Ég var hálfpartinn skammaður

um daginn af vinkonu,sem sagði að ég bloggaði bara orðið einhvert íþróttabull.

Og satt að segja verð ég að vera henni smá sammála,ég er auðvitað enn á fullu í mínum andlegu málum,og er enn að gera sjálfan mig að betri manni.Og svona ykkur að segja gengur það nokk vel bara og ég er oftast í fínum málum bara.

Ætli það sé ekki mest vinnan sem pirrar,en varðandi sjálfið egóið og drottinn guð minn,þá er ég bara í góðum málum þar(þó ég segi sjálfur frá).

Það hefur bara líka verið mikið að gera og ég hef þessvegna ekki eins mikinn tíma aflögu fyrir blogg og það allt,Greiningardeild Úlla hefur verið í fríi undanfarið og helst eitt of miklu ef eitthvað er.Svo ég setti kallinn í smá Frí og þarf þá ekki að borga nefndinni neitt þennann mánuð og mun því nota þann pening í eitthvað þarflegtWink.

En auðvitað er gott að setja inn eina og eina færslu svona af mér sjálfum og minnka íþróttafærslunar eða réttara fækka þeim smá,og slíkt er héðan auðvitað sjálfgefið þar sem Körfuboltaleiktíðinni er lokið.Og ég þarf ekkert að blogga mikið um íslenska fótboltann ég fylgjist litið með honum vegna þess hversu léglegur hann er.

Annars er ég nokkuð góður og svo er eitt að lokum,Everton leikur við Aston Villa í dag og þar vil ég sigur minna manna í Villa.Því þá munu þessi lið hafa sætaskipti í deildinni og ég vona enn að mínir menn í Villa endi í 5 sæti.Sama hvernig fer ég missi engan svefn yfir því svo sem,en ég viðurkenni fúslega að ég er keppnismaður og vil alltaf sigur minna manna.

Lifið heil og guð ykkur geymi kveðja Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Ég get ekki annað en tekið upp hanskann fyrir þig Úlli minn. Þessa dagana er Evróputímabilinu að ljúka í fótbolta, karfan kláraðist í vikunni. Þannig að fyrir þá sem hafa áhuga á íþróttum, þarf að sýna þeim tillitssemi og skilning á þessum tíma. Þannig að þér er fyrirgefið þó þú bloggir bara um fótbolta þessa vikurnar.

Hvað finnst þér annars um brottrekstur Teits og flótta Brentons?

Mummi Guð, 27.4.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn. Guði sé lof að það var ekki ég sem var að skamma þig og ég býst ekki við að nafna mín Rósa mjá mjá sé að skipta sér af því hvað þú ert að skrifa.

Guð blessi þig og varðveiti.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.4.2008 kl. 16:03

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ja ég sá þetta bara í morgun með Brenton og satt að segja líst mér ekkert of vel á.En með Teit ég hef sagt það áður að eins og hann var frábær leikmaður er ég ekkert viss að hæfileikar hans sem þjálfari séu eitthvað til að hrópa húrra fyrir.

Rósa nei nei þetta var svona smá athugasemd hjá henni,hún saknaði að ég væri meir í andansmálum á blogginu,en þú ert auðvitað svo dugleg þar að ég læt þig bara um þetta hehehe.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 27.4.2008 kl. 17:37

4 Smámynd: Linda

Ofurkveðjur til ofurvinar gott að vita hvað þér gengur vel. 

knús

Linda, 28.4.2008 kl. 00:14

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekki hætta í íþróttafréttunum, þá færðu fráhvarfseinkenni.

En endilega vertu á andlega sviðinu, gaman að frétta af því hvernig þér gengur í þeim málum.

Theódór Norðkvist, 28.4.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband