þessa er mikið djúp staðfest milli vor og yðar, svo að þeir, er héðan vildu fara yfir til yðar, geti það ekki, og eigi verði heldur komist þaðan yfir til vor. En hann sagði: ,Þá bið ég þig, faðir, að þú sendir hann í hús föður míns, en ég á fimm bræður, til þess að vara þá við, svo þeir komi ekki líka í þennan kvalastað. En Abraham segir: ,Þeir hafa Móse og spámennina, hlýði þeir þeim. Hinn svaraði: ,Nei, faðir Abraham, en ef einhver kæmi til þeirra frá hinum dauðu, mundu þeir gjöra iðrun.` En Abraham sagði við hann: ,Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, láta þeir ekki heldur sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauðum." Lúkas 16. kafli.

Fyrirgefðu Úlli minn en ég tímdi ekki að sleppa neinu úr þessum magnaða kafla og því er innleggið mitt langt. Vonandi verður mér fyrirgefið

Ég sendi nokkrum bloggvinum mínum bréf í hádeginu. Ég gleymdi að taka fram að ég mun vanrækja bloggvini mína eftir páska af persónulegum ástæðum og ég vil óska þeim til hamingju að vera laus við mig um tíma

Guð blessi þig, varðveiti og umvefji.

Kær kveðja

Vopna-Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.3.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Af hverju er þetta að gerast???...skil þetta ekki?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Enda er það ætlun ráðandi alfa að þú skiljir bara ekki neitt í neinu,og vitir ekki í hvorn fótinn þú eigir að stíga Anna mín.

Málin eru gerð flókin svo að hinn almenni neytandi geti ekki séð hvað sé í gangi,ég skal ekkert segja um að þetta sé eitthvað samsæri.

En taktu eftir einu í hvert sinn sem styttist í að seðlabanki gefi út ákvörðun um stýrivexti,þá mæta allar greiningadeildir Bankanna sem oftast jú spá óbreittu ástandi sem hverjir jú hagnist á aðrir en þeir sjálfir,þetta kalla ég að reyna að handstýra ástandi eins og menn vilja hafa ástand.

Lengi vel var sagt að vextir verði að vera í sambandi við verðbólgumarkmið,síðan er þenslan of mikil eða að krónan sé of sterk eða veik.Málið er auðvitað að mikill vill meir og það ert þú sem átt að borga,tökum dæmi með markaðinn sem hafur fallið mikið og mikið væntingafé sem áætlað var að væri einhverstaðar er hvergi og þá eru þeir peningar ekki til.Þessum peningum verða þeir að ná aftur og besta leiðin er að þú borgir eða réttara við með neyslu og lánum okkar sem eru auðvitað vísitölutryggð í stýrivöxtum uppá næstum 14% stig í 7% verðbólgu.

Útkoman verður alltaf á nýjum mánuði sem kemur  þá  skuldar þú meir.Annars er ég ekki hagfræðingur né viðskiptafræðingur eða neitt svoleiðis bara venjulegur neytandi sem ber hag litla mannsins fyrir brjósti.

Rósa ég þakka þér þitt fallega innlegg og þessi orð eru jafn sönn í dag og þau voru þá,því ekkert er nýtt undir sólinni og hringrásin mun halda sinn veg veri guð ykkur og varðveiti kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 13.3.2008 kl. 19:10

4 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Heyr heyr  lás á budduna

Kristín Jóhannesdóttir, 13.3.2008 kl. 20:42

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

takk Úlfar!...en ég skil samt ekki hvernig krónan getur verið í svona frjálsu falli með 13% stýrivexti??? Sá engin þetta fyrir?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2008 kl. 21:42

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Jú Anna mín margir sáu þetta fyrir,ég reyndi að tala þessu máli þegar ég byrjaði að blogga hér á mogganum.En var bara kallaður vitleysingur og þar frameftir götunum,svo er annað við höfum tilhneygingu til að opna ekki augun fyrr en allt er að fara niður.

Sennilega viljum við ekki trúa fyrr en á reynir,og Anna íslendindar eru miklir efahyggju menn og konur,og við dönsum meðal ráð er til.Ég vildi tildæmis fyrir síðustu kosningar að Seðlabankinn keypi meira gull og yki þann forða en mín ráð voru og eru sennilega einskynsverð svona eins og þín.Ég tilheiri nefninlega ekki hjörðinni góðu í Íhaldinu.Ég læri samt snemma að reikna og það hefur hjálpað mér mikið um árin.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 14.3.2008 kl. 00:25

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég skil...en hversu lengi verður þetta frjálsa fall krónunnar?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.3.2008 kl. 01:00

8 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég tel að þetta ár muni hún rokka fram og aftur falla fremur en hitt,Hagkerfið okkar hitnaði of hratt og heimurinn er að fylgjast með.Ef bankarnir standa af sér þetta ár og skila hagnaði sé ég að öldurnar muni læga.

Þessi bóla sem sprakk getur nefninlega orðið mjög dýrkeypt,en auðvitað eru líka enn tækifæri sem koma undir svona ástandi og einhver fyrirtæki fara auðvitað á hausinn.Ég hef reyndar meiri áhyggjur af fólkinu sjálfu því margir munu standa uppi gjaldþrota í árslok og missa eignir sínar.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 14.3.2008 kl. 07:23

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvenær á maður þá að kaupa íbúð?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.3.2008 kl. 21:34

10 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Það er í lagi að kaupa íbúð í dag fer eftir hvort þetta sé þín fyrsta eign Anna eður ei,málið er að skoða vel vaxtaprósentu og taka ekki lán sem hafa endurskoðunarákvæði.

Svo er annað sem vert er að skoða ef þú getur sjálf fjármagnað 20% án mikillar lántöku er gott að kaupa bara reiknaði strax hversu dýr eignin má vera og greiðslubyrðina miðað við tekjur ykkar sem munuð búa saman.

Ég sé líka annað og það er erfitt að leiga 80 fermetra íbúðarhúsnæði á yfir 100 þúsund á mánuði þó þú fáir jú einhverjar leigubætur frá kerfinu.Svo er óvissan um þegar maður leigir að hægt er að segja manni upp leigunni og slíkt hefur í för óvissu og ekki er það góð líðan.

Eins og staðan er núna í augnablikinu veit ég ekki hvort sé betra að taka erlentlán með föstum vöxtum eða hjá íbúðarlánasjóði með fasta vexti og verðtryggingu,því erfitt er að stóla á hvernig gengið muni þróast,það eru og verða alltaf getgátur eins og kerfið er byggt upp nú.

Vonandi hef ég ekki hrætt þig um of Anna mín,og gefðu þér góðan tíma til að skoða allar stöður vel og vandlega því enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,og það á við tækifæri sem og annað.

Bestu kveðjur Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 15.3.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband