Usssss ekki minn dagur.

Var að klára að horfa á leik Aston Villa og Man U og þó mínir menn væru miklu betri lengst af leik,þá dugar það ekki menn verða bara að klára 90 min og halda haus.Svo heyri ég í símann um leið og Ronaldo skorar að Njarðvík hafi tapað fyrir Snæfelli,jæja svona er lífið u win some and u lose some.

Annars hef ég verið latur í dag og mest bara slappað af,og leikið mér við kisurnar á heimilinu.Kettlingarnir eru hættir að vilja vera í bala sínum og ég kemst ekki orðið fyrir á sjónvarpssófanum nema í kuðung með kisunum,kettlingarnir eru reyndar komnir á skemmtilegan aldur og farnir að skoða allt um og leika.Ég er þessa daga að rembast við að kenna þeim á kassann og þeir eru að byrja að borða smá,svo nú fer að koma tími að losna við eins og allavegana 2.

Það hefur verið nóg að gera undanfarið og nú sér fyrir rest að undirbúning í vinnunni og vélar settar upp,það koma menn að utan á þriðjudag og auðvitað hlakkar mig til,ég verð eins og lítill drengur í dótabúð þegar kemur að iðnarvélum og þessháttar dóti.Við stefnum enn á að vera búnir að gangsetja um 15.jan svo nú dugar ekkert annað en að bretta upp ermar og taka á málum,I love it þið fyrirgefið að ég sletti svona ég hef bara alltaf gert þetta og vil ekkert breyta því eitt eða neitt.

Svo er annað ég þarf að hætta að blóta svona eins og ég geri og hef gert lengi,þetta auðvitað fer mér ekkert vel,ég líka þessi ljúfi drengur sem síðan er með svona munnsöfnuð það á bara ekki við núorðið.Ég er búinn að vera eitthvað tómur í að blogga undanfarið og þessvegna hefur lítið frá mér komið,það er kannski bara ágætt ég er þá ekkert að standa í stórræðum neitt og orðaskiptum um eitthvað sem skiptir ekki öllu máli.

Mér líður jú bara ágætlega á sálinni og hví þá að vera eitthvað að garfast í öðru en að leyfa sér bara að líða vel,læt þetta duga að sinni og megi guð ykkur geyma og vissulega fylgja hvert fótmál í Jesú nafni Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn. Alltaf í boltanum. Danir unnu í dag  Vona að Rósa nafna mín og kettlingarnir hafi það fínt  Guðs blessun

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.1.2008 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband