22.5.2008 | 19:47
Er ég að horfa á söngvakeppni eða
kroppasýningu,ussssssss ég einhvernveginn finnst ég næstum bara alveg eins getað smellt mér á Goldfinger eða óðal.
Hver gleðikonan og gleðikallin af fætur öðrum stíga á þetta svið.
Jæja vonandi komumst við áfram Eurobandið var með ágætisflutning þó ég vildi fremur hafa séð dr.spock á sviðinu.
Örlögin í höndum Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér datt þetta stundum í hug. Þegar Tékkland var að flytja sitt lag þá datt mér Mercedes-Club í hug. Sexy-klæðnaður en engin rödd.
Mummi Guð, 22.5.2008 kl. 22:52
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Ja hérna strákar mínir. Hélt að þið vilduð einmitt sjá stelpurnar svona.
Kær kveðja frá hjara veraldar.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.5.2008 kl. 00:59
Sæll, mér blöskraði babarama dæmið í þessari keppni, en svo var ég rosalega skotin í unga manninum sem söng danska og ég verða að já mig seka um smá útlitsdýrkun
Linda, 23.5.2008 kl. 08:46
Söngvakeppnir ganga út á sex og daður, auglýsingar t.d. flottur bíll með berrasaðri stelpu á húddinu. maður veit ekki hvort er verið að auglýsa bíl eða stelpu til sölu..
Það er ekkert að vera sekur um að vera með útlitsdýrkun Linda! það er ekkert öðruvísi enn að hafa smekk fyrir fallegum hlutum. þær manneskjur sem hafa eiginleika til að sjá það fallega fólk, listir, hús, náttúru eða hluti, sjá það eingöngu af því að það er fallegt að innann.
Ég er giftur stórfallegri konu t.d. og mér er hulin ráðgáta enn þann dag í dag hvernig hún getur hafa verið gift mér nú í meira enn 5 ár! Hún er ein af þeim sem lætur karla hringsnúast hvar sem hún kemur.
Ekki hefur hún fallið fyrir útlitinu, ég er töluvert eldri enn hún, blankari enn allt sem blankt er, með einstaka góðum tímabilum, trúuð er hún á Búdda og vill fá mig til að fara í kirkju með sér!
Hún kaupir fötin fyrir mig, segir mér hvað ég eigi að borða og hvernig ég eigi að haga mér. Aldrei myndi henni detta í hug að nota neitt meik eða farða enn elskar blóm og góða lykt! Hún er eina konan í mínu lífi sem hefur gefið mér blóm!
Ég hef reynt að ljúga að henni stundum, enn hún kemur upp um mig í hvert skipti..Það tók hana 2 ár að lækna mig af afbrýðissemi, enn segist sjálf vera afbrýðissöm stundum! Alveg ótrúleg manneskja!
Ég mætti alveg fara á Goldfinger eða Óðal, enn hún myndi fara með mér bara svona í öryggisskyni.
Hef ekki áhuga á þessum stöðum og horfi ekki á Júróvisíón eða Sterakeppni í Kína. Hef allt önnur og skemmtilegru áhugamál. T.d. bara að tala við gott fólk!
Óskar Arnórsson, 24.5.2008 kl. 03:48
Já svona er þetta stundum,ég var sjálfur einusinni giftur Tælenskri konu.
Við áttum saman 3 ár rúm,hún kenndi mér ýmislegt gott konan sú.Við giftum okkur að Búdda sið í Tælandi hjá öllu hennar fólki,ég man hvað ég var stressaður þá 9 búddamúnkar sátu í hring og ég hafði ekki hugmynd um hvernig athöfnin ætti að fara fram.
En svona að lokum jú ég lifði af og lifi enn,nú konulaus og er alls ekki ósáttur við það hamingjan kemur jú að mestu að innan og frá hjarta mínu,sé það hreint og kærleiksríkt er einskyns að sakna.
Kannski hefur guð áætlun með mig,sem ég fæ að vita þegar ég verð þess verðugur og kannski bara hefur guð enga áætlun með mig yfir höfuð.Það kemur í ljós.
Ég þakka ykkur innlitið og áfram Euroband í kvöld.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 24.5.2008 kl. 10:42
Sæll Úlfar!
Konan mín er Kínversk / Tælensk. Móðir hennar þurfti að flýja Kína og faðirinn er fyrrverandi hermaður og lögregluþjónn. ég skil vel stressið þetta með giftingunna! ég var dauðhræddur að gera tóma vitleysu enn þetta blessaðist alltsaman. Við erum núna búin að vera gift langt komin á sjötta ár og eins og þú segir, er ég virkilega búin að læra mikið af konunni minni. Hún er að sjálfsögðu Búddisti og vill samt að ég gangi í kirkju og hún vill koma með!
Hún myndi ALDREI fara að sofa án þess að biðja bænir áður. Við eigum 2 hús og lóð í Norður Tælandi, ekki túrista-tælandi eins og ég kalla það. Guð er með plön handa öllum og sannarlega fyrir þig líka. Kannski stærri enn þig grunar.
Ég myndi óska þess að ég næði svo langt að geta hreinsað hjarta mitt svo það verði eins og hjarta konu minnar. Þetta er henni alveg eðlilegt og feimnismál fyrir mug raunverulega.
Væri gaman að fá e-mail frá þér ef þú nennir, segi ekki suma hluti á blogginu. Mailið er á höfundarsíðu minni ef þér dytti í hug að senda mér mail..
Kær kveðja tli þín Úlfar!
Óskar Arnórsson, 27.5.2008 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.