Falleg athöfn

Sælt veri fólkið,mig langar að færa inn smá færslu um atburð sem ég vitnaði í gær.

Bróðir minn kær yngri og hans unnusta létu skíra dreng sinn sinn í gær og fékk ég að vera viðstaddur ásamt börnum mínum,Drengurinn heitir Birgir Snær og mun Birgir nafnið vera í höfuð á föður okkar bræðra(loksins fékk hann nafnaSmile).

Nema hvað þessi athöfn tók stað í Grindavíkur kirkju þar og þau búa foreldrar barnsins,og þetta var svona bara látlaus en virkilega hugguleg athöfn framin af presti Grindvíkinga Elínu(ég hálf skammast mín fyrir að vita ekki fullt nafn)sem virkilega á lof skilið.

Ég fékk tilfinningu í hjarta að þarna sé kona í réttu starfi og virkilega gefandi persóna,Grindvíkingar hafa verið heppnir með prest sem tók við af þeirri eðal konu Jónu Kristínu sem líka var frábær prestur,mér hefur nefninlega ekkert alltaf fundist allir prestar vera í réttu starfi.

Reyndar eru allnokkrir prestar sem ég hef dálæti á og er það vel,það mæðir oft mikið á kirkju vora á oft er hún í bullandi vörn,en sumar sóknir eru í frábærum málum og ég vil telja að margar sóknir hér á suðurnesjum eigi góða presta og það eru heilir menn í starfi.

Sem sagt ég komst að því í gær,að ég mun fresta því enn um sinn að segja mig úr þjóðkirkjunni.

Lifið heil og guð veri með ykkur kveðja Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Innilega til hamingju með skírnarbarnið Birgir Snær, það er yndislegt að sjá foreldra gefa Guði börnin sín með þessari athöfn, í hans hendur leggjum við þau og biðjum að þau munu eiga gæfuríkt líf. Ég tek undir það með ykkur og segi einfaldlega Amen.

Knús kæri vinur

Linda, 18.5.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Til hamingju með frændann. Ég er alveg sammála þér með prestana þeir eru ekki alltaf sannir. Hafðu góðan dag

Kristín Jóhannesdóttir, 18.5.2008 kl. 14:02

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Úlli minn.

Til hamingju með bróðurson þinn.

Megi almáttugur Guð gefa foreldrum hans visku til að ala hann upp í kristnum kærleika og trú á Jesú Krist.

"En Jesús kallaði þau til sín og mælti: ,,Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki." Lúk. 18: 16.

Guð blessi þig.

Kær kveðja frá hjara veraldar.

Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 17:20

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju

Birna Dúadóttir, 18.5.2008 kl. 17:22

5 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Mikið er ég heppinn,ég færi inn smá stubbbút og hvað uppsker ég annað en 4 yndislegar konur sem hver og ein er mér kær.

Svona get ég stundum séð hið jákvæða í lífinu(þó vissulega mætti það vera oftar)en æfingin skapar meistarann.

Ég þakka ykkur innlitið helgin búin að vera ljómandi fín og ég ríkulega blessaður.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 18.5.2008 kl. 18:56

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Til hamingju kall, og fyrst þetta var í grindavík veit ég að þetta heppnaðist vel!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.5.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband