Óska öllum nær og fjær

Gleðilegra Páska,ég verð ekkert viðlátinn hér á blogginu yfir hátíðina.

Í dag mun ég fljúga með góðum vin til Dublin og þar ætla ég að eiga náðuga daga,slappa af og njóta góðs matar og vonandi kemst ég í einhver söfn og skoða falleg útsýni hvort heldur sé í náttúru eður arkitektúr.

En svona að mestu að kýla á vömbina ekki veitir af,ég er alltaf að rembast við að fita sem ekkert gengur.Já ég er þessi týpa sem er alltaf á skjön við flest fólk.

Sem sagt kæru vinir og vandamenn guð gefi ykkur yndislega páska,kveðja Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Góða skemmtun í Dublin Úlli og mundu hvað gengið er orðið hátt.

Mummi Guð, 20.3.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Linda

Sömuleiðis og góða skemmtun

Linda, 20.3.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Úlli minn.
Bara búinn að yfirgefa okkur si svona :)
Í hádegisfréttum var haft eftir Geir Haarde að krónan hafi verið mjög veik að undanförnu :)
Ég man ekki orðalagið en hugmyndaflugið hljóp með mig í gönur.
Var ekki hægt að fara með krónuna á spítala fyrst hún var búin að vera svona veik, vesalingurinn:)
Svo var talað um geiningardeild en það var bara eitthvað rugl því það var ekki
"Greiningardeil Úlfars."
Nú verður ekkert blogg um fótbolta á laugardaginn, stöngin inn :)
Vona að þið eigið góða ferð.
Guð blessi ykkur félagana.
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2008 kl. 23:40

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Úlli minn
Vona að það sé skemmtilegt hjá ykkur í Dublin.
Gleðilega páska
Biðjum Jerúsalem friðar
Guð blessi þig
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.3.2008 kl. 22:42

5 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Takk fyrir kveðjur og jú ég er kominn heim þar og mér ber að vera,en auðvitað var ljúft að komast í smá Írska stemmningu svo ekki sé meira sagt.

Og nú verður Úlfurinn að vinna og vinna enda var þetta eins og staðan er á krónunni miklu dýrara en ég ætlaði mér,ég lét mig samt hafa það og verslaði fínt á mig og börnin.

En mikið er gott að koma heim alltaf maturinn þarna fór ekki vel í maga minn spurning hvort ég þurfi að skella mér í ferð með Jónínu í Detox hehehehe.Nei bara að gantast en jú ég er feginn að komast í okkar eðal mat aftur,þeir kunna ekki að elda Írarnir svo mikið er víst.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 24.3.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband