24.3.2008 | 22:22
Greiningadeild Úlfars.
Komið sæl og blessuð,ég ætlaði ekkert að gera greiningu svona strax eftir heimkomu.
En ég kemst ekki hjá því að gefa ykkur innskot á sýn mína og greiningu,á morgun þriðjudag eftir páska mun ég bjóða uppá Rússibanaferð í heimi fjármála á Íslandi.Það er oft sagt að fjármál taki aldrei frí og sennilega sannast það með morgundeginum.
Ég tel marga muni svitna og hinar frægu greiningadeildir bankanna nötra,því veður eru válind og margt er spá og spekulerað,en valdið er fárra og þeirra að taka.
Bæði hlutabréf og gjaldeyrir mun þeytast fram og aftur með morgundeginum,en ég sé glitta í smá ró um komandi helgi,svo er annað og hagur minn sem neytandi verður ekki beisinn.
Lifið heil og munum það sem fer niður kemur upp aftur og það er fer upp hlýtur að koma niður.
Kveðja Greiningaforstjórinn Úlfar.
Athugasemdir
Guð blessi þig Úlfar margfaldlega í öllu þínu lífi, og Guð blessi fjölskyldu þína og ástvini í Jesú nafni
Guðrún Sæmundsdóttir, 25.3.2008 kl. 13:58
Linda, 25.3.2008 kl. 16:08
Guðrún og Linda ég þakka ykkur hlýhug ykkar,já Gunni minn svona er lífið oft manni er margt til lista lagt,ég veit ekki betur en þú sért söluráðgjafi og smiður í vaxandi fyrirtæki sem ekki kallar allt Ömmu sína.
Varðandi daginn í dag og ákvörun seðlabanka að smella stýrivöxtun í 15 % er að mínu mati plástur á báttið,sem dugar í nokkrar vikur.Og þá verður allt komið í sama horfið og lausn þeirra er að hækka stýrivexti enn á ný.
Verðlag og verbólga er á uppleið og neyslan er enn þó nokkuð mikil,en ekki er öll nótt úti enn.Og við verðum að muna sjálf að þetta er undir okkur komið ,því segi ég hreint út núna skal spara og spara ekki kaupa og þannig næst niður verðlag og verðbólga og þá kannski með síðsumri er hægt að lækka stýrivexti á ný og þá uppskerum við jafnvægi á ný
Lifið heil og guð veri með ykkur.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 25.3.2008 kl. 22:55
Sæll Úlli minn.
"Betri er lítil eign réttláts manns en auðlegð margra illgjarnra," Sálm. 37: 16
"Betri er hnefafylli af róen báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi." Préd. 4: 6.
"Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera." Matt. 6: 20.-21.
Vonandi glittir í smá ró.
Guð blessi þig.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.3.2008 kl. 03:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.