Greiningadeild Úlla

spáir að á morgun 19/3 muni hlutabréf og úrvalsvísitalan hækka lítillega,en ekki samkvæmt væntingum vegna áhugaleysis og páskafrís.

Aftur á móti mun krónan styrkjast um einhver 2-3 prósent og er það vel,það kemur til að mestu vegna lækkunnar stýrivaxta í Bandaríkjunum um 0,75% töluvert já svo er víst.Samt sem áður telur Davíð að stefna sín og félaga sé hárrétt og að sennilega sé ekki ástæða til lækkunnar hérlendis,enda ber hann hag neytandans ávallt fyrir brjósti og húrra fyrir því eða þannig.

Við sjáum hvað setur með morgundaginn kannski bara klikka ég feitt,eða sækji svo um nýtt starf eftir páska í spádeildunum góðu.Hver veit?

Lifið heil kveðja Úlli.


mbl.is Evrópsk hlutabréf hækkuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Úlli minn
Var að leita af mynd fyrir þig og fann þessa. Sendi hana og held áfram að leita af hinni myndinni.
Þessi mynd heillar mig.
Við erum sem betur fer í hendi Drottins.
Guð blessi þig
Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.3.2008 kl. 09:43

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Úlli minn
Þessi mynd er svolítið sniðug inní þessar umræður.
Bandaríkin, Bandaríkin, Bandaríkjunum, Bandaríkjanna.
Allt snýst um Bandaríkin.
Við hneigjum okkur og beygjum fyrir þeim.
Líst ekkert á að hneigja mig né beygja fyrir þeim.
Ég hef áður skrifað athugasemd hjá þér eiða einhverjum öðrum að mér finnst það eigi að ráða menn til Seðlabankans sem hafa menntun í þessi ábyrgðarmiklu störf.
Ég er algjörlega á móti því að uppgjafa ráðherrar og þingmenn sé bjargað og þeir gerðir að Seðlabankastjórum. Það er ekkert sjálfgefið að þeir kunni neitt til verka í fjármálum.
Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.3.2008 kl. 10:01

3 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Ég ætla bara að fylgjast vel með Greiningardeild Úlla, lýst allavega vel á hana. Heyr Heyr.

Kristín Jóhannesdóttir, 19.3.2008 kl. 11:31

4 Smámynd: Linda

Kæri vinur, ég er að hugsa jákvætt og sé að dollarinn og krónan munu ná jafnvægi, enda hefur dollarinn veriðof lágr gagnvart krónunni og þetta hefur orsakað mikið tap fyrir þjóðarbúið, þetta er leiðrétting og allt mun þetta batna fljótlega.

Knús

Linda, 19.3.2008 kl. 15:48

5 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Enginn er spámaður í sínu föðurlandi(nema hann sé hreinlega í sokkabuxum frá leggs)og ég verð að játa hér að væntingar mínar að sinni klikkuðu heldur betur.

Ég mun nú samt ekki láta deigann sína heldur snúa vörn í sókn og koma sterkur inn eftir páska með betri greiningu lifið heil.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.3.2008 kl. 15:53

6 Smámynd: Mummi Guð

Þó að spáin hafi ekki alveg farið eins og þú spáðir, þá ertu örugglega nær raunveruleikanum en Davíð Oddsson og blýantsnagararnir hans!

Mummi Guð, 19.3.2008 kl. 21:29

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ og hó. Mummi þú ert alveg magnaður. Flott innlegg: "þá ertu örugglega nær raunveruleikanum en Davíð Oddsson og blýantsnagararnir hans!"

Baráttukveðjur/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2008 kl. 00:43

8 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég þakka umræðurnar kærlega,enda eru þetta ekkert til að fíflast með þó ég geri það nú stundum,ég er ekkert voða bjartsýnn á ástandið hérlendis eins og staðan er nú.

En eins við þekkjum öll þá eru góð ár og slæm ár,en ekkert er svo alslæmt að ekki boði gott.Því segi ég hiklaust að við skulum læra af þessum tímum og þegar árar betur ber okkur að varast að sækja dýr fé,þó auðvelt sé.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 20.3.2008 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband