Sporsterinn minn er til sölu.

Sjáið myndirnar hérna til hliðar,jæja þetta hjól er til sölu og já mér finnst það skítt.Ég verð bara að viðurkenna ég get ekki hjólað á því í sumar vegna meiðsla og þá er best að selja það bara best er að senda mér bara línu ullia@simnet.is ef einhver hefur áhuga og svo sjáum við hvað setur bestu kveðjur Úlli.

Allur að koma til.

Jæja börnin góð komið auðvitað sæl og blessuð nær og fjær.Ég er svona loks á réttri leið með meiðsli mín og loks farinn að hvílast vel og líðanin eftir því.Mér finnst stundum þetta bara engan endi taka og mér líður að jafnaði svo æðislega að ég veit bara ekki hvar þetta endar,og frelsið váaaaaa það er svo gott að vera ekkert að rembast svona heldur leyfa sér að lifa.

Mér verður oft hugsað nú á dögum svona líður venjulegu fólki,og hvar í helvíti hef ég verið öll þessi ár sem ég ekki gaf mig og sleppti takinu.Ég þori alveg að viðurkenna ég vil enga meðalmennsku ég vil og sætti mig ekki við minna en allann pakkann.Svo er ég auðvitað nautnaseggur mikill og vil njóta listisemda lífsins óheftur og gefandi.

Héðan í frá er og verður mér sama hvað hverjum finnst ég lifi fyrir mig og mína,labba með ipot á hausnum og syng og dansa ef mér sýnist svo og síðan þegar einhver hristir hausinn bara brosi ég og hugsa ef þið bara vissuð,ég ætla ekkert að reyna segja ykkur eitt eða neitt lengur sem mig langar ekkert til.En ef þið spyrjið þá nátturulega lýg ég ekki að ykkur,svo best að spyrja mig bara ekkert.Kannski eru mínar sýnir bara ætlaðar mér og engum öðrum,öld Vatnsberans er að ganga í garð og ég er vissulega Vatnsberi og þá verður þetta vissulega mín öld því þarna er ég á heimavelli.

Gjaldið líkum líkt,líkur sækir líkan heim og svo auðvitað við erum hér hvert fyrir annað og samvinna er lykilinn að farsælli þjóð eigið góðan dag og megi guð......................................... Úlli.


Akkúrat málið óþolandi.

Já ég er ekkert hissa,svona hefur gerst áður.Þessir samningar sem við vorum með við Bandaríkjamenn eru eitthvað mesta klúður Íslandssögunar.Ég vona svo sannarlega að við semjum betri díl næstog hættum þessum gunguskap,við framseljum ekki nokkurn kjaft nema fá eitthvað í staðinn og glæpir framdir hér skal rétta í hér.
mbl.is Vilja að réttað verði á Íslandi vegna morðs á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvæntasta úrslitakeppni síðan ég veit ekki hvað.

Jæja Cleveland verður það víst,og ég hættur að vona og spá allt getur gerst ég legg nú samt smá undir á Spurs.Annars verður ekki eins gaman að þessu. I love this game
mbl.is Cleveland í úrslitaviðureign NBA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Paris lets face the music.

Elsku skinnið mitt Paris.Þá er stóra stundin upprunnin og þetta verður þér fínn skóli mundu bara eitt framvegis þú snobbar ekki fyrir Jesú hann hefur ekki áhuga en þú kannski finnur hann í jailinu hver veit.
mbl.is Fjölmiðlar bíða eftir að París mæti til afplánunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjipp og hjau og svo nýja í næstu höfn.

Gleðilega hátíð sjómenn,ég vona allir séu nú í stakk búnir fyrir daginn í dag og ekki hreinlega að drepast úr þvínku og sleggjumenn mættir í hausinn ykkar vegna gleðinnar í gær.

Ég veit nú ekki hvort þetta verði nú sá gleðidagur fyrir ykkur sem ykkur ber,nú skýrsla hafró er jú komin út og hvað get ég sagt.

Sama steypan ár eftir ár fiskifræðingar sem ekkert vita bulla einhverja steypu um stofnstærð og vita auðvitað að það er búið að gefa viðvörun á þenslu.Nú skilaboðin eru skýr og ekki viljum við slá á álverin svo þá bara sláum við á fiskinn það fattar þetta enginn hvort sem er,svo hittumst við fljótlega hressir í skúmaskotin okkar og skipuleggjum næsta múf.

Þetta er vissulega alltaf að verða erfiðara með hverju árinu að vera á undan lýðnum er það  ekki strákar og auðvitað stelpur þær stjórna nú líka smá orðið.Ég má nú ekki vera svo dómharður er það krakkar ég bara er svo leiður á þessu bulli hjá okkur að ég bara verð að skrifa mitt þið fyrirgefið mér er það ekki,en í dag skulum við halda uppá sjómannadaginn fyrir börnin okkar þau elska þennann dag.

Megi guðs gæfa ykkur fylgja og þegar þið byðjið þá veit guð hvað þú þarft og það er kannski ekki það sem þú vilt,Úlli has left the house of blues.

P.S He´s staying in the house of god.


Já hið ljúfa líf.

Já svona er nú ljúft að anda að sér utandyra í Róm,skildu þeir hafa mælt loftið í Vatikaninu svo er verið um allann heim að banna reykingar á skemmtistöðum,bráðum verðum við að hreinlega flýja inn á skemmtistaði til að loks hreint loft að fá, já þetta er og verður mikil unun að lifa eða þannig jæja u win some and u lose some what can i say.
mbl.is Kókaínagnir í loftinu í Róm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerir ekkert til ég sá ykkur 1982.

Það er í fínu mín vegna þið séuð slappir,ég sá ykkur í Clearwater sumarið 82 og þá voru þið á toppnum svo,ég lifi bara og man þá tónleika eins og gerst hafi í gær takk fyrir mig.
mbl.is Trommari The Police segir endurkomu sveitarinnar „ótrúlega slappa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlmenn eru akkúrat bara karlmenn.

Þetta er einmitt vandinn við að karlmenn verði konur og konur karlmenn,því er allt kerfið komið í rugl við verðum að fara að átta okkur á að það er auðvitað gott að hjálpast að en við karlmenn erum í eðli okkar vissulega karlmenn,ég er ekkert að segja við getur ekki skipt um bleyjur og ryksugað og skúrað en okkur fynnst það bara samt erfitt og við kunnum því illa að beygja huga okkar við kröfur og þarfir kvenna við reynum jú eftir fremsta megni að gera eins og við getum,en við erum samt bestir í að skaffa og við erum tilbúnir að leggja mikið á okkur við vinnu,svo komum við heim og þar týnumst við og vitum jafnvel ekki lengur hver okkar hlutverk er,við erum jú að læra en kannski hefur þetta bara gerst of hratt fyrir okkur suma hver veit.
mbl.is Skortur á kynlífslöngun hrjáir æ fleiri danska karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjáum hvað setur.

Jæja ég fór erinda minna í Reykjavík í dag og hitti lögmann minn,svo nú er boltinn farinn að rúlla og við sjáum hvað setur í þeim efnum auðvitað er þetta síðasta úrræði mitt en ég á ekki annann kost, að segja og gera er ekki það sama og ég hef beðið alveg nóg.

Annars er auðvitað sjómannahelgin og ég á marga vini í þeirri stétt enda bjó ég á Ísafirði þegar ég var ungur maður og á ættir til Vestmannaeyja þar sem Móðurfólk mitt var allt meira og minna skipstjórar og útgerðamenn þó móðir mín hafa ekki erft krónu af þeim auð hún erfði annað í staðinn og það er visku og gáfur,því þó móðir mín sé næstum heyrnalaus þá er hún sko kostum búinn sem ég hef séð í fáum konum betri henni og ég get sko lofað ykkur því hún myndi aldrei svíkja einn eða neinn hún skilar ef hún fær of mikið til baka og ekki er hún í neinum félagsskap eða mannræktar samtökum hún er bara gull af konu og mikið rosalega elska ég móður mína mikið eins og börn mín sem ég elska af öllu hjarta veit ég að hún elskar mig eins,og ég get sko alveg sagt ykkur ég hef um æfi mína látið hana þola ýmislegt hún horfði á mig næstum drepa mig í rugli og ég sagði henni að halda kjafti ef hún gaf mér ráð og ást sína,um árið var ég svo ruglaður að ég flýði allt mitt fólk og ætlaði að dópa mig í hel,sem betur fer gekk það ekki og í dag er ég öllu þessu fólki þakklátur og ég verð aldrei borgunarmaður fyrir því sem ég gerði þeim en ég hef gert upp við þau og er til staðar fyrir þau í dag eins og mér er frekast unnt kannski sér guð hjarta mitt og gerir mig færan á ný til að gefa til baka það og ég tók.

Læt þetta duga að sinni farið vel með ykkur og gangið hægt um gleðinnar dyr og látið ekki púkana ykkar ná yfirhöndinni á ykkur þegar þið eruð að skemmta ykkur um helgina guð sé með ykkur kveðja Úlli.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband