Er að velta fyrir hvort

ég eigi nokkuð að vera að hafa fyrir að mæta eitthvað til vinnu á morgun.

Málið er auðvitað þetta því meir sem ég reikna dæmið til enda,þá betur sé ég að þetta er að mestu til ónýtis það er sama hversu ég muni basla ef þjóðarskútan verður áfram rekinn á þessum nótum.

Þá fæ ég alltaf sömu útkomu,bara hvort ég verði eignalaus 2009 eða 2011 í mesta lagi sem ég næði að halda út.

Svo svona í sannleika sagt afhverju ekki bara að losa allt núna,og koma sér til heitari lands og bara finna sér eitthvað létt og leikandi að gera vinna bara sirka 36 tíma á viku,og njóta þess að lifa lífinu.Nú eru allir skekingar á fullu að réttlæta og segja ástandið svona og svona,en sannleikurinn er auðvitað þeir vita ekki baun hvað er framundan fremur en ég geri.

En auðvitað vill ég búa þar og börn mín eru og ég hef savo sem byrjað uppá nýtt nokkrum sinnum svo kannski er engu að kvíða bara taka í bossann sinn og minnka útgjöld og lifa nægusamur.

Því mun ég enda á spakmæli dagsins sem hljóðar svo.Þú verður ekki rík(ur) á háum launum heldur lágum útgjöldum.

En munið eitt þetta eru og verða mínar vangaveltur lifið heil kveðja Úlli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn.

Ömurlegar fréttir úr fjármálaheiminum í dag.

"Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera." Matt. 6: 19.-21. 

Guð blessi þig.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Já Rósa mín þetta kemur við okkur öll,hvort sem við eigum eitthvað mikið eða lítið.

Hehehe svo er annað ég að fara erlendis eftir 2 daga og allt sem ég kaupi og geri þar mun kosta mig miklu meir en ég var búinn að ráðgera.Svo sennilega kaupi ég þá bara minna og haga segli eftir vindi,en ef það verður logn er best að róa bara því dýr er dropinn á motorinn.

Annars bara nokkuð brattur kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 18.3.2008 kl. 06:59

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Úlli minn. Þessar fréttir voru nú ekkert spennandi fyrir okkur en við verðum að vera keik. Það að við erum Guðs börn er það besta sem fyrir okkur gat komið og við eigum besta skipstjórann sem við treystum 100%. Jesús er hundarð sinnum xxxx hundrað sinnum betri skipstjóri en Geir og Sóla.

Það er mest kúl og er inn (í tísku) að vera Guðsbarn alveg sama um blóðböndin og skyldleika hér á Íslandi. Nú skilur engin hvað ég er að fara en þetta er áframhald á spjalli okkar Úlla á minni síðu.

Eigðu góðan dag í Jesú nafni. Kveðjur frá hjara veraldar.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.3.2008 kl. 08:33

4 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

það besta við þetta allt saman að (ég trúi því allavega) við komum sterkari út úr þessu og reynslunni ríkari, þótt við lærum kannski ekki mikið af því og gerum sömu vitleysurnar aftur og aftur hehe. Hafðu góðan dag.

Kristín Jóhannesdóttir, 18.3.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband