Ég á frí í dag

og það á launum,það hefur verið deilt mikið um trúarbrögð og guð hér á blogginu sem hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum.

Hér er smá vínkill í umræðuna,nú ef ekki væri fyrir trú og allt það dæmi,væri ég í vinnu núna(ekki misskilja ég hef gaman af vinnu hún göfgar)á fullu við að klára verkefni sem gefa jú mér laun og ég borga auðvitað skyldur mínar til samfélags.

En af því að til er Kristni og þetta mun vera helgur dagur í Kristninni,þá á ég frí í dag guði sé lof og get bara gert eitthvað skemmtilegt.Nú jafnvel eitthvað uppbyggilegt ef því er að skipta.

Það er reyndar ekki minn stíll að setja inn ritningavers þó ég trúi,mín trú er að mestu fyrir mig svo mér líði vel í líkama og sálu.Auðvitað ver ég á stundum trú mína í umræðum því fyrir mig er hún nauðsyn og ég þarf ekkert að réttlæta trú mína fyrir ykkur né öðrum.

Málið er oft bara hvað vil ég úr lífi mínu fá,og hvað vil ég gefa öðrum og afhverju er svo.Ég hef þörf fyrir mínum æðri til að samviska mín og siðferði fari ekki á skjön.Því eins og margur maðurinn verður mér oft á í messunni og dett inní minn vilja.

Ég verð gráðugur og mig langar í hitt og þetta,ég kalla þetta oft að færa til fíkn og þar sem ég er fíkinn í ýmislegt þá verð ég bara oft að lúta og byðja mér æðra um aðstoð með lesti mína.

Ég er svona núna í þessum skrifuðu orðum að hugsa upphátt(hugleyða smá ég geri það oft).Mergur málsins er líka það svo ég vísi í færsluna það eru fullt af frídögum sem eru mér kærir vegna guðs,hvað yrði um alla þessa daga ef vantrú fengi sínu ráðið?

Ég yrði allavegana hundfúll og vinnuveitendur alsælir,og þeir eru jú ekkert oft mitt uppáhald ég reyni fremur að berjast fyrir fólkið og litla manninn hann er mér kær.

Góðar stundir að sinni og guð veri með ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm,í stuði með guði,það er málið

Birna Dúadóttir, 12.5.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Úlli minn.

Er að reyna að kíkja á ykkur bloggvini mína sem ég hef vanrækt að undanförnu. Ekki vil ég að þið gleymið mér "Rósu ofurfemínista"

Vinnan göfgar en fyrr má nú rota en dauðrota stundum.

Yndislegt að eiga þessa hátíð ennþá inná dagatalinu okkar en með þessari afkristnun sem á sér stað hér á landi hugsa ég oft: "Hversu lengi fáum við að halda upp á Jól, Páska og Hvítasunnu sem eru stærstu hátíðir okkar sem höfum verið lánsöm að biðja Jesú að fyrirgefa okkur syndir okkar og við megum þar af leiðandi kallast börn hans.

Þessar hátíðir eru mikilvægar og finnst mér Hvítasunnan vera hátíðin þar sem verkið var fullkomnað. Fyrst fæddist Jesús í þennan heim sem því miður alltof margir skildu ekki.  Svo 33 árum seinna þá var hann negldur á kross. Þar fórnaði hann lífi sínu fyrir okkur svo við gætum losnað úr fjötrum synda og sjúkdóma. Á Uppstigningardag fór hann heim til föðurins en okkur var sendur Huggarinn, Andinn Heilagi sem biður fyrir okkur. Oft vitum við ekki hvers við eigum að biðja en þá biður Heilagur Andi fyrir okkur. Dásamleg og auðvita Birna Dúa erum við í stuði með Guði og í botni með Drottni.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 12.5.2008 kl. 11:49

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Guði sé lof fyrir frídagana!

Theódór Norðkvist, 13.5.2008 kl. 13:41

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Góður pistill hjá þér

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.5.2008 kl. 21:59

5 Smámynd: Linda

Sæll Úlli minn, fín pæling hjá þér, trúin þarf ekki að vera flókin.

 knús

Linda, 16.5.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband